Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 1
Sími: 512 5000MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI28. júlí 2010 — 175. tölublað — 10. árgangur MIÐVIKUDAGUR skoðun 16 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Land undir fót veðrið í dag Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 „Ég er einmitt að fara niður á bryggju og fer örugglega með varn-inginn út því veðrið er svo ágætt,“ segir Elva Rún Róbertsdóttir þegar hún svarar í símann vestur á Ísa-firði. Ítalska skemmtiferðaskipið Le Boreal liggur í Sundahöfninni og samkvæmt frétt á bb.is höfðu yfirmenn útgerðarinnar séð Elvu Rún vera að selja smávarning á bryggjunni fyrir skemmstu og óskað eftir að hún yrði þar aftur þegar Le Boreal yrði á ferð. Elva Rún er tíu ára og þetta er fyrsta sumarið hennar íunarr k þegar um venjulegar ferðir sé að ræða út í Vigur sem afi hennar og amma, Hafsteinn og Kiddý, í fyr-irtækinu Sjóferðir, sjá um. Hvern-ig skyldi salan hafa gengið? „Svona sitt á hvað. Ég held að Þrist urinn og húfurnar seljist best,“ segir hún og útskýrir að húfurnar séu prjónaðar af ömmu hennar enda heiti þær „amma cool“. Hún selur Ópal og rabarabarasultu líka og svo gosdrykki, en öfunda vinkon-ur hennar hana ekki af því að veraalltaf í alvör bú Þótt flestir ferðamennirnir séu bara að „kíkja og skoða“ eins og Elva Rún orðar það segir hún stundum brjálað að gera. En er hún ekki í vandræðum með að tala við útlendingana? „Nei, ég er í enskutímum í skólanum og svo horfi ég mikið á myndir í sjón-varpinu með ensku tali, þannig að ég get bjargað mér. Auðvitað eru allir með útlenska peninga enmamma er búin að ikið Alltaf í alvöru búðarleik Við hús Sjóferða Hafsteins og Kiddýar á Ísafirði hefur tíu ára rauðhærð hnáta komið sér upp sölubás þegar skemmtiferðaskipin liggja við bryggju. Hún heitir Elva Rún Róbertsdóttir og rekur bryggjubúð. Elva Rún hefur slegið í gegn hjá farþegum skemmtiferðaskipanna sem koma inn á Ísafjörð enda er hún kotroskin í Bryggjubúð- inni sinni. MYND/ÞORSTEINN J. TÓMASSON SAFNABÓKIN 2010 er komin út en hún er upplýsinga- bók um öll söfn, sýningar, setur, höfuðkirkjur og þjóðgarða á Íslandi. Bókinni er dreift um allt land, ferðamönnum að kostn- aðarlausu og því tilvalin í ferðalagið. ÚTSALA Opið mánud. – föstud. frá kl 11 – 18Lokað á laugardögum Þú kaupir 2 fl íkur og færð þriðju fl íkina FRÍTT með Sú ódýrasta fylgir frítt með 40%5 0% Bonito ehf. Friendtex, Faxafen 10, 108 Reykjavík, sími: 568 2870 - www.friendtex.is Af vor og sumarlista Friendtex lista 2010 Lokað vegna sumarleyfa 3. og 4. ágúst hjá Praxis og Friendtex Hringdu í síma ef blaðið berst ekki land undir fótMIÐVIKUDAGUR 28. JÚLÍ 2010 FÓLK „Þetta eru með stærri dýrum sem hafa komið uppstopp- uð til Íslands,“ segir Páll Reynis- son hjá Veiðisafninu á Stokkseyri. Tveir uppstoppaðir vísundar frá Bandaríkjunum eru nú til sýnis í safni hans. Hvor um sig vegur um það bil eitt tonn. „Sauðnautin sem voru hérna fyrir virka eins og kettlingar við hliðina á þeim,“ segir Páll, sem veiddi vísundana í Minnesota árið 2008 ásamt félaga sínum, Jónasi Geir Sigurðssyni. Þeir notuðu skammbyssur og veiðin gekk hratt og vel fyrir sig. „Þetta eru róleg dýr en mjög stór.