Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 21
FIMMTUDAGUR 29. júlí 2010 21 Ég var að kaupa í matinn með konu minni, sem væri nú varla í frásögur færandi nema fyrir það, að ég sá kunnuglegan, lágvaxinn mann grúfa sig yfir grænmetisborðið og sagði við Önnu: Bíddu við, er þetta ekki Mel Brooks? Við heilsum upp á hann, sagði Anna. Þetta var í New York, nánar tiltekið á Madison Avenue, ofar- lega. Ég renndi mér upp að Hollywood-leikstjóranum, kynnti mig og sagði sem satt var, að við hefðum séð söngleikinn hans á Broadway kvöldið áður. Gleður mig, sagði hann. Hann var ris- inn upp úr grænmetinu og náði mér í öxl. Við skemmtum okkur konunglega, bætti ég við, en mér fannst myndin samt enn betri. Ég sá hana oft í gamla daga. Þá sagði Mel: Söngleikurinn er góður. Og myndin er góð. They are both good. Ég er að hugsa um að gera nýja mynd upp úr söngleiknum. Ég óskaði honum góðs gengis. Við kvöddumst með virktum. Kannski hefði ég ekki átt að segja honum, að ég tæki gömlu myndina fram yfir söngleikinn, því að slíkur samanburður minn- ir mig alltaf á manninn, sem sá Boðorðin tíu í bíó og fannst bókin betri. Og þó: kannski átti ég ein- mitt að láta það flakka, ef það mætti verða til að brýna hann til að skerpa aðeins á söngleikn- um í nýrri bíómynd. Hún kom út nokkru síðar (2005) með tuttugu lögum eftir Mel sjálfan og slær fyrri myndinni við og einnig söngleiknum. Hugljómun endurskoðandans Ég er að tala um The Producers (Framleiðendurnir). Þar segir frá söngleikjaframleiðandanum Max Bialystock, sem má muna sinn fífil fegri, og örvæntingar- fullum endurskoðanda hans, Leo Bloom. Þeir eru báðir á hvín- andi kúpunni, nema þá fær end- urskoðandinn hugljómun. Við skulum setja upp versta söng- leik í samanlagðri sögu leikhúss- ins, segir hann uppnuminn, afla fjár með því að lokka gamlar konur til að fjárfesta í sýning- unni miðað við tiltekinn sýninga- fjölda, loka strax eftir frum- sýningu og stinga af til Brasilíu með þýfið. Þeir leita síðan uppi langversta handritið í borginni (Vorboðinn Hitler), velja versta leikstjórann, verstu leikarana, versta ljósameistarann, bjóða gagnrýnendum blaðanna mútur og þannig áfram. Ekki tekst þó betur til en svo, að sýningin slær í gegn strax á frumsýningu, svo að ránstilraun þeirra félaga fer út um þúfur, þeir fara í fangelsi og setja upp nýjan söngleik þar. Þessi hugmynd var glæný: að græða á því að tapa. Tær snilld. Kannast einhver við það? Fyrirboði bankarána Fyrri myndin kom út 1968. Mel Brooks fékk Óskarsverðlaun fyrir handritið. Myndin vakti strax athygli og æ síðan. Svo virðist sem stjórnendur fjöl- margra sparisjóða í Kaliforn- íu og Texas hafi séð myndina og lagt saman tvo og tvo. Ef þetta er hægt í Hollywood, hví þá ekki einnig í bankarekstri? Spari- sjóðastjórarnir fóru að eins og Bialystock og Bloom. Þeir bjuggu til verstu sparisjóði í heimi, keyrðu þá í þrot og rökuðu í milli- tíðinni saman fé handa sjálfum sér og vinum sínum, en hluthafar, lánardrottnar og skattgreiðendur sátu eftir með sárt ennið. Banda- ríska réttarkerfið sá við svindl- inu. Á annað þúsund bankamanna fékk dóma, margir voru settir inn. Hátt settir stjórnmálamenn, sem höfðu gengið erinda söku- dólganna og þegið fúlgur fjár af þeim, hrökkluðust úr embætt- um og frá völdum, þar á meðal Jim Wright, forseti fulltrúadeild- ar Bandaríkjaþings. Aðrir fengu áminningu siðanefndar þings- ins fyrir lélega dómgreind, þar á meðal John McCain, fyrrum for- setaframbjóðandi. Fjórþætt formúla Bandaríski afbrotafræðingurinn og prófessorinn William Black, sem er Íslendingum að góðu kunn- ur úr Silfri Egils og einnig af fyr- irlestrum í Háskóla Íslands, hefur á prenti lýst formúlunni á bak við bankarán innan frá og einnig í vitnisburði í Bandaríkjaþingi og í réttarsölum. Formúlan er fjór- þætt. (1) Vaxa mjög