Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 26
26 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR timamot@frettabladid.is „Við ákváðum að gera þetta veg- legra nú heldur en áður og niðurstað- an var að stækka hátíðina, bæta við hana nokkrum dögum, svokölluðum Síldardögum, og fjölga skemmtileg- um viðburðum,“ segir Gunnar Smári Helgason, framkvæmdastjóri Síldar- ævintýrisins á Siglufirði, sem er nú haldið í 20. skipti. Það hófst um síð- ustu helgi og lýkur um verslunar- mannahelgina með pomp og prakt. Siglfirðingar hafa haldið Síldaræv- intýri á Sigló frá 1991 til að minnast síldaráranna, blómaskeiðs í sögu bæj- arins á 4. og 5. áratugnum sem var afleiðing mikilla síldveiða fyrir Norð- urlandi sem hófust árið 1903. „Vegna góðrar staðsetningar, svo sem nálægð- ar við miðin, varð Siglufjörður helsti síldarbær landsins. Uppgangurinn var svo mikill að íbúafjöldinn marg- faldaðist á sumrin þegar fólk kom hvarvetna að af landinu til að vinna í síldinni, fjöldi síldarbræðslna og sölt- unarstöðva tóku til starfa og hvorki meira né minna en sjö hattabúðir voru opnaðar líkt og í stórborg. Á þessum árum gat Alþingi ekki afgreitt fjár- lögin fyrr en hægt var að reikna út tekjur af síldarútflutningi. Stundum var verðmæti hans yfir 20 prósent af öllum útflutningi Íslendinga.“ Gunnar segir að þessu blómaskeiði hafi svo lokið á 7. áratugnum en þá brást síldin mörg ár í röð og í kjölfar- ið tók íbúum að fækka. „En þótt síldin sé fyrir löngu farin er hér yndislegt að vera og maður sér ekkert nema tækifæri, enda staðsetningin frábær og höfnin góð. Ekki er lengra en til ársins 2006 að Siglufjörður og Ólafs- fjörður voru sameinaðir í sveitarfé- lagið Fjallabyggð og síðan þá er búið að sameina grunnskólann og tónlist- arskólann og kominn framhaldsskóli í Ólafsfirði. Fyrirtæki spretta upp eins og gorkúlur enda var kreppan hér ekki eins mikil og fyrir sunnan. Svo verður spennandi að sjá hvað ger- ist þegar göngin milli bæjanna verða opnuð núna í vetur og við fáum að upplifa sameininguna fyrir alvöru.“ Sjálfur settist Gunnar að á Siglu- firði sama ár og sameining bæjanna tveggja gekk í gegn. Hann hafði áður búið í Reykjavík og saknar þess lítið. „Við skulum segja að ég hafi uppgötv- að hvar Reykjavík er fallegust, en það var í baksýnisspeglinum þegar ég flutti hingað ásamt fjölskyldunni og tveimur hundum árið 2006,“ segir hann og hlær góðlátlega. Á Siglu- firði hefur hann fengist við hugbún- aðargerð og hljóðvinnslu og unir hag sínum vel og tók svo að sér fram- kvæmdastjórn Síldarævintýrisins á Sigló í fyrra. Honum finnst gaman að takast á við þau verkefni sem því fylgir og lofar góðri skemmtun. „Hingað til hefur þetta verið rosa- lega gaman og fólk streymir að eins og í miðbæ Reykjavíkur á sólskinsdegi,“ segir hann. „Sjálft Síldar ævintýrið leysir svo síldardagana formlega af í kvöld og þá og næstu daga verður af nógu að taka; landsþekktir skemmti- kraftar troða upp, dansleikir eru á dagskránni, unglingarnir geta sótt diskó í tjaldi og eitt og annað verð- ur í boði fyrir yngstu kynslóðina, en sérstök áhersla verður lögð á útileiki í ár. Hápunktur ævintýrisins er svo um sjálfa verslunarmannahelgina en þá fara meðal annars fram gospeltón- leikar, nokkrir dansleikir