Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 28.07.2010, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 28. júlí 2010 29 Leikarinn Mel Gibson sagði fyrr- verandi kærustu sinni, Oksönu Grigorievu, að hann sjái eftir því að hafa eignast með henni barn. Þetta kemur fram í nýrri upp- töku sem talin er vera af Gibson að rífast við Grigorievu. Þau eiga saman níu mánaða dóttur, Luicu. „Ég sé mikið eftir því að hafa eignast barn með þér. Ég fyrir- lít þig. Ég vil ekki fá þig aftur. Þú hefur sýnt að þú ert ekki sú kona sem ég vil,“ sagði Gibson. Hann talar einnig um þann fjölda manna sem hann vill meina að hún hafi verið með og minnist á tólf ára son hennar, Alexand- er, sem hún á með leikaranum Timothy Dalton. Gibson fúll út af barninu GIBSON OG GRIGORIEVA Gibson sér eftir því að hafa eignast barn með Grigori- evu. NORDICPHOTOS/GETTY Andri Már Arnlaugsson og Pan Thorarensen standa fyrir raftón- listarhátíðinni Undir Jökli, sem fer fram helgina 6. til 8. ágúst. Hátíðin verður haldin á Hellis- sandi og er þetta í fyrsta sinn sem slík raftónlistarhátíð er haldin hér á landi. „Raftónlistartvíeykið Stereo Hypnosis tók upp plötu á Hellis- sandi í fyrra og hélt útgáfutón- leikana sína þar líka. Við urðum svo hrifnir af þessum stað og datt í hug að það gæti verið gaman að halda þarna raftónlistarhátíð,“ útskýrir Andri Már sem hefur staðið fyrir reglulegum raftón- listarkvöldum sem haldin eru á skemmtistaðnum Hjá Hemma og Valda. Þau kvöld hafa notið auk- inna vinsælda og líkir Andri Már hátíðinni á Hellissandi við árshá- tíð þessara raftónlistarkvölda. „Tónleikarnir fara allir fram í Félagsheimilinu Röst, en það er gamalt og skemmtilegt félags- heimili á Hellissandi. Á daginn verður einnig skemmtileg dagskrá fyrir fólk þannig að engum ætti að leiðast þessa helgi,“ segir Andri Már og telur víst að hátíðin verði að árlegum viðburði ef vel tekst til í ár. „Flestar tónlistarhátíðirnar á Íslandi einblína á rokk eða popp og ég held það sé alveg kominn tími á hátíð sem þessa. Með þessu viljum við líka reyna að vekja raftónlist- arsenuna til lífsins á ný.“ Meðal þeirra tónlistarmanna sem koma fram má nefna Stereo Hypnosis, hinn norska Xerxes, Reptilicus, Ruxpin, Yagya, Biog- en og franska tónlistarmann- inn Moonlight Sonata. Sérstök safnplata verður einnig gefin út í tilefni af hátíðinni sem inni- heldur eitt lag frá hverjum tónlist- armanni og fæst hún á staðnum. Miðaverð er 2.500 krónur og hægt er að nálgast miða í verslun- um Smekkleysu og 12 Tónum. Halda raftónlistarhátíðin á Hellissandi ENDURVEKJA RAFTÓNLISTINA Andri Már Arnlaugsson og Pan Thorarensen standa fyrir raftónlistarhátíðinni Undir Jökli sem fram fer 6. til 8. ágúst. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Leikbrúðusafn - Brúðuleikhús Veitingar - Gjafavara www.bruduheimar.is Sími 530 5000 Opið í Borgarnesi alla daga frá 10:00 til 22:00 L E I K S Ý N I N G á sunnudaginn kl 14:00 Söngkonan Rihanna, sem sló í gegn með laginu Umbrella, hefur tekið að sér hlutverk í kvikmynd sem byggist á borðspilinu Battle- ship. Þetta verður fyrsta mynd þessarar vinsælu söngkonu. Leik- stjóri verður Peter Berf og fjall- ar myndin um sjóher sem reyn- ir að vernda jörðina frá innrás geimvera. Frumsýning er fyrir- huguð vorið 2012. Aðrir leik- arar sem hafa verið ráðnir eru Alexander Skarsgård og Tayl- or Kitsch. Ekki fylgir sögunni hvaða hlutverk Rhianna fer með í myndinni. Rihanna í Battleship RIHANNA Söngkonan Rihanna hefur tekið að sér hlutverk í mynd sem bygg- ist á spilinu Battleship.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.