Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 16
16 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR hagur heimilanna Útgjöldin >Kílóverð á vínberjum í maí Fermetraverð leiguhús- næðis á höfuðborgarsvæð- inu hefur hækkað um 17,5 prósent á sex mánuðum. Stærstu eignirnar hækka mest. Leiguverð hefur ekki verið hærra síðan á vor- mánuðum fyrir hrun. Leigj- endur vantar málssvara. Húsaleiga hefur hækkað tölu- vert frá því í febrúar. Á þetta við um allar stærðir eigna, að stúd- íóíbúðum frátöldum. Ef einung- is er litið til fermetraverðs hafa tveggja herbergja íbúðir lækkað í verði en hækkun annara eigna er á bilinu 3,9 til 17,5 prósent og hafa stærstu eignirnar hækkað mest. Neytendasamtökin rannsökuðu húsaleigu á höfuðborgarsvæðinu í apríl og desember 2008, mars 2009, febrúar 2010 og svo nú í júlí. Gera samtökin ráð fyrir því að leiguverð á landsbyggðinni sé heldur ódýrara. Niðurstöðurnar sýndu að leigu- verð hefur hækkað töluvert á undanförnum mánuðum og hefur ekki verið hærra síðan fyrsta úttektin var gerð á vordögum Fjórðungs hækkun á leiguverði á hálfu ári LEIGUHÚSNÆÐI Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Óvenju mikil hækkun hefur verið á leiguverði á síðustu sex mánuðum FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Meðalverð á fermetra í leiguhúsnæði 2010 Fjöldi herbergja Júlí 2010 Feb. 2010 Breyting í % Stúdíó 2.032 kr. 1.900 kr. Hækkun: 6,9% 2 herbergi 1.646 kr. 1.678 kr. Lækkun: -1,9% 3 herbergi 1.472 kr. 1.411 kr. Hækkun: 4,3% 4 herbergi 1.325 kr. 1.275 kr. Hækkun: 3,9% 5 herbergi 1.253 kr. 1.066 kr. Hækkun: 17,5% Meðalverð á leiguíbúðum á höfuðborgarsvæðinu 2010 Meðalstærð Júlí 2010 Feb. 2010 Mismunur Stúdíó, 37 fm 75.188 kr. 76.014 kr. -826 kr. 2 herb. 65 fm 107.122 kr. 100.692 kr. 6.430 kr. 3 herb. 90 fm 133.138 kr. 124.178 kr. 8.960 kr. 4 herb. 120 fm 158.783 kr. 146.603 kr. 12.180 kr. 5 herb. 159 fm 198.700 kr. 173.739 kr. 24.961 kr. 2002 2004 2006 2008 2010 HEIMILD: HAGSTOFA ÍSLANDS 42 2 kr ón ur 38 1 kr ón a 30 0 kr ón ur 46 0 kr ón ur 62 0 kr ón ur árið 2008. Ætla má að þeir sem tóku fasteignir á langtímaleigu árið 2008 borgi nú umtalsvert meira heldur en upphaflega var samið um. Hildigunnur Hafsteinsdóttir, lögfræðingur Neytendasamtak- anna, segir verð á hvern fermetra hafa hækkað óvenju mikið á stutt- um tíma í ár. „Fermetraverð var í lágmarki í byrjun árs 2009 og miðað við þess- ar nýju niðurstöður veit maður í raun ekki hvort þetta gæri endað í leiguverði eins og var árið 2008,“ segir Hildigunnur. „Því miður gerðum við ekki svona úttekt fyrir þann tíma.“ Hún segir fram- boð eigna vera mjög misjafnt eftir hverfum en sé þó nokkuð stöðugt. Eignirnar í úttektinni í febrúar voru 309 talsins en nú í júlí voru þær 272. „Í fyrstu taldi ég ekki nauðsyn- legt að framkvæma aðra rann- sókn svona stuttu eftir þá síð- ustu, svo það kom mér verulega á óvart að sjá þessar niðurstöður eftir svona stuttan tíma.“ Neytendasamtökin telja að hækkunin ráðist að einhverju leyti af framboði og eftirspurn á markaðnum en þó hljóti annað og meira að spila inn í. Hildigunn- ur segir leigumál í landinu vera erfið sökum þess að þau falli í raun ekki undir neytendamál almennings. „Þegar einn einstaklingur leigir öðrum einstaklingi flokk- ast það ekki undir neytendamál,“ segir hún. „Það vantar alveg sár- lega málssvara fyrir leigjendur sem ekki eru neytendur, þar sem Leigjendasamtökin hafa verið lögð niður.