Bæjarpósturinn - 28.02.1927, Page 1

Bæjarpósturinn - 28.02.1927, Page 1
: J'réttif frá I H Æ N I BÆJARPÖSTURINN ÚT6EFANDI: SIG. ARNGRÍMSSON jVerð 15 a. einlakið.. 3. árg. Seyðisfirði, 28. febrúar 1927. 1. tölubl. Þingtíðindi. (Símskeyti frá FB.) 13/2. Eins og venja er til við fyrstu umræðu fjárlaganna flutti fjármálaráðherra aðalræðuna. Qaf hann mjðg ítailegt og stórfróð- legt yfirlit yfir fjárhaginn og gerði grein fyrir fjárhagsstefnunni í fjár- lagafrumvarpinu. Sagði hann tekj- ur og gjöld ríkissjóðs 1926 hafa sem næst staðist á, tekjurnar á árinu hefðu orðið 12^2 miljón og farið 21/2 miljón fram úr áætlun. Skýrði hann frá, að raunveruleg- ar tekjur af tóbaki hefðu orðið 410 þÚS. fram úr áætlun, og að verð- tollur hefði farið 492 þús. fram úr áætlun. í fjárlögunum fyrir 1926 var tekjuhalli áætlaður 473 þús., en tekist hafði að afsíýra honum. Ennfremur hafði verið unt aö greiða kæliskipsframlagið af tekj- um ársins. í gjöldum ársins er einnig innifalin 1 miljón króna afborgun af skuldum ríkissjóðs. Ráðherrann sagði, að þótt fjár- hagsafkoman, hefði verið eftir öll- um vonum 1926, þá feli hún í sér alvarlegar áminningar um að fara varlega á fjármálasviðinu. Qengi íslenzku krónunnar hvað hann hafa verið stöðugt alt árið 81.6%. Til 5. febrúar höfðu, sagði hann, verið veitt úr 5. og 6. flokki veð- deildar alls 487 lán, að upphæð 3,544,700 kr., eftirspurnin verið mikil og langt frá lokið að full- nægja henni. Úr Ræktunarsjóði höfðu verið veitt á árinu 281 lán, að upphæð samtals 876,450 kr., en síðan sjóðuriun tók til starfa 1. okt. 1925, hefði nokkuð yfir 1 miljón verið lánað úr honum. Tryggvi pórhallsson ber fram frumvarp um afnám kennarastóls í klassiskum fræðum við Háskól- ann. 14/2. Héðinn V'aldemarsson ber fram frv. um að bæjarstjórnum í kaupstöðum og sveitastjórnum í kauptúnum, er hafa yfir 300 íbúa, sé skylt að semja atvinnuleysis- skýrslur í febrúar- tnaí- ágúst- og nóvember-byrjun árlega, og senda Hagstofunni. 15/2. Héðinn Valdemarsson ber fram frumv. til stjórnskipunarlaga og breytingar á stjórnarskrá þann- ig, að Alþingi sitji 25 þjóðkjörnir þingmenn kosnir hlutbundnum kosningurn um land alt, er sitji í einni málstofu, kosnir til 4 ára, en tölunni megi breyta með lögum. Varamenn séu jafnmargir sem þingmenn. Kosningarétt hafi allir karlar og konur, 21 árs og eldri. i196 39

x

Bæjarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.