Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 48
36 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR folk@frettabladid.is Myndband af frægu fagni Stjörnunnar fer eins og eldur í sinu um Netið og vekur athygli víða um heim. Laxinn í fagninu, Jóhann Laxdal, fær vinabeiðnir frá Brasilíumönnum og breska götublaðið The Sun skrifar daglegar fréttir um liðið. „Það er erfitt að toppa þetta. Nú þurfum við að leggja höfuðin í bleyti og koma með skemmtileg fögn,“ segir fótboltakappinn Jóhann Lax- dal. Jóhann og félagar í Stjörnunni hafa vakið heimsathygli eftir að myndband af fagnaðartilþrifum þeirra var sett á Youtube. Þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær var teljarinn kominn í tvær milljónir og myndbandið er ofarlega á listum yfir mest spiluðu myndbönd þessarar einnar vinsælustu vefsíðu heims. Aðspurður segist Jóhann finna fyrir erlendri athygli, enda laxa- taktar hans kostulegir. „Ég var að fá símtal frá Noregi og það var ein- hver stöð að tala við mig,“ segir hann. „Svo eru fullt af gaurum frá Brasilíu búnir að adda mér á Face- book eru þvílíkt að spjalla eins og ég sé guð hjá þeim. Þeir segja að ég sé umtalaður þar. Svakalegt.“ Breska götublaðið The Sun birti í gær myndband sem sýnir fleiri fagnaðartilþrif Stjörnunnar, en blaðið var með þeim fyrstu sem veittu veiðifagninu athygli. Jóhann segir að athyglin ætti að geta skil- að sér í aðsókn á leiki. „Jú, ég held það. Þetta er ekki slæmt, fólk hlýt- ur að vilja koma á völlinn og sjá flott fögn,“ segir hann. „Þetta verð- ur líka örugglega hvatning fyrir fólk að mæta. „Ég get ekki sagt að ég sé mikill göngu- garpur, en ég er frekar mikill fíkill á að gera eitthvað skemmtilegt. Helgin var alveg opin hjá mér og ég var til í allt þannig að þetta var alveg tilvalið,“ segir Sigríður Garðarsdóttir. Síðustu daga hefur útvarpsstöðin FM 957 leitað að einstaklingi sem er tilbúinn að leggja það á sig að fara fót- gangandi til Akureyrar á tónlistarhá- tíðina „Þriggja daga vakt“ um versl- unarmannahelgina. Fjöldinn allur af ævintýragjörnum Íslendingum sendi tölvupóst, og eftir litla keppni á milli þriggja aðila bar Sigga sigur úr býtum. Sigga lagði af stað norður til Akureyrar í hádeginu í gær fótgang- andi frá Reykjavík til Akureyrar. Regl- urnar eru þær að Sigga má húkka sér far með eins mörgum bílum og hún vill, en má þó ekki sitja lengri vegalengd en 50 kílómetra í einu í hverjum bíl. „Ég er búin að taka mig til og er nú að redda bílnum mínum svo hann komist norður til mín. Svo er ég bara nokkuð góð í að leggja í hann,“ segir Sigga. „Ég held þetta taki um sex til sjö klukku- tíma en það fer alveg eftir því hvað fólk er viljugt til að taka mig upp í.“ Sigga segist ekki hafa undirbúið sitt neitt sérstaklega fyrir ferðina held- ur hafi átt góða úlpu og skó inni í skáp sem ætti að duga þar sem veðrið er mjög gott. „Ég hef engar áhyggjur á því að fá ekki far. Það hlýtur einhver að vilja taka mig upp í, ef ekki þá hafa vinir mínir boðist til að bjarga mér. Það er gott að eiga góða vini,“ segir Sigga spennt fyrir ævintýrinu. - ls Fer á puttanum til Akureyrar SIGGA GÖNGUGARPUR Lagði af stað á puttan- um til Akureyrar í gær og hefur leyfi til að sitja 50 kílómetra í senn í hverjum