“ - fb / sjá síðu 34 Páll Reynisson veiðimaður: Sýnir risastóra vísunda í safni HJÁ VÍSUNDI Páll Reynisson hjá vísund- inum sem hann veiddi í Minnesota í Bandaríkjunum. MÁ LTÍÐ MÁN AÐA RINS Fréttablaðið er með 180% meiri lestur en Morgunblaðið. Allt sem þú þarft... MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTABLAÐIÐ 77,5% 27,7% Meðallestur á tölublað, höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í febrúar til apríl 2010. Ósáttar við Tiger Aftur-systur eru ósáttar við notkun Tiger-verslananna á slagorðinu Recycle or Die. fólk 34 Snorrastofa 10 ára Í tilefni afmælis Snorrastofu verður dagskrá um ferðir Snorra og tengsl við Noreg. tímamót 22 FLOTT SYÐRA Í dag verður víðast hæg norðaustlæg eða breytileg átt. Bjartviðri S- og V-lands en annars víða skýjað með köflum og þurrt að mestu. Allt að 20°C SV-lands. VEÐUR 4 15 17 13 14 14 Ódýrt og hollt nesti Kokkarnir Brynjar Eymundsson og Steinn Sigurðsson luma á góðum nestisráðum fyrir útileguna. land undir fót 6 HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisráðherra skoðar nú hvort koma skuli á fót opinberri lyfjaverslun hérlendis til að tryggja samkeppni. „Evrópska lyfjastofnunin hefur mælst til þess að ríki þar sem fákeppni ríkir á lyfjamarkaði hafi á sínum snærum einhvers konar opin- bera lyfjaverslun til að tryggja sam- keppni í þágu þjóðarhags og það er verið að skoða þetta ásamt öðru,“ segir Álfheiður Ingadóttir heilbrigð- isráðherra. Í EES-samningnum er heimild fyrir því að veita slíkum stofnunum markaðsleyfi fyrir lyf á grundvelli leyfa sem veitt hafa verið í öðrum EES-ríkjum. Þetta ákvæði hafa til dæmis Malta og Kýpur verið dugleg að nýta sér, með góðum árangri að sögn Álfheiðar. „Möguleikar stjórnvalda til að hafa áhrif á hvaða lyf eru á markaði eru takmarkaðir því ríkið er hvorki að flytja inn lyf né framleiða,“ segir hún. Opinber lyfjaverslun kynni að breyta þessu. Eftir sem áður þyrfti ríkið hins vegar að finna einhvern til að flytja inn lyfin fyrir sig. Lyfjaverslun ríkisins var einka- vædd í skrefum um miðjan tíunda áratuginn og síðan hafa reglulega komið upp hugmyndir um að end- urvekja hana. Álfheiður segir að ráðuneytið fylgist grannt með lyfjamarkaðnum hérlendis. Sveinn Rúnar Hauksson læknir gagn- rýndi harðlega í grein í Frétta- blaðinu í gær hvernig Actavis færi fram á lyfjamarkaði hérlend- is í krafti þess sem hann kallaði einokunarstöðu. Fyrirtækið tæki óhagkvæm lyf úr sölu, sjúklingum til óþæginda, og setti erlend sam- heitalyf síðar á markað á marg- földu verði. „Við höfum verið að fylgjast með þessu og skoða hvers vegna samheitalyfin eru dýrari hér en til dæmis í Danmörku, jafnvel þótt Actavis framleiði þau bæði,“ segir Álfheiður. - kóp, sh / sjá síðu 10 Opinber lyfjaverslun skoðuð hjá ráðherra Ráðherra íhugar að endurvekja Lyfjaverslun ríkisins til að