Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 8
8 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR Barátta við fjármagnsöflin fram undan „Mér finnst þetta mikilvægur áfangi, það kemur skýrt fram sá vilji og ásetningur að halda orkugeiranum í samfélags- legri eigu, sem er gríðarlega mikilvægt til framtíðar,“ segir Guðfríður Lilja Grétarsdóttir, þingflokksformaður Vinstri grænna. Hún hefur verið afar gagnrýnin á kaup Magma Energy í HS Orku, og hótaði meðal annars að hætta að styðja ríkisstjórnina gengju kaupin eftir. „Ríkisstjórn getur ekki gengið að mínum stuðningi vísum ef hún ver ekki auðlindir landsins,“ segir Guðfríður. Hún segir að nú hafi ríkisstjórnin lýst því skýrt yfir að hún hyggist gera það. „En svo verðum við öll að gera okkur grein fyrir því að það verður háð hér barátta við fjár- magnsöfl að halda þessu á könnu samfélagsins.“ 1 Hvað heitir stækkunarstjóri Evrópusambandsins? 2 Á hvaða vefsíðu birtust yfir 90 þúsund leyniskjöl frá her Nató í Afganistan? 3 Hvað hefur Tryggvi Guð- mundsson skorað mörg mörk gegn Val í 20 leikjum á ferlin- um? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 34 UMHVERFI Mikið magn saurgerla mældist í neysluvatninu á Hveravöllum á föstudaginn var. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands vestra gaf þau tilmæli út til allra sem á svæð- inu væru að nauðsynlegt væri að sjóða allt drykkjarvatn og annað vatn sem neyta á. Mældust 180 E-kólígerlar í hverjum 100 milli- lítrum í neysluvatninu og segir Sigurjón Þórð- arson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, að magnið sé langt yfir því sem eðlilegt megi teljast. „Einn er of mikið,“ segir Sigurjón. „Þetta á ekki að sjást í neysluvatni.“ Búið er að setja upp skilti á svæðinu sem vara fólk við vatn- inu. Gunnar Guðjónsson hjá Ferðaþjónustunni á Hveravöllum segir niðurstöðurnar úr sýnun- um ekki koma á óvart og almennt vatnsleysi á staðnum hafi lengi verið vandamál. „Það er í raun ekkert nema heitt vatn hérna,“ segir hann. „Það stendur til að bora eftir betra vatni, en það er eins og annars staðar, það vantar peninga.“ Gunnar segir að oft megi taka betur á móti ferðamönnum á ýmsum stöðum á landinu eftir að miklum fjármunum hefur verið varið í markaðsmál. „Það verður að hugsa málin til enda,“ segir hann. - sv Heilbrigðisstofnun segir bráðnauðsynlegt að sjóða neysluvatn á Hveravöllum: Saurgerlar fundust í drykkjarvatninu HVERAVELLIR Mikið magn E-kólígerla mældist í neysluvatninu á Hveravöllum. ORKUMÁL Stjórnvöld telja vafa leika á því hvort kaup Magma Energy á HS Orku standist lög, og ætla að skipa nefnd óháðra sér- fræðinga til að fara í saumana á sölunni. Þar til nefndin skilar niður- stöðu sinni liggur ekki fyrir hvort kaup Magma Energy ganga eftir, sagði Jóhanna Sigurðardóttir for- sætisráðherra á fundi með fjöl- miðlafólki í gær. Nefndinni er einnig ætlað að rannsaka einka- væðingu í orkugeiranum almennt og starfsumhverfið í orkugeiran- um. Hópur þingmanna Vinstri grænna hefur undanfarið deilt harðlega á ríkisstjórnina fyrir að grípa ekki inn í kaup Magma á HS Orku. Magma Energy er kan- adískt félag, en fyrirtækjum utan Evrópska efnahagssvæðisins er óheimilt að fjárfesta í íslenskum orkufyrirtækjum. Magma stofn- aði því dótturfélag í Svíþjóð til að kaupa HS Orku, en dótturfélagið er að öðru leyti ekki með neina starfsemi í Svíþjóð. Steingrímur J. Sigfússon fjár- Stjórnvöld efast um að kaup Magma á HS Orku séu lögleg Ríkisstjórnin vill að opinberum aðilum verði tryggður meirihluti í orkufyrirtækjum. Nefnd mun fjalla um lögmæti kaupa Magma á HS Orku. Liggur ekki fyrir hvort Magma fær að kaupa segir forsætisráðherra. KYNNTU ÁFORM Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra og Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra kynntu áform ríkisstjórnar- innar í orkumálum á fundi í Stjórnarráðinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON málaráðherra sagði á fundinum að komi í ljós að samningur um kaup Magma á HS Orku sé mála- myndagerningur, eða að þar sé vísvitandi verið að sniðganga íslensk lög, beri stjórnvöldum skylda til að stöðva söluna. Sér- fræðinganefndin sem fjalla mun um kaupin á að skila niðurstöðu fyrir 15. ágúst. „Ríkisstjórnin er staðráðin í að vinda ofan af einkavæðingu innan orkugeirans og tryggja eftir megni að mikilvægustu orku- fyrirtæki landsins séu á forræði opinberra aðila,“ sagði Jóhanna í gær. Ríkisstjórnin hefur þegar hafið undirbúning að því að setja lög sem tryggja eiga opinbert eignarhald á orkufyrirtækjum. Heimildir Frétta- blaðsins herma að þar verði litið til reynslu Norðmanna í þessum efnum. Þar er lögfest að opinberir aðilar verði alltaf að eiga þriðjung af orkufyrirtækjum. Steingrímur sagði í gær að til stæði að festa opinbert eignarhald á fyrirtækjum sem hafi aðgang að orkuauðlindum í stjórnarskrá. Spurður hvort ríkið hafi bolmagn til að kaupa HS Orku sagðist hann telja að svo væri. Arðurinn af slík- um kaupum verði mikill til lengri tíma litið. Spurð hversu stóran hlut í orku- fyrirtækjum hún telji að einkaaðilar eigi að fá að eignast sagði Jóhanna það sína skoðun að sá hlutur nái aldrei helmingi. Ríki og sveitarfé- lög verði að eiga rúmlega helming fyrirtækjanna. Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, hefur sent for- svarsmönnum Magma Energy bréf, þar sem upplýst er um athug- un stjórnvalda á orkugeiranum. Þar kemur fram að ekki hafi verið tekin endanleg afstaða til fjárfestingar fyrirtækisins. brjann@frettabladid.is GUÐFRÍÐUR LILJA GRÉTARSDÓTTIR ÁSGEIR MARGEIRSSON Viðbrögð við ákvörðun stjórnvalda Reisa varnarmúr „Mér sýnist þetta stefna í mjög jákvæða átt,“ segir Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri grænna. „Ríkisstjórnin lýsir því yfir að hún ætli að vinda ofan af Magma-innrásinni inn í íslenskar auðlindir og jafnframt verði reistir varnarmúrar um orkufyrirtækin, og auð- lindirnar þar með, í nýrri löggjöf. Allt tel ég þetta vera mjög mikilvæg framfaraspor og fagna því að málið skuli komið í þennan farveg,“ segir Ögmundur. Hann segir þetta vissulega ekki endanlega niðurstöðu, en hann gefi sér að þetta verði ofan á. Verði það niður- staðan sé það afar jákvætt skref. - kóp Tjáir sig ekki Orkumál Ásgeir Margeirsson, framkvæmdastjóri Magma Energy á Íslandi, vildi í gær ekki tjá sig um yfirlýsingar forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar um kaup félagsins á HS Orku. „Við erum að skoða málið,“ sagði Ásgeir. Efnahags- og viðskiptaráðherra sendi Magma í gær bréf þar sem stefnubreyting ríkisstjórnarinnar er útlistuð. Ásgeir segir að viðbrögð séu væntanleg á næstu dögum. ÖGMUNDUR JÓNASSON STJÓRNMÁL Elías Jón Guðmunds- son, aðstoðarmaður menntamála- ráðherra, virðist hafa boðist til að leka upplýsing- um um stefnu- breytingu ríkis- stjórnarinnar í orkumálum til blaðamanns Viðskiptablaðs- ins áður en málið var kynnt á blaðamanna- fundi í gær. Í tölvupósti sem birtur er á vef Grapevine-blaðsins leggur Elías til að hann leki upplýs- ingum til blaðamannsins. „Þannig getum við sett fókusinn á eitthvað eitt atriði sem við viljum að fjöl- miðlar séu fókuseraðir á þegar þeir mæta á fundinn,“ segir þar. Elías sagði við Vísi í gær að hann hafi aldrei sent póstinn. Grapevine segir bandarískan blaðamann hafa fengið póstinn, að því er virðist fyrir mistök. - bj Virðist hafa ætlað að leka: Segist ekki hafa sent póstinn ELÍAS JÓN GUÐMUNDSSON Icelandair í nýtt samstarf Icelandair hefur náð samkomulagi við bandaríska flugfélagið Alaska Airlines um margháttað samstarf. Í samstarf- inu felst að flug Alaska Airlines frá Seatlle verða tengd flugum Icelandair, svo viðskiptavinir geta flogið með félaginu á flugnúmerum Icelandair. SAMGÖNGUMÁL VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.