Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 27.07.2010, Blaðsíða 30
26 27. júlí 2010 ÞRIÐJUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 VERSLUNARMANNAHELGIN LÁRÉTT 2. gáski, 6. klafi, 8. atvikast, 9. gums, 11. klaki, 12. frumefni, 14. mælieining, 16. gyltu, 17. titill, 18. fugl, 20. stöðug hreyfing, 21. drunur. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. í röð, 4. baptisti, 5. prjóna- varningur, 7. hænsnfugl, 10. blása, 13. heyskaparamboð, 15. stútur, 16. verkfæri, 19. fen. LAUSN LÁRÉTT: 2. ærsl, 6. ok, 8. ske, 9. lap, 11. ís, 12. flúor, 14. karat, 16. sú, 17. frú, 18. önd, 20. ið, 21. gnýr. LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. rs, 4. skírari, 5. les, 7. kalkúnn, 10. púa, 13. orf, 15. túða, 16. sög, 19. dý. Iceland Inspires-tónleikarnir sem voru haldnir í Hljómskálagarðinum á dög- unum fá góða dóma hjá bresku tón- listarsíðunni Addictmusic. „Þrátt fyrir að aðeins rúmlega 300 þús- und búi á Íslandi hefur sá fjöldi flytjenda sem kemur þaðan verið furðu mikill. Í kvöld voru þónokkrar hljómsveitir sem ætluðu sér að halda uppi þess- um gæðastimpli og mörgum tókst það,“ segir í umfjöllun- inni. „Mammút kom mest á óvart. Þrátt fyrir að vera ung að árum og að tónlistin virðist frek- ar barnaleg á köflum, hefur söngkonan Kata sviðsframkomu og hæfileika sem geta fleytt hljómsveitinni langt erlendis. Kata, sem er einhvers staðar mitt á milli Karen O (söngkonu Yeah Yeah Yeahs) og Flor- ence Welch (söngkonu Florence and the Machine), hélt athyglinni mjög vel,“ segir gagnrýnandinn. Hann bætir við að frammistaða hljómsveitarinnar Seabear hafi verið upplífgandi og að áhrifin frá hinni kanadísku Arcade Fire hafi verið greinileg. Jason Pierce, for- sprakki bresku sveitar- innar Spiritualized, fær einnig góða dóma fyrir sína frammi- stöðu. „Maður sá greinilega á Pierce að hann lifði ansi hratt þegar Spirit- ualized var hvað vinsælust á tíunda áratugnum. Hann sat allan tímann með veiklu- lega handleggina utan um gítarinn sinn og sól- gleraugun á andlitinu. Þrátt fyrir útlit hans var röddin langt frá því að vera út úr kortinu.“ Mammút góð í Hljómskálagarðinum Popparinn Júlí Heiðar Halldórsson hefur samið lag um þjóðhátíð í Eyjum og er nýtt myndband við það komið inn á Youtube. Fetar hann þar í fótspor KK sem hefur þegar samið hið opinbera þjóðhátíðarlag í ár, ball- öðuna Viltu elska mig á morgun. Júlí hefur vakið hneykslan fyrir grófa texta sína en þjóðhátíðarlagið, sem heitir einfaldlega Á þjóðhátíð, er aftur á móti sárasaklaust kassagítarlag. Lagið samdi hann í fyrra áður en hann fór í fyrsta sinn á þjóðhátíð. „Ég samdi þetta frá grunni sjálf- ur og mér finnst textinn vera góður. Eins og ummælin sem eru búin að koma á Youtube þá er fólk ekki beint að fíla KK-lagið. Það vill frekar hafa þetta sem þjóðhátíðarlagið í ár,“ segir Júlí Heiðar, sem er engu síður ánægður með lag KK. „Mér finnst það svakalega fallegt lag en ég persónulega er ekkert geð- veikt hrifinn af því sem þjóðhátíðarlagi. Ég fæ enga stemningu frá því en það er samt fallegt lag og vel gert. Mitt er bara píanó og gítar, frekar útilegulegt. Allir geta lært það, tekið upp gítarinn í útilegu og spilað.“ Myndband við lagið var tekið upp í Eyjum á dögunum og verður það sýnt í Herjólfi alla verslunarmannahelgina. Sjálfur ætlar Júlí til Eyja um helgina og að sjálfsögðu fer hann með Herjólfi. „Ég ætla að taka „jólfinn“ og horfa á sjálfan mig í sjónvarpinu. Það er allt- af mjög vandræðalegt að hlusta á sjálfan sig í útvarpi eða horfa á sig í myndbandi. Mér líður alltaf eins og hálfvita,“ segir hann. - fb Júlí Heiðar í samkeppni við KK JÚLÍ HEIÐAR Júlí Heiðar hefur samið lagið Á þjóðhátíð, sem er sárasaklaust útilegulag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Í HLJÓMSKÁLAGARÐINUM Rigning setti svip sinn á tónleikana. KATRÍNA MOGENSEN Söngkona Mammút fær góða dóma fyrir frammi- stöðu sína. Tökur á sjónvarps- auglýsingu fyrir söngleikinn Buddy Holly hefjast í vik- unni. Söguþráðurinn er á þann veg að Ingó Veðurguð, sem leikur Holly, spilar með liði sínu Selfossi á