hratt. (2) Veita vond lán, það er lán, sem ekki er búizt við, að fáist endurgreidd. (3) Safna himinháum skuldum. (4) Hafa sem minnst fé í varasjóði. Þetta er í hnotskurn lýsing- in á starfsemi brotlegra spari- sjóða í Kaliforníu og Texas fram að falli þeirra á árunum upp úr 1980. Stjórnendur sparisjóðanna græddu á tá og fingri og einnig stjórnmálamennirnir, sem skutu þeim undan eftirliti og fengu vænar fúlgur fjár í sinn hlut. En hluthafar og lánardrottnar spari- sjóðanna töpuðu sínu fé, og skatt- greiðendur fengu skell. Fólkið í landinu þurfti að borga brúsann. Handritið kemur beint frá Mel Brooks. Af skýrslu rannsóknar- nefndar Alþingis að dæma virðast lýsingar þeirra Blacks og Brooks að sínu leyti eiga við um íslenzku bankana fram að hruni. Eða hvað sýnist þér? Þorvaldur Gylfason Prófessor Í DAG Sparisjóðastjórarnir fóru að eins og Bialystock og Bloom. Þeir bjuggu til verstu sparisjóði í heimi, keyrðu þá í þrot og rökuðu í millitíðinni saman fé handa sjálfum sér og vinum sínum, en hluthafar, lánardrottnar og skattgreið- endur sátu eftir með sárt ennið. AF NETINU Embætti talsmanns kúlulánaþega Það vakti athygli margra þegar embætti Umboðsmanns skuldara var stofnað að Runólfur Ágústsson skyldi ráðinn í embættið í stað Ástu Sigrúnar Helgadóttur. [...] Nú veit ég ekki hvort aðrir umsækjendur um embætti Umboðsmanns skuldara hafi allir fengið afskrifuð kúlulán. Kannski er svo ílla komið fyrir íslenskri embættismannastétt og stjórnmála- elítu að það er ekki hægt að finna fólk sem ekki tók virkan þátt í því hlutabréfabraski og kúlulánafylleríi sem leiddi til hruns fjármálakerfisins. En það hlýtur að vera lágmarkskrafa að Umboðsmaður skuldara sé ekki úr þessum flokki. Runólfur er ábyggilega hæfileikaríkur og vænn maður. Kúlulán hans og hlutabréfabrask eiga ekki endilega að gera hann útlægan úr opinberu lífi. Það virðist t.d. vera almennt ásættanlegt að kúlulánaþegar sitji í skilanefndum fjármálafyrirtækja. En það hlýtur að teljast óheppilegt að skipa mann með þesskonar bakgrunn „Umboðsmann skuldara“. http://blog.eyjan.is/freedomfries/ Magnús Sveinn Helgason SEND IÐ OKK UR LÍNU Fréttablaðið og Vísir hvetja lesendur til að senda línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Tekið er á móti efni á netfanginu greinar@frettabladid.is eða á vefsíðu Vísis, þar sem finna má nánari leiðbeiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Mel Brooks og bankarnir Því hefur verið haldið fram í fjölmiðlum að undanförnu að Actavis hafi hækkað lyfjaverð í skjóli „einokunaraðstöðu“. Þetta er rangt. Í fyrsta lagi er Actavis ekki í einokunaraðstöðu á Íslandi, því fer fjarri. Íslenski lyfjamarkað- urinn er opinn og markaðshlut- deild Actavis á Íslandi var 35% í magni en 13% í verðmæti árið 2009. Á Íslandi hafa tugir lyfja- fyrirtækja markaðsleyfi. Dæmi hafa verið nefnd sem sögð eru varpa ljósi á málið. Skoð- um staðreyndirnar. Lyfið Kínín var framleitt í elsta hluta lyfjaverksmiðju Actavis í Hafnarfirði, sem nú hefur verið lokað. Það var kominn tími á end- urnýjun og ekki annað að gera en að færa framleiðsluna. Í staðinn er komið sambærilegt lyf frá Act- avis sem framleitt er í Bretlandi. Það er rangt að lyfið frá Actavis sé nú dýrara en áður, þvert á móti er hver tafla ódýrari í heildsölu frá Actavis. Það hefur nefnilega gleymst í umræðunni að Actavis selur ekki lyf í smásölu og hefur ekkert með smásöluálagningu að gera. Sama heildsöluverð og á Norðurlöndum Heildsöluverð á Íslandi miðast almennt við meðalverð á Norð- urlöndum, en verðið er háð sam- þykki Lyfjagreiðslunefndar. Kínín, sem er notað við malaríu og sinadrætti, er raunar ekki á markaði í Danmörku, Finnlandi eða Noregi. Í Svíþjóð, þar sem lyfið er þó á markaði er heildsölu- verðið hærra en á Íslandi. Misskilnings hefur gætt í umræðunni sem