Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 36
24 28. júlí 2010 MIÐVIKUDAGUR BAKÞANKAR Þórunnar Elísabetar Bogadóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Er þetta fugl? Þekkirðu ekki neinn annan teiknimynda- söguhöfund? Engan! Ég er einamana úlfur! Lars Ludvik? Karne Haa- land? Nei og nei! Þekkir þú engan? Jú! Ég þekki Pondus! Hann rekur þennan stað! Hefur hann eitt- hvað með mynda- sögur að gera? Nei, strangt til tekið ekki. En ég er að spá í að semja seríu sem gerist á barnum og fjallar um Pondus og vini hans! Það hljómar ekki vel! Kannski ekki! En sérðu ekki möguleikana í því? Ekki meiri mjólkurhrist- ing handa þér! Einu sinni tókum við vinur minn eldspýturn- ar hans úr eldhúsinu. Svo stálum við sígarettum frá frænda hans og fórum á bak við húsið. Og...? Við skömmuð- umst okkar og létum mömmu hans fá retturnar. Ekki svo sorgleg að ég geti byrjað að spila blús! Þetta er tragísk saga sólarmegin úr lífinu. Þú hefur rétt fyrir þér. Ég er ekki tilbúin til að eignast barn. Þannig að þangað til það ger- ist þá verð ég að sætta mig við heimsku vinnuna mína, ávinninginn sem fylgir henni og fáránlega háu launin. Þetta er flugvél! Klárlega fugl! .................................................................................... Vinningar afhendir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. SENDU SMS SKEYTIÐ ESL KK Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ MIÐA! FULLT AF AUKAVINNINGUM TÖLVULEIKIR • DVD MYNDIR · GOS OG MARGT FLEIRA! 10. HVERVINNUR! VILTU VINNA MIÐA? WWW.SENA.IS/KARATE Fram undan er eitt af þessum stórlega ofmetnu íslensku fyrirbrigðum; versl- unarmannahelgin. Verslunarmannahelg- in skipar sér í sveit með áramótunum sem ofmetnustu atburðir ársins í mínum huga, atburðir sem fólk bindur þvílíkar vonir við að verði stórkostlega skemmtilegir en standa sjaldnast undir þessum vænting- um. Reyndar eru bæði verslunarmanna- helgar og áramót hin ágætasta skemmtun, en aðeins ef væntingum til þeirra er stillt í lágmark. Þá fyrst verður gaman. ÞAÐ heillar jú suma að eyða einu löngu helgi sumarsins í umferðarteppum og mannmergð einhvers staðar á útihátíð- um landsins. Kannski er það líka bara frábært, og ég aðeins brennimerkt af því að hafa eytt hverri einustu versl- unarmannahelgi langt fram á ungl- ingsaldur á höfuðborgarsvæðinu, en mér finnst að minnsta kosti dásamlegt að vera eftir í rólegheitum í fámennri borginni. NOKKRIR vinir mínir á Face- book hafa nú keppst um það í langan tíma að tjá sig sem mest um væntanlega för sína á þjóðhátíð í Eyjum. Þau virðast telja að allt við hana eigi erindi við okkur hin, alveg frá því hversu margir dagar séu í brottför með „dallinum“ í „eyjuna fögru“ og yfir í það hvers konar nesti verður með í för. Svo eru það auðvitað hinar klassísku tilvitn- anir í Eyjalögin – „þú veist hvað ég meina mær“, „Lífið er yndislegt“ og svo fram- vegis. Ég get hreinlega ekki beðið eftir því að þessi helgi verði afstaðin svo mér verði stætt á því að fara aftur á Facebook. ÉG HEF reyndar farið á þessa umræddu þjóðhátíð, og það meira að segja oftar en einu sinni. Og því skal ekkert logið hér að það hafi ekki verið gaman. Menntaskóla- krakka sem fer með stórum hluta vina sinna á eyju heila helgi til þess að hitta helming allra skólafélaga og aðra vini hlýtur bara að þykja það gaman, hvar sem þetta á sér stað. Og þá er kannski hægt að líta framhjá tónlistinni, rigningunni og neonlituðu pollagöllunum. Í einhvern fjölda skipta og fram á ákveðinn aldur að minnsta kosti. OG KANNSKI er það bara biturleikinn yfir því að vera hálfföst í borginni þessa helgi í ár sökum vinnu eins og síðustu ár sem talar. ÉG ER því allavega afskaplega fegin að hafa engar stórkostlegar væntingar eða ferðaplön fyrir helgina sem er fram undan. Það bara hlýtur að verða gaman. Verslunarmannahelgin

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.