Bæjarpósturinn - 16.03.1927, Page 1

Bæjarpósturinn - 16.03.1927, Page 1
ÚTGEFANDI: SIG. ARNGRÍMSSON 3. árg. Seyðisfirði, 16. marz 1927. 4. tölubl. Þingtíðindi. (Símskeyti frá FB.) u/». Frumvarp um heimild handa ríkisstjórninni, ad ábyrgjast lán handa Landsbankanum, hefir vald- ið miklum umræðum. Tryggvi flutti breytingartill. þess efnis, að skilyrði fyrir ábyrgðinni væri það, að lánsféð væri eingöngu notað í þarfir bankans, en hún var feld með 18 : 7 og frv. afgr. til Efri deildar. — Till. um akvegarstœði frá Seyðisfirði til Fljótsdalshér- aðs er afgreitt til stjórnarinnar. — Tvö frumvörp, sem Jónas J. hefir flutt, annað [um ölvan embættis- manna, en hitt um afnám út- flutningsgjalds afíslenzkum lands- búnaðarvörum, bæði feld með 7 : 7 atkv. 14/3. Fjárhagsnefnd ber fram frv. um að 7. veðdeildarflokkur verði stofnaður og nema alt að 4 mil- jónum, og heimilar ríkisstjórn lán- töku til þess erlendis alt að 48/4 miljónum, er verja má til að kaupa veðdeildarbréf og jarðræktarbréf, en kaupverði og vöxtum bréfanna verði svo hagað, að ríkissjóður verði skaðlaus af kaupunum mið- að við gengi íslenzkrar krónu á Iántökudegi. —Stjórnarfrv. samþ., um viðauka við námulög og um uppkvaðningu dóma og úrskurða. 10/s. Meiri hluti allsherjarnefnd- ar í N. d. vill samþykkja frv. um að Hafnarfjörður verði sérstakt kjördœmi, — Miklar umræður hafa orðið síðustu daga um frv. (Tr. þ., Á. Á. og Halld. St.) um stöðvun verðgildis íslenzkra peninga og loks samþ. til annarar umræðu, í gær, og fjárhagsnefndar. Símfréttir. Rv. u/8. FB. Gísli J. Ólafsson er settur landssímastjóri. (Er hann einn af fjórum fyistu íslenzku símriturun- um, og því jaingamall Landssím- anum í starfi sínu. Var hann og fyrsti íslenzki gæzlustöðvarstjórinn, 11. febr. 1908, á Akureyri. Þar gegndi hann því starfi til 30. ap- ríl 1912, en varð stöðvarstjóri í Reykjavík 1. maí s. á. og verið síðan). Frá Kovno: Fullyrt er að Eng- iandsstjórn reyni að sætta Lithau- en og Pólland í þeim tilgangi, að sameina þessi ríki gegn Rússum. Frá Lundúnum: Japanar, Eng-

x

Bæjarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bæjarpósturinn
https://timarit.is/publication/648

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.