Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 6
6 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR FJÁRMÁL Seðlabanki Íslands segir að ýtrasta túlkun á nýlegum dómum Hæstaréttar um gengis- tryggð lán geti þýtt að ríkissjóð- ur þurfi að leggja allt að 160 millj- arða króna inn í bankakerfið í nýju eigin fé. Umboðsmaður Alþingis óskaði eftir skýringum á tilmælum Seðla- bankans og Fjármálaeftirlitsins um útreikninga á gengistryggðum lánum. Í tilmælunum fólst að fjár- málafyrirtæki ættu að miða við lægstu óverðtryggðu vexti Seðla- bankans. Í svari sínu undirstrikar Seðlabankinn að tilmælin séu ekki bindandi og til bráðabirgða þar til niðurstaða dómstóla um þennan þátt liggi fyrir. Seðlabankinn segir að málið muni geta haft mikil áhrif á láns- hæfi Íslands og traust á fjármála- kerfinu. Sú hætta geti skapast að erlendir aðilar endurmeti viðhorf þeirra til fjárfestinga á Íslandi til lengri tíma. Það myndi þýða minni erlenda fjárfestingu og verri kjör á erlendum lántökum og rýrari þjóð- artekjur í framtíðinni með áhrif- um á komandi kynslóðir. Að sögn Seðlabankans hefur töluvert áunnist eftir hrunið. „Verði ríkissjóður hins vegar fyrir jafnstóru áfalli og nefnt var hér að framan gæti það tafið framgang efnahagsáætlunarinnar um mörg ár,“ segir Seðlabankinn sem kveður það skyldu bankans og Fjármálaeftirlitsins að standa vörð um brýna almannahagsmuni „jafnvel þótt það kunni að stang- ast á við einkahagsmuni ákveðins hóps skuldara“. Fjármálaeftirlitið birti einnig í gær svar sitt til umboðsmanns. Þar er tekið í svipaðan streng. Segir að í kjölfar hvatningar frá Samtökum lánþega til innstæðueigenda um að taka fé sitt úr bönkum og til lán- takenda um að hætta að greiða af gengistryggðum lánum hafi skap- ast hættuástand sem tefldi fjár- málastöðugleika í tvísýnu. Seðlabankinn segir eftirlits- stofnanir stundum hafa verið of hikandi við að beita úrræðum. „Seðlabankinn og Fjármálaeftir- litið eru staðráðin í að læra af mis- tökum undanfarandi ára,“ segir bankinn sem kveðst hafa gefið út tilmælin umdeildu með vísan til lagaákvæðis um að stuðla að virku og öruggu fjármálakerfi. „Óvissan um vaxtakjör af áður gengistryggðum lánum í íslensk- um krónum, sem Hæstiréttur dæmdi ólögmæt, kann að koma sér vel fyrir einstök fyrirtæki og einstaklinga, en getur hins vegar haft hörmulegar afleiðingar fyrir þorra fólks, leiði hún til þess að fjármálafyrirtæki falli eða standi svo tæpt að ríkissjóður verði að leggja því til umtalsvert eigið fé. Seðlabankanum ber að líta til hagsmuna heildarinnar,“ segir Seðlabanki Íslands. gar@frettabladid.is Almannahagsmunir ástæða vaxtatilmæla Seðlabanki Íslands segir tilmælum vegna gengistryggðra lána ætlað að vernda stöðugleika fjármálakerfisins og hagsmuni almennings og til að hindra margra ára tafir á endurreisninni. Þetta kemur fram í svari til umboðsmanns Alþingis. BANKASTJÓRAR SEÐLABANKANS Arnór Sighvatsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabank- ans, og Már Guðmundsson seðlabankastjóri segjast í svari til umboðsmanns Alþingis hafa dregið þann lærdóm af hruninu að hika ekki við að beita úrræðum til verndar fjármálastöðugleika. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Vilt þú að þing verði rofið og boðað til kosninga í haust? JÁ 55,4% NEI 44,6% SPURNING DAGSINS Í DAG: Ert þú sáttur við niðurstöðu ríkisstjórnarinnar í Magma- málinu? Segðu þína skoðun á visir.is DÓMSMÁL Hússtjórnin við Gram- ercy Park á Manhattan, þar sem hjónin Jón Ásgeir Jóhannesson og Ingibjörg Pálmadóttir eiga íbúð- ir, gerði mun strangari kröfur um upplýsingar og veð en íslenska bankakerfið gerði nokkurn tíma. Þetta fullyrðir heimildarmaður New York Post, sem fjallaði um málið í gær. Fréttablaðið hefur greint ítar- lega frá deilunum um hússtjórn- argögnin í New York. Slitastjórn Glitnis hefur stefnt framkvæmda- stjóra húsfélagsins til að afhenda gögnin í tengslum við málarekst- urinn þar ytra gegn hjónunum og fimm öðrum sem taldir eru hafa valdið Glitni nánast ómældu tjóni með afskiptum sínum fyrir hrun. Telur slitastjórnin að í gögnun- um, sem krafist var þegar íbúðirn- ar voru keyptar, sé að finna mikil- vægar upplýsingar um eignastöðu Jóns Ásgeirs fyrir bankahrun og meint undanskot hans. Þá geti þau varpað frekara ljósi á tengsl stefndu við New York sem gæti kippt fótunum undan frávísunar- kröfu þeirra. Jón Ásgeir og Ingibjörg hafa mótmælt því harðlega að gögnin verði opinberuð og segja þau per- sónulegs eðlis. Von er á niðurstöðu í málinu á haustmánuðum. - sh Hússtjórn lúxusíbúðablokkar á Manhattan gerði miklar kröfur um upplýsingagjöf: Strangari en íslenska bankakerfið GRAMERCY PARK Íbúðirnar eru metnar á tvo og hálfan milljarð. Landsbankinn hefur nú leyst aðra þeirra til sín. SAMFÉLAGSMÁL Um tíu prósent íslenskra karlmanna, 15 ára og eldri, hafa einhvern tíma farið í áfengis- eða vímuefnameðferð á meðferðarheimilinu Vogi. Hlutfall kvenna í landinu er töluvert lægra, eða um fjögur prósent. Þetta kemur fram í ársskýrslu SÁÁ. Vogur hóf starfsemi sína árið 1984 og síðan þá hafa 60.524 komur verið skráðar og í árslok 2009 höfðu 20.579 einstaklingar, þar af 14.676 karlar og 5.903 konur innritast. Þýðir þetta að 39.945 koma aftur, sem er um 66 prósenta endurkomuhlutfall. Þórarinn Tyrfingsson, yfirlæknir á Vogi, segir hlutfall þeirra sem sækja eftirmeðferðir töluvert hærra en í fyrra. „Ástandið er mjög breytilegt eftir vikum og mán- uðum,“ segir Þórarinn. „En raunveruleg mynd verð- ur ekki komin á málin fyrr en eftir sumarleyfin. Nú liggur samfélagið í dvala.“ Eindregið er mælt með því að sjúklingar sæki einhvers konar eftirmeðferð eftir afeitrun á Vogi, annaðhvort á göngudeild eða á meðferðarheimilum. Af þeim 1.714 sjúklingum sem voru skráðir á Vog árið 2009, fór 1.131 í eftirmeðferð, sem þýðir að um 35 prósent sóttu enga eftirmeðferð. - sv Hátt hlutfall Íslendinga fer á meðferðarheimilið Vog einhvern tímann á ævinni: Tíu prósent karla fara á Vog SJÚKRAHEIMILIÐ VOGUR Um 66 prósent þeirra sjúklinga sem fara á Vog koma einhvern tímann aftur. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU VÍSINDI Vísindamenn sem vinna við sterkeindahraðal CERN undir fjöllunum á landamærum Sviss og Frakklands og gengur undir nafninu Stóra hvells-vélin vilja nú byggja nýjan og stærri hraðal. Vísindamennirnir kynntu þess- ar áætlanir sínar á ráðstefnu í París um helgina.Hinn nýi hraðall á að verða 50 kílómetra langur eða nær tvöfalt lengri en sá sem vís- indamennirnir nota núna. Kostn- aður við að byggja slíkan hraðal mun nema um 1.500 milljörðum króna. Vísindamenn við Cern: Vilja stærri Stóra hvells-vél KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.