bíl. Madonna er sögð ætla í nýja tón- leikaferð sem sækir innblástur í uppvöxt hennar í New York-borg. Söngkonan er þessa dagana að hnýta lausa enda áður en tilkynn- ing þess efnis fer í loftið. Tónleika- ferðin á að hefjast í haust og standa yfir í hálft ár. Madonna hélt prufur í London í síðustu viku fyrir dans- ara sem eiga að taka þátt í ferðinni og gengu þær vel. „Þetta verður stærsta og óvæntasta tónleikaferð hennar til þessa,“ sagði heimild- armaður. „Hún ætlar að snúa sér að rótum sínum úr New York með hip hop-áhrifum og leggur mikla áherslu á flott dansatriði.“ Síðustu tónleikaferð Madonnu, Sticky & Sweet, lauk í Tel Avív í september í fyrra. Söngkonan þén- aði hvorki meira né minna en 408 milljónir dollara á henni, eða tæpa fimmtíu milljarða króna. Óvænt tónleikaferð MADONNA Söngkonan ætlar í tónleika- ferð sem sækir innblástur í uppvöxt hennar í New York-borg. Breska leikkonan Emma Thompson fær sína eigin stjörnu á frægðarstétt Hollywood í næsta mánuði. Á meðal þeirra sem verða viðstaddir athöfnina er landi hennar, leikar- inn Hugh Laurie úr læknaþættinum House. Thompson, sem er 51 árs, hefur hlotið fjölda viðurkenninga á ferli sínum, þar á meðal tvenn Óskarsverðlaun fyrir mynd- irnar Howards End og Sense and Sensibility ásamt tvennum Golden Globe-verðlaunum. Thompson verð- ur sú 2.416 sem fær þessa frægu stjörnu á frægðarstétt Hollywood Boulevard. Emma fær stjörnu í Hollywood EMMA THOMPSON Breska leikkonan fær eigin stjörnu á frægðar- stétt Hollywood í næsta mánuði. > VILL LÍKJAST MINOGUE Hótelerfinginn Paris Hilton sótti innblástur til uppáhaldssöngkonu sinnar, Kylie Minogue, á væntanlegri plötu sinni. „Ég hef alltaf dýrkað Kylie Minogue. Hún er í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég vil feta í fótspor henn- ar. Hún syngur ótrúlega vel og hún lítur rosalega vel út,“ sagði Hilton. HOLTAGÖRÐUM GLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND WWW.UTILIF.IS ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 50 54 6 06 /1 0Jamis Commuter 1 Tilboðsverð: 53.993 kr. Jamis Boss Cruiser Tilboðsverð: 50.993 kr. Jamis Earth Cruiser 2 Tilboðsverð: 37.493 kr. * Láttu allt að 6 mánaða léttgreiðslu létta þér lífið Hjóladeildin er í Holtagörðum Skoðaðu allt úrvalið á www.utilíf.is Laxdal í guðatölu í Brasilíu VINSÆLIR Lið Stjörnunnar vekur athygli víða um heim. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON ■ Ísland-Svíþjóð (2007). Ívar Ingi- marsson hélt að dómarinn hefði dæmt vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hönd hans og lét Svía hafa boltann. Þeir þökkuðu fyrir sig og skoruðu auðveldlega. Áhorf: Tæpar 3,6 milljónir. ■ Grín með sleif (2010). Tveir bræður á Kópaskeri stríddu þeim þriðja með sleif á óborganlegan hátt. Áhorf: Tæp 600 þúsund. ■ Eldgos á Fimmvörðuhálsi (2010). Útlendingar heilluðust af íslenskri náttúru í þessu magnaða mynd- bandi. Áhorf: Tæp milljón. ■ Elíza Geirsdóttir (2010). Söng- konan spilaði lag um eldgosið í Eyjafjallafjökli á sjónvarpsstöðinni Al Jazeera í Englandi. Áhorf: 230 þúsund. ■ Stjarnan-Fylkir (2010). „Laxafagn“ Stjörnumanna fer eins og eldur í sinu um netheima. Áhorf: Tæpar 2 milljónir. VINSÆLT Á YOUTUBE
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.