og flugelda- sýning,“ segir Gunnar og bætir við að allar nánari upplýsingar um hátíðina megi nálgast á vefsíðunni www.trolli. is. roald@frettabladid.is SÍLDARÆVINTÝRIÐ Á SIGLUFIRÐI: HALDIÐ Í 20. SKIPTI Endalaust ævintýri á Siglufirði FRAMKVÆMDASTJÓRN Gunnar Smári Helgason heldur utan um Síldarævintýrið á Siglufirði og lofar góðri skemmtun. MYND/ÚR EINKASAFNI AFMÆLI JOSH RADNOR leikari er 36 ára. KRIST- ÍN EVA ÞÓRHALLS- DÓTTIR fjölmiðla- kona er 38 ára. MERKISATBURÐIR 1858 Japanar undirrita Harris- samkomulagið sem kveð- ur á um vinskap og við- skipti við Bandaríkja- menn. 1907 Friðrik 8. Danakonungur heimsækir Ísland. 1934 Ríkisstjórn Hermanns Jón- assonar tekur við völd- um. Fjármálaráðherra er Eysteinn Jónsson og er hann yngstur allra sem gegnt hafa ráðherraemb- ætti, 27 ára. 1957 Alþjóða kjarnorkumála- stofnunin stofnuð af Sam- einuðu þjóðunum. 1981 Karl Bretaprins og lafði Díana Spencer ganga í það heilaga. BENITO MUSSOLINI FÆDDIST ÞENNAN DAG. „Sósíalismi er svik, grín, tálsýn og fjárkúgun.“ Benito Amilcare Andrea Mussolini (1883-1945) var ítalskur stjórnmálamað- ur, kenningasmiður ítalska fasismans og loks einræðis- herra sem ríkti yfir Ítalíu milli 1922–1943. Innrás banda- manna á Suður-Ítalíu varð til þess að hann missti völdin og var tekinn af lífi af flokki ítalskra andspyrnumanna. Þorlákur Þórhallsson (1133–1193) var prestur í Kirkjubæ á Síðu en varð fyrsti príorinn í munka- klaustrinu í Þykkvabæ í Álftaveri árið 1168, sem þá var nýstofnað. Hann var kjörinn biskup á Alþingi 1174 en ekki vígður fyrr en í Niðarósi 2. júlí 1178 og varð þá biskup í Skálholti. Þorlákur fékk snemma á sig orð sem helgur maður sem gott var að heita á og voru honum eignuð ýmis kraftaverk og lækningar. Biskup- inn var tekinn í dýrlingatölu og áheit á hann leyfð árið 1198. Jóhannes Páll II páfi útnefndi Þorlák verndardýrling Íslands 14. janúar 1985. Á þessum mánaðardegi sama ár var vígð kirkja í Þorlákshöfn í minningu biskupsins, fyrsta kirkjan þar síðan 1770. Þess má jafnframt geta að Þorlákur helgi er verndari Kristskirkju í Reykjavík og á tvo messu- daga á ári, Þorláksmessu á vetri, 23. desember og Þorláksmessu á sumri 20. júlí. Heimild: www.wikipedia.org. ÞETTA GERÐIST: 29. JÚLÍ 1985 Kirkja til minnis um Þorlák helga Minning Lára Böðvarsdóttir f. 25. ágúst 1913 – d. 12. júlí 2010 Lára Böðvarsdóttir, Barmahlíð 54 í Reykjavík, fæddist á Laugarvatni þann 25. ágúst 1913, dóttir hjón- anna Ingunnar Eyjólfsdóttur, húsfreyju (1873-1969), og Böðvars Magnússonar, bónda og hrepp- stjóra (1877-1966). Hún ólst þar upp í hópi 12 systkina: Ragnheiðar, Magnúsar, Arnheiðar, Laufeyjar, Hrefnu, Magneu, Hlífar, Sigríðar, Auðar, Önnu og Svanlaugar. Lára var sú níunda í röðinni. Eftirlifandi systur Láru eru Hlíf, f. 1909, og Svanlaug, f. 1918. Lára lést á dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík þann 12. júlí s.l. Lára nam við Héraðsskólann á Laugarvatni veturinn 1931-32 og við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1934-35. Hún fluttist til Reykjavíkur árið 1936 og vann þar aðallega við afgreiðslustörf í verslunum og var um skeið verslunarstjóri hjá Mjólkursamsölunni í Reykjavík. Lára starfaði mikið að félagsmálum, einkum fyrir Kvenfélag Háteigssóknar; var