Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 16
16 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 B örnum sem greind eru ofvirk hefur fjölgað verulega á undanförnum árum. Skýringin á því er sjálfsagt ekki einhlít. Hugsanlegt er að ofvirkum börnum hafi fjölgað með breyttri og á einhvern hátt minna sveigjanlegri sam- félagsgerð. Sömuleiðis er það skoðun margra að breyttar neysluvenjur geti valdið ofvirkni hjá börnum. Líklegt verður þó að teljast að fyrst og fremst sé um að ræða minnkandi sveigjanleika og umburðarlyndi gagnvart frávikum í hegðun barna. Þetta á þá ekki síst við hegðun sem fylgir mikið áreiti á umhverfið, er jafnvel verulega hávaðasöm og ögrandi. Íslenskum börnum er gefið til muna meira af lyfjum við ofvirkni en tíðkast í öðrum lönd- um. Þarna er ekki um neinn smá- vegis mun að ræða því sænskum börnum er til dæmis aðeins gef- inn inn þriðjungur af því magni ofvirknilyfja sem íslenskum börnum er gefið. Milli áranna 2008 og 2009 jókst notkun ofvirknilyfja um sex- tán prósent hér á landi. Þetta er umhugsunar- og áhyggjuefni af mörgum ástæðum. Vissulega draga lyfin í mörgum tilvikum úr ofvirknieinkennunum og börnum sem lyfin taka gengur til dæmis iðulega betur að aðlagast í skóla eftir að þau eru komin á lyf. Það getur svo leitt til þess að líðan, félagsleg færni og námsárangur batnar. Þetta er þó aðeins önnur hliðin á peningnum. Þórarinn Tyrfings- son, yfirlæknir á Vogi, benti á í fréttum RÚV í gær að misnotkun á ofvirknilyfinu Rítalíni hefði aukist á síðustu mánuðum. Þórarinn kveður lyfið mjög hættulegt og bendir á að það valdi stjórnlausri fíkn, auk þess sem notkun þess fylgi hætta á HIV-smiti vegna þess hversu algengt sé að því sé sprautað í æð. Vitað er að Rítalín er eftirsótt efni í eiturlyfjaheiminum og gengur þar kaupum og sölum. Til mikils hlýtur því að vera að vinna að draga úr umferð efnisins. Það er ábyrgðarhluti að taka þá ákvörðun fyrir hönd barns að setja það á svo hættulegt lyf sem Rítalín er og það getur ekki verið nauðsynlegt að nota það svona mikið hér á landi ef nágrannaþjóðir okkar komast af með mun minni notkun lyfsins. Ofvirk börn þarfnast meiri aðhlynningar en þau börn sem ekki eru ofvirk. Þá aðhlynningu fá þau heima hjá sér og í skólum og leikskólum. Með því að veita foreldrum aukinn stuðning og fræðslu og búa til sérstaka námskrá sem styður við og örvar ofvirkt barn í leikskóla og skóla, og í einhverjum tilvikum leggja því til aukinn mannskap, má áreiðanlega minnka notkun Rítalínsins. Þegar upp er staðið, og að teknu tilliti til alls þess miska sem hin gríðarlega umferð Rítalíns í samfélaginu veldur, er óvíst að slík leið reyndist kostnaðarsamari en lyfjaleiðin. Það sem höfuðmáli skiptir er að ofvirk börn þrífist og fái notið sín og þroskast, rétt eins og öll önnur börn. Í einhverjum tilvik- um er áreiðanlega nauðsynlegt að þeim séu gefin lyf um lengri eða skemmri tíma til þess að svo megi verða. Hitt er jafnvíst að mörg- um þessara barna má mæta með aukinni þjónustu og aðhlynningu. Í þeim tilvikum hlýtur að vera eftirsóknarverðara að komast hjá lyfjagjöf. HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fátt er fullfrísku fólki jafn mikið böl og atvinnuleysi. Á fyrri hluta þessa árs var atvinnuleysi ungs fólks rúmlega 20%. Þetta eru svo sláandi tölur að ekki verð- ur við unað. En hvað er til ráða? Margt má læra af reynslu Norðurlandanna á 10. ára- tugnum og þá sérstaklega Finna, þar sem atvinnuleysi meðal hinna yngstu fór upp í 35%. Afleiðingarnar urðu félagsleg úti- lokun þar sem stór hluti heillar kynslóðar ungs fólks festist í atvinnuleysi og fátækt. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir að þetta ger- ist hér á landi. Ríkisstjórnin hefur kynnt ýmsar aðgerð- ir til að efla atvinnulífið. Í febrúar var kynnt átak í atvinnumálum undir yfir- skriftinni „Ungt fólk til athafna“ sem nær til ungra atvinnuleitenda um allt land. Nokkrum sinnum hefur ríkisstjórnin kynnt viðamiklar tillögur í atvinnumálum þar sem fleiri þúsund störfum hefur verið lofað, m.a. með Búðarhálsvirkjun og orku- frekum iðnaði, eflingu kvikmyndagerðar og ofanflóðavörnum í Neskaupstað. Blaða- mannafundirnir hafa verið nokkrir, en árangurinn hefur látið á sér standa. Ráða- leysi og ágreiningur innan ríkisstjórnar- innar þegar kemur að því að fjölga störfum hefur verið allsráðandi. Stjórnarflokkarn- ir tala út og suður og ráðherrar senda hver öðrum tóninn í fjölmiðlum. Þetta getur ekki gengið svona áfram. Unga fólkið okkar á betra skilið. Ísland á betra skilið. Allir verða að taka höndum saman gegn hinu mikla böli, atvinnuleysi. Ríkisstjórn, sveitarfélög, aðilar vinnumark- aðarins og minnihlutinn á Alþingi geta ekki vikið sér undan ábyrgð í þessu máli. Því miður vill stjórnarandstaðan oft gleymast þegar kemur að því vinna málin frá grunni. Átakapólitík hefur einkennt Alþingi og ungir og ferskir þingmenn hafa tekið upp starfsaðferðir þeirra eldri. Takmarkaður áhugi hefur ríkt á því hjá forystufólki ríkis- stjórnarinnar, þeim Jóhönnu Sigurðardótt- ur og Steingrími J. Sigfússyni að innleiða ný vinnubrögð. Við þinglok í sumar var gert samkomulag um að tillögur framsóknarmanna um þjóð- arsátt verði teknar til skoðunar í efnahags- og skattanefnd Alþingis og umsagnar leitað víða að úr þjóðfélaginu. Með aukinni sam- vinnu í íslensku þjóðfélagi og nýrri þjóðar- sátt er ég sannfærður um að við munum ná meiri árangri í endurreisn Íslands. Við verðum að minnka atvinnuleysið og það gerum við ekki öðruvísi en með sam- hentu átaki gegn þessu einu mesta böli hvers einstaklings. Þjóðarsátt gegn atvinnuleysi Atvinnumál Birkir Jón Jónsson varaformaður Framsóknar- flokksins Ósykrað Hollur barnamatur fyrir 12 mánaða og eldri www.barnamatur.is Fjölbreytt og gott veganesti fyrir lífið „Tussufínt“ Tölvuskeyti Elíasar Jóns Guðjónssonar, aðstoðar- manns menntamálaráð- herra, komst í fréttir í gær. Þar sagði Elías að hann sæi tækifæri í að leka upplýsingum um nýjustu vendingarnar í Magma- málinu. Skeytið rataði í fjölmiðla fyrir mistök. Athygli vakti að Elías Jón notaði orðið „tussu- fínt“ til að lýsa ánægju sinni með málið. Það á sér hins vegar eðlilegar skýringar. Norska leiðin? Ríkisstjórnin vill vinda ofan af einka- væðingu í orkugeir- anum og hefur ákveðið að kanna „norsku leiðina“ í þeim efnum. Það rímar við orðaval Elíasar Jóns því í Noregi starfar orkufyrir- tæki sem heitir einmitt Tussa (sjá tussa.no). Hann hefur væntanlega verið að vísa til þess. Veikara á meðan? Ólíkt hafast þau að samtökin Evr- ópuvaktin og Sterkara Ísland. Það fyrrnefnda samanstendur af fólki sem er á móti inngöngu Íslands í ESB en síðarnefndi félagsskapurinn er hlynntur inngöngu. Tímamót urðu í þessu mikla hagsmunamáli í gær þegar aðildarviðræður Íslands og ESB hófust formlega. Evrópuvaktin var á vaktinni og greindi frá þessu á heimasíðu sinni. Á vef Sterkara Ísland var hins vegar ekki minnst á tíðindin, því Sterkara Ísland er í sumarfríi. bergsteinn@frettabladid.is Íslendingar nota miklu meira af ofvirknilyfjum en nágrannaþjóðirnar. Leikur að eldi

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.