virðist vera vegna breytinga á reglum um smásöluálagningu sem tóku gildi 1. janúar 2009. Vegna þessara breytinga kemur í mörgum til- fellum fram hækkun til sjúklings, en hún er hvorki af völdum verð- hækkunar hjá Actavis né rennur hún til fyrirtækisins. Smásöluálagning breytir myndinni Í stuttu máli er álagningu í smá- sölu þannig háttað að 9% leggj- ast á heildsöluverð, þá 699 kr. á hvern pakka og loks virðisauka- skattur. Þannig kostar 28 stk. pakkning af Amitryptiline frá Actavis 10 mg nú 195 kr. í heild- sölu frá Actavis, en 1.144 kr. í smásölu (195 + 9% + 699 + 25,5% vsk). Áður var einnig á markaði 100 stk. pakkning, en hún hefur ekki verið fáanleg frá verksmiðj- unni erlendis. Tekið hefur verið dæmi um verðbreytingu á þessu lyfi, þar sem afgreiddar eru 4x28 stk. pakkningar, í stað einnar 100 stk. pakkningar áður. Vegna fyrr- greindra breytinga á smásölu- álagningunni fær apótekið nú 2.866 krónur og virðisaukaskatt- urinn til ríkisins er 930 kr. Í þessu tilfelli hefur Actavis tekist að fá 100 stk. pakkningar á nýjan leik og munu þær koma á markað í lok árs, en sum þeirra lyfja sem um ræðir eru notuð í það litlu magni að ekki er hægt að fá sérstakar pakkningastærð- ir fyrir Íslandsmarkað. Actavis hefur þurft að færa framleiðslu 27 lyfja með þessum hætti síðan 2008. Þau voru fram- leidd í elsta hluta verksmiðjunn- ar þar sem komið var að miklum endurbótum. Þess vegna var óhjá- kvæmilegt að færa framleiðsluna. Hagkvæmast fyrir alla aðila var að gera það með þeim hætti sem valinn var. Actavis hefur leitað allra leiða til að finna sömu lyf í sömu styrkleikum og pakkning- um og hefur átt í góðu samstarfi við Lyfjastofnun vegna þessa. Í einhverjum tilfellum hefur heild- söluverðið hækkað, en verð hvers lyfs er eftir þessar breyting- ar miðað við meðalverð á Norð- urlöndum. Rétt er að árétta að þessi 27 lyf frá Actavis eru aðeins 15% af þeim lyfjum sem afskráð hafa verið á Íslandi á sama tíma. Þau lyf hafa önnur lyfjafyrir- tæki afskráð. Vöruframboð allra lyfjafyrirtækja er í stöðugri end- urskoðun og þróun, eftir því sem ný lyf koma á markað. Nýtt samheitalyf á mánaðarfresti Það eru fjöldamörg dæmi um samheitalyf frá Actavis sem hafa sparað sjúklingum og skattborg- urum mikla peninga. Það mætti til dæmis nefna þunglyndislyfið Esopram, til að taka nýlegt dæmi. Verðmunur á algengustu pakkn- ingunni miðað við frumlyfið er 103%. Þar munar tæpum 5.000 krónum í heildsölu hvað sam- heitalyfið frá Actavis er ódýrara en frumlyfið. Actavis leggur áherslu á að bjóða hágæða samheitalyf á sann- gjörnu verði. Mörg þau nýjustu eru framleidd í verksmiðjunni í Hafnarfirði og skapa hundruð starfa í íslensku samfélagi. Þeim störfum hefur fjölgað um 500 á undanförnum áratug, og fjölgar enn. Íslendingar fá oft ný sam- heitalyf á undan nágrannalöndun- um, en að jafnaði kemur eitt nýtt samheitalyf á markað frá Acta- vis á Íslandi á mánuði. Verð nýrra lyfja frá Actavis er við markaðs- setningu að meðaltali þriðjungi lægra en verð frumlyfsins sem fyrir er á markaði. Actavis lítur björtum augum til framtíðar á Íslandi, hér eru spennandi þróunarverkefni í vinnslu, framleiðslugetan að auk- ast og ýmis tækifæri í lyfjaiðnaði sem stjórnvöld gætu mögulega nýtt betur. Að hengja bakara fyrir smið Lyfjaverð Ólöf Þórhallsdóttir markaðsstjóri Actavis á Íslandi Heildsöluverð á Íslandi miðast almennt við meðalverð á Norður- löndum, en verðið er háð samþykki Lyfjagreiðslunefndar. NÚTÍMALIST Verið velkomin á opnun sýningar á olíumálverkum Karólínu Lárusdóttur fimmtudaginn 29. júlí kl. 17:00 í Nútímalist Skólavörðustíg 3A. Sýningin stendur til 13. ágúst Nútímalist Skólavörðustíg 3A 101 Reykjavík sími 552 2060 820 4729 hægt er að nálgast myndir af verkunum á facebook undir nútímalist
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.