tryggja samkeppni. Kannað er hvers vegna lyf frá Actavis eru á ólíku verði á Íslandi og í Danmörku. ORKUMÁL Stjórnvöld vilja snúa við einkavæðingu á orkufyrirtækjum og tryggja að þau verði að meiri- hluta í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Heimildir Fréttablaðsins herma að þar sé litið til norskrar löggjafar, sem tilgreinir að hið opinbera eigi að lágmarki þriðjung í orkufyrir- tækjum. Þessi stefnubreyting á rætur að rekja til óánægju hluta þingflokks Vinstri grænna með kaup Magma Energy á HS Orku, sem hefur nýt- ingarrétt á jarðvarmaauðlindum á Suðurnesjum til 65 ára. Jóhanna Sigurðardóttir forsæt- isráðherra sagði í gær að skipaður verði starfshópur til að kanna hvort kaup Magma standist lög. Hópurinn á einnig að gera úttekt á starfsum- hverfi orkugeirans. „Mér finnst þetta mikilvægur áfangi, það kemur skýrt fram sá ásetningur að halda orkugeiranum í samfélagslegri eigu,“ segir Guð- fríður Lilja Grétarsdóttir, þingmað- ur Vinstri grænna. - bj, kóp / sjá síðu 8 Stjórnvöld vilja tryggja að opinberir aðilar eigi meira en helming í orkufyrirtækjum: Íhuga að fara norsku leiðina PERSÓNUVERND Landspítalinn not- aði raunverulegar sjúkraskrár til að kenna á upplýsingakerfi sjúkra- hússins. Persónuvernd hefur skoðað málið og mælt fyrir um að framvegis verði eingöngu notaðar „gervisjúkraskrár“ til að kenna á upplýsingakerfið. Tæknimenn notuðu aðgangs- orð tveggja lækna til að kom- ast inn í skrárnar. Í bréfi Ólafs Baldurs sonar, framkvæmdastjóra lækninga, til Persónuverndar kemur fram að hvorki Landspít- alinn sjálfur, siðanefnd spítalans né Landlæknir hafi talið þörf á að láta tiltekinn sjúkling vita að skrá hans hafi verið skoðuð því það hafi verið gert í lokuðu rými frammi fyrir eiðsvörnum hópi og sjúkling- urinn ekki beðið skaða af því. - gar Persónuvernd herðir reglur: Tæknimenn lásu sjúkraskrár DJÚPIÐ Tökur hófust í gær á kvikmyndinni Djúpinu sem fjallar um harmleikinn við Heimaey árið 1984. Þá sökk skipið Hellisey með þeim afleiðingum að fjórir létust en Guðlaugur Friðþórsson vann það ótrúlega afrek að synda fimm kílómetra til Eyja. Ólafur Darri Ólafsson leikur Guðlaug en Baltasar Kormákur leikstýrir myndinni. STJÓRNMÁL Stefan Füle, stækk- unarstjóri ESB, lýsti yfir áhyggj- um af litlum stuðningi við aðild á Íslandi á ríkjaráðstefnu sambands- ins í gær, þar sem aðildarviðræður Íslands við ESB hófust formlega. Össur Skarphéðinsson utanríkis- ráðherra svaraði því til að reynsl- an sýndi að þjóðir litu inn á við þegar þær gengju í gegnum efna- hagslega erfiðleika. Füle sagði að ákvörðun Íslend- inga ætti að byggjast á staðreynd- um en ekki á goðsögnum og ótta. Ríkisstjórn Íslands ætti að kynna ESB á hlutlausan hátt fyrir Íslend- ingum. - mþl / sjá síðu 4 Aðildarviðræður hafnar: Áhyggjur af litlum stuðningi FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A N TO N Fyrsta tap meistaranna Fylkir vann í gær óvæntan 3-0 sigur á Val í Pepsi-deild kvenna. íþróttir 30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.