Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 24
 28. JÚLÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR4 ● fréttablaðið ● land undir fót Góður nætursvefn er ekki sjálfgef- inn í tjaldútilegunni og lenda sumir í því að koma jafnvel ekki dúr á auga. Ef ætlunin er að tjalda til meira en einnar nætur borgar sig því að vera búinn öðru en litlu kúlutjaldi og þunnum svefnpoka því annars getur fríið hæglega breyst í hreina martröð. Góð tjalddýna skiptir sköpum enda einangrar hún bæði fyrir kulda og sér til þess að undirlagið sé hæfi- lega mjúkt. Frauðplastdýnur, sjálf- upplásanlegar dýnur og vindsæng- ur koma oftast að góðum notum og má jafnvel leggja frauðplastdýnurn- ar tvöfalt. Svefnpokinn ætti ekki að vera af ódýrustu gerð enda allra veðra von á Íslandi og getur hitastigið hæglega farið undir frostmark um hásum- ar. Veltið fyrir ykkur fyllingunni sem hefur mikið að segja og spyrjið hvort pokinn sé með vel einangraðan rennilás. Dúnpokar fást í miklu úr- vali og halda hita í þónokkru frosti. Þeir eru léttir en mega hins vegar ekki blotna svo ef hætta er á því geta trefjapokar hentað betur. Góður koddi og ullar- eða flísteppi til að breiða yfir sig ef með þarf ætti síðan að tryggja góðan svefn, meira að segja í litlu og léttu tjaldi. - ve Sofið á sínu græna Það eiga ekki allir jafn auðvelt með að sofa í tjaldi. NORDICPHOTOS/GETTYR Við öllu búin Ef sólin lætur á sér kræla ætti kælitask- an með íspinnum og tilheyrandi alltaf að vera innan handar. Europris, 990 krónur. Fortjald á hjólhýsi. Seglagerðin Ægir, 159.000 krónur. Skyggni á felli- eða hjól- hýsi. Seglagerðin Ægir, 159.000 krónur. Rafmagnshitari. Ell- ingsen, 22.400 krónur. Skyggni á tjald- vagn. Ellingsen, 45.750 krónur með afslætti. Grillið gefur heitt og gott í kroppinn. Europris, 35.990 krónur. Spáin fyrir verslunarmannahelgina er heldur köflótt og því er gott að vera við öllu búin. Við felli- og hjólhýsin, sem verða án efa tekin fram í stórum stíl, er hægt að bæta bæði markísum og fortjöld- um sem gefa möguleika á útiveru þrátt fyrir jafnvel rigningu og rok. Undir skyggnunum má grilla, sitja að snæðingi og jafnvel taka í spil í skjóli fyrir veðri og vindum. Fortjöldin gefa síðan enn meiri möguleika auk þess sem þau stækka fellihýsið, oft um allt að helming. Gashitarar gera svo gæfumuninn og gera fólki kleift að sitja úti langt fram á nótt. - ve

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.