Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 28. júlí 2010 27 Íslenski listahópurinn The Weird Girls Project hefur nú lokið upptökum á ellefta verkefni sínu. Hópurinn, sem er þekktur fyrir spandex, liti og fríkaða andlitsmálningu, tekur nú annan pól í hæðina og klæðist eingöngu blóma- krönsum. „Ég var búin að vera með þá hug- mynd í einhvern tíma að vinna með nekt en þó ekki fyrr en verk- efnið væri orðið nógu stöðugt. Mér fannst réttinn tíminn kom- inn og ákvað að prufa þetta,“ segir Kitty Von Sometime, for- sprakki listahópsins Weird Girls. „Ég var óviss um hvernig stelpurnar myndu bregðast við því að vera naktar utandyra með myndavélar út um allt. En þetta fór fram úr mínum vænt- ingum.“ Í þessum hópi eru hátt í sex- tíu ólíkar stúlkur sem eru um þrítugt og taka þátt í margvís- legum verkefnum sem Kitty sjálf er hugmyndasmiður að. Þátttakendur fá mjög takmark- aðar upplýsingar fyrir tökudag og er markmið verkefnisins „að bregðast við því óþekkta“. Inn- blástur verkefnisins er að hluta til að hvetja kvenfólk til að öðlast sjálfstraust, þá sér í lagi í sam- bandi við líkama sinn. Nýjasta verkefnið er vídeósamstarf með tónlistarmanninum Ólafi Arn- alds og er það nokkuð ólíkt þeim sem hingað til hafa verið. „Ég átti nýlega barn og hef ekki komið mér í sama form og SKRÍTNAR STELPUR ÁN FATA ÚR SPANDEX OG LITUM Í NEKT OG BLÓMAKRANSA Stelpurnar í listahópnum The Weird Girls fara nýjar leiðir í nýjasta verkefni hópsins. Þær finna sitt innra frelsi og sýna að hver og einn á að vera stoltur af líkama sínum. Verkefnið er unnið í samstarfi við tónlistar- manninn Ólaf Arnalds. Hann semur tónlist við myndband sem var tekið upp samhliða myndatökunni. M YN D IR /K AT R ÍN Ó LA FS ég var í áður,“ segir Kitty. „Ég er ekki ánægð með hvað ég er meðvituð um líkama minn og að ég sé ekki sátt við það sem ég sé í speglinum. Ég reyndi að öðl- ast traust stelpnanna með því að sýna þeim hvernig mér liði og að þetta væri ástæðan fyrir því að ég vildi gera verkefnið núna. Ég vildi að hver og ein myndi túlka sig á sinn hátt og að við yrðum frjálsar.“ linda@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Miðvikudagur 28. júlí 2010 ➜ Tónleikar 12.00 Hádegistónleikar verða haldnir á Kjarvalsstöðum í dag kl. 12.00 og verður fjölbreytt efnisskrá kammertón- listar og sönglaga. Flytjendur eru ungt tónlistarfólk búsett erlendis við bæði nám og störf á sviði tónlistar. Aðgangs- eyrir er 1.000 krónur, en enginn posi er á staðnum. 12.00 Hádegistónleikar verða í Hall- grímskirkju kl. 12.00 í dag, en þar mun Kammerkórinn Schola cantorum koma fram undir leiðsögn Harðar Áskelssonar. Aðgangseyrir er 1.000 krónur og miða- sala verður við við innganginn. 12.00 Sólveig Einarsdóttir leikur á orgel Kristskirkju í Landakoti í dag kl. 12.00-12.30. Aðgangur er ókeypis og öllum frjáls. 21.00 Í Höllinni, Vestmannaeyjum, verða sameiginlegir tónleikar Hvann- dalsbræðra og Ljótu hálfvitanna. Tón- leikarnir hefjast kl. 21.00 og er miðaverð í forsölu 2.500 krónur. 22.00 Tríó Ásgeirs Ásgeirssonar leikur í Risinu (áður Glaumbar) við Tryggva- götu í kvöld kl. 22.00. Á efnisskrá verða perlur djassbókmennta auk blússkotins efnis. ➜ Fundir 20.00 Opinn borgarafundur verður haldinn í Iðnó í kvöld frá kl. 20.00 til 22.00. Fundarstjóri verður Benedikt Erlingsson, leikari, en spurt verður hvort allar náttúruauðlindir Íslands eigi að vera í almannaeigu sem og sá arður sem af þeim kemur. Fundargestir eru hvattir til þess að mæta með undirbún- ar spurningar. ➜ Sýningar 09.00 Kristín Sigríður Garðarsdóttir leirlistakona og hönnuður hefur opnað sýninguna „Í öðru rými“ á Skörinni, Aðalstræti 10 í Reykjavík. Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 9-21 og um helgar frá 12-17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is og einnig er hægt að skrá þá inni á visir.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.