móti KR, breytist síðan í Buddy Holly og gerir allt brjálað á tónleikum. Leikstjóri auglýsingar- innar verður rapparinn Bent, sem hefur að undanförnu tekið upp grínþættina Steindinn okkar. Þetta verður í fyrsta sinn sem hann reynir fyrir sér án Steinda en áður hafa þeir félagar gert auglýsingar fyrir Ring og Sjóvá. Tískubloggarinn Yvan Rodic var staddur hér á landi fyrir stuttu en hann er þekktur fyrir að taka götutískumyndir af fólk víðs vegar um heiminn fyrir hina ýmsu miðla. Á sunnudag birtist myndaþáttur frá Rodic í vefmiðli breska dagblaðsins The Guardian frá Reykjavík. Rodic segir meðal annars í greininni að hann hafi ekki séð neina ösku og að Reykjavik sé dýrari en London og Paris. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Rodic, betur þekktur sem Facehunter, kemur til landsins en hann kemur hingað reglulega til að mynda smekklega Íslendinga. Meðal þeirra birtast í greininni í The Guardian er Sara Maria fatahönn- uður í Forynju. Óvenjumikil umferð ýmiskonar stjarna hefur verið í Reykjavík undanfarið. Barnastjarnan Haley Joel Osment var í Reykjavík um helgina og sást meðal annars á Prikinu. Osment útskrifaðist nýlega sem leikari frá Tisch-listaháskólan- um í New York og er hér á landi í útskriftarferð. Þá sást leikarinn John Turturro í Reykjavík fyrir helgi, en óvíst er hvaða erindi hann átti til landsins. Loks var fyrirsætan Natalia Vodianova í Reykjavík á dögunum og vakti mikla athygli - enda stórglæsileg kona. - fb, áp, afb FRÉTTIR AF FÓLKI L A U G A R D A G F Ö S T U D A G S U N N U D A G DJ SEXY LAZER PRESIDENT BONGO Verzlunarmannahelgin á Oddvitanum á Akureyri Erla María Árnadóttir var nýlega valin í hóp myndskreytara til að myndskreyta heimasíðu foresta- frúar Frakklands, Cörlu Bruni Sarkozy. Heimasíðan heldur utan um málefni sem forsetafrúin berst fyrir. „Teymið í kringum forsetafrúna skoðaði verkin okkar og valdi þá sem þeim leist vel á. Mér var í framhaldi af því boðið að mynd- skreyta tvö málefni á síðunni sem koma inn von bráðar,“ segir myndskreytirinn Erla María. „Kærastinn minn, Jónas Valtýs- son, starfar sem grafískur hönn- uður á stofunni sem sér um þessa heimasíðu.“ Erla, sem er 26 ára gömul, útskrifaðist árið 2008 úr hreyfi- myndagerð og myndskreytingu frá skóla á Ítalíu. Hún fluttist svo til Brighton í Englandi þar sem hún starfar nú á eigin vegum. Málefn- in sem Erla María myndskreytti var kynning á heimildarmynd sem gerð var um slæmar aðstæður fanga og kynning á danshóp sem vekur athygli á fátækt. Hönnun Erlu Maríu hefur vakið athygli en bandaríska fyrirtækið Arts Project bauð henni nýlega að selja nokkur verk á heima- síðu sinni. Fyrirtækið heldur úti alþjóðlegu verkefni þar sem lista- menn og myndskreytarar geta haft vörur sínar til sölu án þess að missa eignarréttinn á þeim. Á þeirri síðu hefur Erla til sölu skó, hjólabretti og fatnað með myndum sem er hennar hönnun. Erla hefur einnig unnið með kvikmynda- framleiðendum við gerð svokall- aðra tilfinninga-myndskreytingu. Það eru teikningar af tilfinning- um sem leikstjórar vilja ná fram í völdum senum kvikmyndarinn- ar. Til að allir sem að þeim koma fái sömu sýn á tilfinningarnar eru teikningarnar hafðar á tökustaðn- um svo allir viti hvað það er sem þeir eiga að nálgast. „Það er í raun þunn lína á milli myndlistarmanna og myndskreyt- ara nema þá helst það að mynd- skreytarar eru frekar í því að myndskreyta texta annarra,“ segir Erla María. Verk þeirra er helst að finna í tímaritum, bókum og á heimasíðum. linda@frettabladid.is ERLA MARÍA ÁRNADÓTTIR: TEYMI CÖRLU BRUNI LEIST VEL Á VERKIN Myndskreytir heimasíðu forsetafrúar Frakklands ERLA MARÍA Skór Erlu Maríu eru dæmi um hönnun hennar sem hún selur á heimasíðu Arts Project. Verk Erlu verður brátt að finna á vefsíðu Cörlu Bruni, forseta- frúar Frakklands, þar sem vakin er athygli á ýmsum góðgerða- málum. „Það verður annaðhvort Inni- púkinn eða að henda tjaldinu í skottið og finna næsta áfanga- stað þar sem fjörið er.“ Kristín Ýr Gunnarsdóttir, nemi í kvik- myndagerð.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.