Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 29
MIÐVIKUDAGUR 28. júlí 2010 3 Gerði í Suðursveit er einn þeirra bæja sem starfa undir merkjum Ferðaþjónustu bænda. „Við höfum rúm fyrir 70 manns í gistingu í íbúðarhúsi og fjór- um smáhýsum og bjóðum upp á morgun- og kvöldverð fyrir okkar gesti,“ segir Björn Borgþór Þor- bergsson, ferðaþjónustubóndi í Gerði í Suðursveit, inntur eftir þjónustunni. „Ég byggði við húsið í vor, stækkaði borðsalinn, bjó til nýtt eldhús og fjölgaði herbergjum á efri hæðinni. Það var mjög þarft til að betrumbæta alla aðstöðu,“ tekur hann fram. Björn Borgþór segir alltaf eitt og eitt herbergi laust en annars mjög vel bókað fram í miðjan sept- ember. „Eldgosið hafði lítil áhrif á aðsóknina hér. Það voru nokkrir sem afbókuðu í maí en aðrir hafa skilað sér vel,“ segir hann. Gerði stendur á sömu torfu og Breiðabólsstaður, Hali og Þór- bergssetur og blasir við frá þjóð- vegi 1. Skammt er niður á bakka Breiðabólsstaðarlónsins og hand- an þess er sandfjara sem Atlants- hafið svarrar við. Steinafjall gnæf- ir tignarlegt í norðri, í vestri ber Öræfajökul við loft en í austri slær bláma á hornfirsk fjöll. Auk ferðaþjónustunnar í Gerði leigir Björn Borgþór út gistipláss fyrir 70 manns á Hrollaugsstöðum í skólahúsi og heimavist. - gun Byggði við í vor Gerði stendur í grænu túni, með Steinafjall á aðra hönd og Breiðabólsstaðarlónið á hina. FRÉTTABLAÐIÐ/GUN Náttúruvika stendur nú yfir á Reykjanesi. Náttúruvika á Reykjanesi hófst sunnudaginn 25. júlí og stendur til 2. ágúst. Í náttúruvikunni verð- ur margt náttúrutengt í boði eins og gönguferðir, fuglaskoðun, sjó- stangveiði, fjöruferðir og plöntu- greining. Náttúruvikan er samstarfsverk- efni menningarfulltrúa Grinda- víkur, Garðs, Sandgerðis, Voga, Reykjanesbæjar og sjf menning- armiðlunar og er styrkt af Menn- ingarráði Suðurnesja. Nánari upp- lýsingar er að finna á vefslóðinni natturuvika.is. - eö Náttúran í návígi Fjöruferðir eru meðal þess sem verður í boði í náttúruviku. Átta tegundir spen- dýra finnast á landi á Grænlandi. Það eru ísbirnir, sem eru þó oftar á ís á hafi úti en á landi, hreindýr sem eru algeng á Vestur- Grænlandi, sauðnaut og hreysikettir á norð- austurhluta landsins, heimskautarefir sem eru algengir um alla strandlengjuna, úlfar sem lifa hér og þar á norður- og norðaust- urhlutanum, pólhérar sem eru algengir víða um landið og kraga- læmingjar sem eru einu nagdýrin sem eru upprunaleg. is. wikipedia.org Bókmenntaganga um Voga og Heima fer fram á morgun. Sólheimasafn Borgarbókasafnsins efnir til bókmenntagöngu í nágrenni safnsins á morgun. Í göngunni verða Vogar og Heimar kynntir sem heimaslóðir skálda, en fjölmörg þeirra hafa búið í hverfinu. Byggð hófst í Langholtshverfi árið 1940 og var það lengi vel eitt helsta úthverfi bæjarins. Út frá því mynduðust svo Vogar og Heimar á síðari hluta fimmta áratugarins. Sólheimablokkirnar, sem standa við hlið Sólheimasafns, voru helstu háhýsi Reykjavíkur á sínum tíma og koma meðal annars við sögu í skáldskap Einars Más Guðmunds- sonar, eins fyrrverandi íbúa hverf- isins. Aðrir höfundar sem koma við sögu í göngunni ólust ýmist upp í hverfinu eða fluttu þangað síðar á ævinni. Arngrímur Vídalín og Þórhallur Þórhallsson leiða gesti um heima- slóðir skáldanna og verður lesið úr verkum þeirra á völdum stöðum. Gengið verður frá Sólheimasafni og hefst gangan klukkan 20. - ve Á skáldaslóðum í göngunni verða Vogar og Heimar kynntir sem heimaslóðir skálda. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA HELGADÓTTIR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.