Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 12
12 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR BANDARÍKIN Mjög erfitt mun reyn- ast að vinna stríðinu í Afganist- an aukins fylgis meðal almenn- ings, eftir að 90 þúsund leyniskjöl um stríðið voru birt á heimasíðu WikiLeaks. Þingmenn hafa einnig viðurkennt að stuðningurinn fari minnkandi á þinginu. Bandaríkjaþing fjallaði í gær um 60 milljarða dollara fjárfram- lag til stríðsrekstursins. Gögnin sem WikiLeaks birti um helgina flækja þá umræðu enn frekar og er óttast að stuðningur við stríð- ið á þinginu fari þverrandi. Þó var búist við því að fjárframlögin yrðu samþykkt. Stjórnmálaskýrendur í Banda- ríkjunum segja nú að Barack Obama hafi um tvo kosti að velja; annars vegar að sannfæra þingið og almenning um að áform hans um stríðið séu á réttri leið og skili árangri, og hins vegar að hefja brottflutning hermanna og minnka umsvif Bandaríkjanna í Afganist- an til muna. Þónokkrir háttsettir embættismenn í stjórn Obama hafa þó lýst yfir vonum sínum um að lekinn geti einnig komið sér vel. Vegna hans verði hægt að þrýsta á um betra og einlægara samstarf við pakistönsku ríkisstjórnina, annars gæti þingið dregið fjár- stuðning við landið til baka. Birting leyniskjalanna um stríð- ið hefur þegar valdið gríðarleg- um skaða, að mati Michaels Hay- den, fyrrverandi yfirmanni CIA. Ómetanlegt sé fyrir andstæðinga Bandaríkjamanna að fá innsýn inn í störf leyniþjónustunnar og hers- ins með þessum hætti. Þá gagnist lekinn einnig löndum eins og Kína og Rússlandi. Áður hafði talsmað- ur Bandaríkjaforseta sagt skjölin ógna verulega öryggi bandarískra hersveita í landinu. Stofnandi WikiLeaks, Julian Assange, hefur varið birtingu skjalanna og segir að viðkvæmar upplýsingar sem varða einstakl- inga eða áætlanir stjórnvalda hafi verið fjarlægðar úr skjölun- um. Þá hafi fimmtán þúsund skjöl ekki verið birt vegna þess að þau gætu stofnað áætlunum og lífi uppljóstrara í hættu. Hvíta húsið rannsakar nú með hvaða hætti skjölunum var lekið og hver beri ábyrgð á því. thorunn@frettabladid.is Erfitt verður að afla stuðn- ings við stríðið í Afganistan Eftir birtingu leyniskjala þarf Bandaríkjaforseti að sannfæra þing og almenning um að stríðið í Afganistan sé á réttri leið. Skjölin veita andstæðingum Bandaríkjanna innsýn í störf leyniþjónustu og hersins. Í AFGANISTAN Leyniskjölin sýna að fjölda alvarlegra tilvika hefur verið haldið leyndum fyrir almenningi og að mannfall sé mun meira en látið hefur verið uppi. Þessir bandarísku hermenn voru við störf í Afganistan á mánudag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP GRINDAVÍK Róbert Ragnarsson hefur verið ráðinn bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Laun Róberts verða 900 þúsund krónur á mánuði, auk þess sem hann hefur íbúð í Grindavík til afnota á meðan ráðningartími hans gildir. Þá fær nýr bæjar- stjóri greitt samkvæmt akstursbók og aðeins fyrir akstur utan Grindavíkur, að því er segir á vef Víkurfrétta. Róbert starfaði áður sem sveitar- stjóri í Vogum. - kh Nýr bæjarstjóri í Grindavík: Róbert ráðinn sem bæjarstjóri RÓBERT RAGNARSSON Hafðu samband HERÆFINGAR Í GANGI Kafbáturinn USS Tuscon leiddi þrettán skipa flota á heræfingum Suður-Kóreu og Banda- ríkjanna í gær. Æfingunum lýkur í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.