Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 26
 28. JÚLÍ 2010 MIÐVIKUDAGUR6 ● fréttablaðið ● land undir fót Enginn ratar eins þunnur Nýja tækniundrið frá Garmin Nüvi 3790 Fylgdu þeim fremsta! Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogi | S: 577 6000 | www.garmin.is Zoom-takkar Sparakstur Örnefni birtast á korti Aðeins 8.95mm Hámarkshraði á veg sem ekið er á Tilboðsverð 94.900 með Íslandskorti Oregon 450 Vinsælasta útivistartækið landslaginu. Kr. 74.900 Dakota 20 stóra útivistartæki Kr. 59.900 Nüvi 1490TV 5” sjónvarpstæki. Kr. 74.900 Nüvi 1350 Vinsælasta leiðsögutækið á aðeins kr. 39.900 með Evrópukorti. GARMIN BÚÐIN Áður en haldið er í helgarúti- leguna er heillaráð að útbúa nesti sem verður, þegar upp er staðið, mun hollara og ódýrara en það sem keypt er í sjopp- unum. Matreiðslumeistararnir Brynjar Eymundsson og Steinn Óskar Sigurðsson luma á góð- um ráðum. „Ég man að þegar ég var að fara á Atlavíkurhátíðirnar í gamla daga nestaði Lukka mamma mig með fullu boxi af samlokum með eggj- um sem voru steikt á báðum hliðum. Þetta sló þvílíkt í gegn hjá okkur ungl- ingunum og ef beikoni var stungið á milli sneiðanna líka urðu samlokurnar enn stórkostlegri,“ segir Brynjar Eymundsson, matreiðslumeistari og eigandi hins nýja veitinga- staðar Höfnin niðri við Reykjavík- urhöfn. Hann vill líka ráðfæra sig við yfimatreiðslumann staðarins, Stein Óskar Sigurðsson, og saman mæla þeir með íslenskri kjötsúpu með öllu í. „Það er upplagt að frysta hana í plastdöllum áður en haldið er af stað og nýta hana sem kælingu í nestisboxinu meðan hún þiðnar. Þá er hún fín á laugardag, sunnudag,“ bendir Steinn á. Þeir félagar segja líka frábært að grilla sér laxasneið og pensla með barbecuesósu, setja hana í hamborgarabrauð ásamt sýrð- um rjóma og tómatsalati. „Svo eru lambakótilettur sívinsælar í ferðalagið og girnilegar kaldar, til dæmis með kartöflusalati og græn- meti,“ heldur Brynjar áfram. „Það er líka hægt að bregða þeim á ein- nota útigrill og vera þannig snöggur að fá dýrindis heita máltíð með lítilli fyrirhöfn. Að sjálf- sögðu á fólk svo að hafa með sér klein- ur og annan heima- bakstur til að slá á snakkkaupin.“ Þótt þeir félagar sjái ekki fram á stórútileg- ur um helgina þar sem annrík- ið er mikið í Höfninni þá geta þeir greinilega sett sig í spor þeirra sem eru í útileguskapi og Steinn kemur með síðustu þjóðráðin í þessum pistli: „Það getur verið gott að sleppa létt frá matargerð- inni í útilegunni með því að kaupa eitthvert tilbúið salat, til dæmis kartöflusalat, og blanda sjálfur í það rifnum steiktum kjúklingi eða einhverju öðru kjöti, ásamt síðasta gúrkubitanum og tómatinum sem til er í ísskápnum áður en útidyra- hurðin lokast á leið í fríið.“ - gun Samlokurnar hennar Lukku mömmu slógu alltaf í gegn Þeir Brynjar og Steinn klikka ekki þegar kemur að nestisráðleggingum til þeirra sem eru á leið í helgarútileguna. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ● TORTILLA MEÐ HOLLU ÁLEGGI Meðal þess sem fljót- legt er að búa til áður en lagt er upp í langferð og er lystugt þegar komið er á leiðarenda eru tortillarúllur með fersku græn- meti, osti og góðri skinku eða öðru kjöt- eða fiskáleggi. Tort- illapönnukökur stórar: Skinka eða annað álegg-Ostur-Ferskt og gott salat-Rauð paprika-Tóm- atar-Mexíkósk ostasósa. Sósunni er smurt á tortillakökuna. Kál, paprika, tómatar, kjöt- eða fisk- meti og ostur er lagt ofan á og kökunni rúllað upp þéttingsfast. Svo má skera kökuna í netta bita ef fólk vill.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.