Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 28. júlí 2010 13 FRAKKLAND Franska lögregl- an hefur yfirheyrt ríkustu konu landsins, Liliane Betten- court, erfingja L’Oréal-snyrti- vöruframleiðandands, vegna ásakana um að hafa ekki stað- ið skil á sköttum, og veitt ólög- lega styrki til stjórnmálaflokka. Lögreglan heimsótti hina 87 ára gömlu Bettencourt á heimili henn- ar í París í fyrradag og spurði hana meðal annars út í banka- reikninga í Sviss og meint skatta- skjól hennar á Seychelles-eyjum. Lögreglan hóf rannsókn á mál- inu eftir að leynilegar upptökur frá fyrrverandi bryta Bettencourt voru birtar í frönskum fjölmiðl- um. Í síðustu viku yfirheyrði sak- sóknari Eric Woerth, ráðherra úr Verkamannaflokknum, vegna máls- ins. Að sögn lögfræðings hefur Betten court stöðu vitnis í málinu. Á upptökunni má heyra Betten- court og fjármálaráðgjafa hennar ræða um hvernig koma megi skatta- undanskotum á bankareikninga í Sviss sem og hvernig hún hafi stutt forsetaframboð Nicolas Sarzkosy árið 2007 með peningagjöfum, sem fóru yfir leyfilegt hámark. Woerth var einn þeirra sem sá um fjáröfl- un framboðsins. Sarkozy og Woerth hafa báðir neitað sök í málinu. - kh Lögreglan rannsakar meint skattaundanskot hjá ríkustu konu Frakklands: Yfirheyrðu erfingja Ĺ Oréal LILIANE BETTENCOURT Erfingi L´Oréal- fyrirtækisins var yfirheyrð af lögreglu vegna málsins í fyrradag. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRETLAND, AP Olíufélagið BP tapaði sautján milljörðum dollara, eða um 2.060 milljörðum króna, á öðrum ársfjórðungi í ár. Þetta er í fyrsta skipti í átján ár sem taprekstur er á fyrirtækinu. Á sama tíma í fyrra var hagnaðurinn 4,4 milljarðar doll- ara, eða um 530 milljarðar króna. Kostnaður fyrirtækisins vegna olíulekans á Mexíkóflóa í apríl er orðinn rúmir 32 milljarðar dollara. Til þess að standa straum af þess- um kostnaði ætlar fyrirtækið að selja eignir fyrir um 30 milljarða á næstu átján mánuðum. Hlutabréf í fyrirtækinu hafa lækkað um 35 prósent frá því að sprenging varð á olíuborpalli hinn 20. apríl, sem markaði upphaf lekans. Tilkynnt var formlega í gær að forstjóri fyrirtækisins, Tony Hayward, muni láta af störfum 1. október næstkomandi. Í hans stað kemur Bandaríkjamaðurinn Robert Dudley, sem hefur starfað fyrir fyrirtækið í Bandaríkjunum. Hann tapaði forstjóraslagnum fyrir Hayward fyrir þremur árum. Frá- farandi forstjórinn fær 1,6 millj- ónir dollara í starfslokasamning. Hann sagði í yfirlýsingu í gær að rétt væri fyrir fyrirtækið að halda áfram undir stjórn nýs leið- toga. Hann muni jafnframt alltaf finna til ábyrgðar vegna slyssins í apríl, sama hverju um hafi verið að kenna. - þeb Forstjóri olíurisans hættir og taprekstur er á fyrirtækinu í fyrsta sinn í átján ár: BP tapaði ríflega tvö þúsund milljörðum OLÍULEKINN Tekist hefur að stöðva olíulekann tímabundið en ekki verður mögulegt að loka borholunni endanlega fyrr en í ágúst í fyrsta lagi. VÍN, AP Talsmaður Sameinuðu þjóðanna í pyntingum og refsing- um, Manfred Nowak, óttast að alnæmisfaraldur muni brjótast út í fangelsum um allan heim. Þetta sagði Nowak í ræðu sinni á alþjóðlegri ráðstefnu um alnæmi í Austurríki um helgina. Hann telur að mörg fangelsi séu gróðrarstía fyrir alnæmi vegna ómannúðlegra aðstæðna. Fangar deili rakvélum og sprautunálum auk þess sem tíðni nauðgana sé há innan veggja flestra fangelsa í heiminum. Veiran eigi því auð- velt með að berast milli manna. Nowak segir að bregðast verði við svo að heimsfaraldur brjótist ekki út innan nokkurra ára. - áp Ráðstefna um alnæmi: Óttast faraldur í fangelsum RÚMENÍA Sjö menn létu lífið þegar ísraelsk herþyrla flaug á fjall í Rúmeníu í gær. Sex mannanna voru ísraelskir en sá sjöundi rúm- enskur. Þyrlan var önnur af tveimur sem tóku þátt í heræfingum með rúmenska flughernum. Ísraelar hafa stundað heræfingar með Rúmenum síðan árið 2004. Þegar slysið varð voru þyrlurnar að æfa lágflug. Ísraelar æfa með herjum all- nokkurra Evrópuþjóða og auk þess Bandaríkjanna. - ót Sjö létust á heræfingu: Þyrla flaug á fjall í Rúmeníu DANMÖRK Skipuleggjendur Hróars- kelduhátíðarinnar þrýsta nú á að rannsóknir verði gerðar á því hvernig hægt sé að koma í veg fyrir slys við mannfagnað eftir að tuttugu létust í ástargöngunni í Duisburg á laugardag. Yfirmaður öryggismála á Hró- arskeldu segir að áður hafi verið reynt að fá fjármagn til rannsókna. Styrkbeiðnum hafi hingað til verið hafnað, síðast af Evrópusamband- inu mjög nýlega. Níu manns létust í troðningi á tónleikum á Hróars- keldu fyrir tíu árum. - þeb Slys á hátíðum: Öryggi á Hró- arskeldu skoðað „Allir vinna“ er hvatningarátak s em miðar að því að hleypa kraft i í atvinnulífið á Íslandi. Þeir sem ráðast í framkvæmdir við eigið íbúðarhúsnæði eða sum arhús eiga rétt á 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti af vinnu á verkstað. Að auki fæ st lækkun á tekjuskatts- stofni, sem getur numið allt að 300.000 krónum. Arion banki býður nú viðskipta vinum sínum hagstæð lán til a ð styðja við átakið.* ** * Lánin eru veitt til einstaklinga með góða greiðslugetu ** 3% lægra en óverðtryggðir kjörvextir Arion banka skv . vaxtatöflu Við ætlum að gera betur FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.