“ sunna@frettablaðið.is Neytendastofa gerði nýverið könnun á ástandi verðmerkinga á nýjum bílum hjá bílaumboðum á höfuðborgarsvæðinu. Í ljós kom að í öllum tilfellum voru bílarnir verðmerktir með áberandi verðskiltum og í flestum tilfellum voru upplýs- ingarnar á skiltunum mjög ítarlegar. Sem dæmi var víðast hvar að finna upplýsingar um staðal- búnað, aukahluti og annað slíkt. Bílaumboðin voru einnig flest með einblöðunga og bæklinga til reiðu sem viðskiptavinir gátu tekið með sér en í þeim má finna verðupplýsingar og annað slíkt. ■Nýir bílar vel verðmerktir Tæplega tvö þúsund manns hafa tekið þátt í könnun á vefsíðu Félags íslenskra bifreiðaeigenda um rafbíla. Hljóðaði spurningin svo: Getur tveggja til fjögurra manna rafmagnsbíll með 100 kílómetra drægi uppfyllt daglegar akstursþarfir þínar? Alls svöruðu 74,5 prósent þeirra sem tóku þátt í könn- uninni játandi, nei svöruðu 21,8 prósent, um 3,7 pró- sent sögðust ekki vita það. Könnunin bendir til þess að töluverð- ur áhugi sé fyrir hendi á rafbílum til daglegrar notkunar á Íslandi. ■ Flestir telja rafbíla fullnægja aksturþörf sinni Útihátíð um Verslunarmannahelg ina á SPOT Kópavogi Brekku-söngur Úti- grill Væntingar neytenda halda áfram að aukast samkvæmt væntingavísitölu Capac- ent Gallup. Vísitalan sem birt var á hádeginu á þriðjudag hækkar um sex stig milli mánaða og stendur nú í 67,1 stigi sem er hærra en nokkru sinni eftir hrun. Þetta kom fram í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka í gær. Þar segir að vísi- talan mæli væntingar neytenda til efnahags- og atvinnulífsins. Þegar vísitalan er undir 100 stigum eru fleiri neytendur svartsýnir en bjartsýnir en hún hefur verið undir 100 stigum síðan í febrúar árið 2008. Hún hefur hins vegar hækkað samfellt undanfarna fjóra mánuði sem bendir til þess að brúnin á landsmönn- um sé heldur að léttast. ■ Væntingar neytenda að glæðast „Ég hugsa að bestu kaupin mín séu „Nord Lead 2 Limited Anniversary Edition“ hljóðgervillinn minn,“ segir Leifur Eiríks- son, tónlistarmaður og plötusnúður. „Hann er með öfugum litum á nótunum sem er að sjálfsögðu gríðarlega svalt, og hann hefur gert mér kleift að semja megnið af tónlistinni minni og bæta mig sem hljómborðsleikara undanfarin tvö ár.“ Leifur segist líka hafa verið heppinn því gripurinn hafi fundist inni á lager í Tónastöðinni, þar sem einhver hafi pantað hann en aldrei sótt. „Ég fékk hann á venjulegu verði þar sem þeir þurftu að losna við hann hvort eð var, en komst síðan að því að það eru bara til 299 eintök af honum í heiminum og hann er orðinn enn þá verðmætari núna.“ „Verstu kaupin eru hins vegar aðeins flóknara mál að rifja upp. Annars vegar held ég því fram að ég hafi gert tiltölulega fá hrikalega slæm en hins vegar er ég kannski bara búinn að bæla þau kirfilega í undirmeðvitundinni.“ Hann segist samt viðurkenna að hann hafi gert allnokkur sæmi- lega slæm kaup. „Skýrustu dæmin eru klárlega allt áfengið sem ég hef keypt um ævina, mistök sem maður virðist aldrei ætla að læra af, og síðan öll fötin og skórnir sem mér fannst voða sniðug í nákvæmlega nógu langan tíma til að kaupa þau en hef síðan aldrei tekið úr skápnum, nema jú vissulega þegar orðið er þröngt í skápnum og þá rata þau beint í Hjálpræðisherinn.“ NEYTANDINN: Leifur Eiríksson, tónlistarmaður og plötusnúður Slæm kaup bæld í undirmeðvitundinni LEIFUR EIRÍKSSON tónlistarmaður Ljósvaki
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.