þar 15 ár í stjórn, formaður um árabil og kjörin heiðursfélagi 1985. Lára lærði ung á píanó og orgel og lék iðulega á þessi hljóð- færi við kirkjuathafnir og á mannamótum. Einnig tók hún framan af virkan þátt í kórastarfi í Reykjavík. Lára giftist þann 19. október 1940 Hauki Eggertssyni, f. 8. nóvember 1913 á Haukagili í Vatnsdal í Húnaþingi, syni hjónanna Ágústínu Grímsdóttur, húsfreyju (1883-1963), og Eggerts Konráðssonar, bónda og hreppstjóra (1878-1942). Haukur var útvarps- virkjameistari að mennt og annar af stofnendum Viðtækjavinnustofunnar í Reykjavík og starfaði þar á árunum 1945-55. Hann var framkvæmdastjóri og einn af eigendum Pökkunarverksmiðjunnar Kötlu 1955-64. Árið 1957 stofnaði Haukur ásamt öðrum iðnfyrirtækið Plastprent og var síðar forstjóri og stjórnarformaður þess til ársloka 1988. Haukur lést árið 2006. Lára og Haukur hófu búskap á Bárugötu 14 í Reykjavík, en fluttu síðar að Lokastíg 18. Árið 1948 fluttu þau í Barmahlíð 54; hús sem þau byggðu ásamt sveitungum og vinum, og bjuggu þar uns þau færðu sig yfir á Dvalarheimilið Hrafnistu í Reykjavík fyrir tæpum sex árum. Börn Láru og Hauks eru 1) Eggert, viðskiptafræðingur, f. 1942, var kvæntur Sigríði Teitsdóttur, sérkennara, og eiga þau þrjú börn: a) Elín f. 1972, gift Adrian Rüther, b) Haukur f. 1975, c) Lára Bryndís f. 1979, gift Ágústi Inga Ágústssyni; 2) Ágústa, tónlistarkennari, f. 1945, gift Jónasi Ingimundarsyni, píanóleikara, og eiga þau þrjú börn: a) Haukur Ingi f. 1966, sambýliskona Anouk Petzoldt; b) Gunnar Leifur f. 1971, kvæntur Guðrúnu Blöndal, c) Lára Kristín f. 1981, sambýlismaður Tim Morrissey; 3) Böðvar Lárus, viðskiptafræðingur, f. 1946, d. 1987, kvæntur Ásu Guðmundsdóttur; sonur þeirra er Arnar Freyr f. 1981. Barnabarnabörn Hauks og Láru eru 9. Útför Láru fer fram frá Háteigskirkju í dag, fimmtudaginn 29. júlí, kl. 15.00. „Sjálf hef ég gengið með þessa hugmynd í mörg ár, eftir að hafa séð sambæri- lega blöð á Norðurlöndunum. Svo hafði Sigurjón M. Egils- son, fjölmiðlamaður og útgef- andi, samband við mig og var þá með sömu hugmynd, vildi gefa út blað fyrir fólk sem væri komið yfir fimmtugt,“ segir Elín Albertsdóttur rit- stjóri nýs tímarits, 50 plús, en fyrsta tölublaðið leit dags- ins ljós fyrir skemmstu. Líkt og heiti tímaritsins gefur til kynna er áherslan á málefni sem tengjast fólki sem komið er yfir fimm- tugt. „Þessi aldurshópur er enn í fullu fjöri og að gera svo margt skemmtilegt en hefur kannski gleymst svo- lítið í fjölmiðlaumræðunni. Við ákváðum því að fara þá leið að einblína á hann,“ segir Elín og getur þess að umfjöllunarefni tímaritsins séu af ýmsum toga, allt frá ferðalögum til mataræðis og heilsu. Viðtökurnar segir hún hafa farið fram úr öllum vænting- um. „Fólk er hæstánægt með tímaritið, sumir segjast loks- ins geta lesið íslenskt tíma- rit sem höfðar til þeirra. Ég hlakka því til að byrja á næsta tölublaði sem kemur út í september. Eftir það kemur tímaritið mánaðar- lega út,“ segir Elín og getur þess að 50 plús liggi frammi á bensínstöðvum Olís. - rve Tímarit fyrir fólk í blóma lífsins NÝTT TÍMARIT Elín Albertsdóttir og Sigurjón M. Egilsson standa á bak við tímaritið 50 plús. FRÉTTABLAÐIÐ/RÓSA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.