Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 52

Fréttablaðið - 29.07.2010, Blaðsíða 52
40 29. júlí 2010 FIMMTUDAGUR Breskar hljómsveitir eiga oft erfitt með ná sömu vin- sældum í Bandaríkjun- um og þær ná í Evrópu. Oasis tókst það, en ekki Blur. Coldplay tókst það líka skömmu eftir að Chris Martin kynntist Gwyneth Paltrow. Tilviljun? Kannski. En kannski ekki. POPPBRANSINN Verður Muse stærsta hljómsveit heims í kjölfar sambands Matts Bella- my og Kate Hudson? Fyrstu tilraunir Muse til að koma sér á framfæri í Bandaríkjunum reyndust árangurslausar. Plat- an Origin of Symmetry, sem kom hljómsveitinni á kortið í Evrópu árið 2001, kom ekki út í Bandaríkj- unum fyrr en árið 2005 og skreið ekki inn á Billboard 200-listann fyrr en í febrúar í ár. Þá náði hún 161. sæti. Muse gaf út Absolution árið 2003. Platan komst ofarlega á lista víða um heim, fór á toppinn í Bret- landi og Frakklandi, en náði aðeins 107. sæti í Bandaríkjunum. Næsta plata, Black Holes and Revelat- ions náði einnig glæstum árangri í Evrópu; fór beint á toppinn í Bretlandi, Írlandi, Austurríki og kleif hátt víðar. Platan náði einnig níunda sæti í Bandaríkjunum sem var langbesti árangur hljómsveit- arinnar þar í landi. Vinsældirnar vestanhafs voru þó ekkert miðað við ofurvinsældirnar í Evrópu, þar sem hljómsveitin hefur fyllt risa- vaxnar tónleikahallir ár eftir ár. Árið 2008 kom Hollywood til sög- unnar. Kate Hudson var ekki mætt, en Muse átti lag í fyrstu Twilight- myndinni af þremur. Myndirnar hafa slegið í gegn og strákarnir í Muse telja að þær séu að hjálpa hljómsveitinni að sigra Bandarík- in. „Það er náttúrulega Twilight- æði í gangi,“ sagði bassaleikarinn Chris Wolstenholme í samtali við vefmiðilinn Asia One. „Það er gott fyrir okkur vegna þess að mynd- irnar hjálpuðu til við að koma okkur á framfæri í Bandaríkjun- um.“ Tölurnar tala sínu máli og í fyrra, ári eftir útkomu Twilight, náði The Resistance, nýjasta plata Muse. þriðja sæti Billboard 200- listans. Plötusala er ekki stærsta sneið kökunnar þessa stundina, en tón- leikar færa hljómsveitunum beik- onið í dag. Muse er byrjuð að fylla tónleikahallir í Bandaríkjunum, en vinsældunum þarf að viðhalda með nýrri tónlist og kannski einhverju öðru. Og þá, gott fólk, kemur Kate Hudson til sögunnar. Matt Bellamy, söngvari Muse, og leikkonan Kate Hudson opinberuðu ástarsamband sitt á Glastonbury- hátíðinni í lok júní. Stuttu síðar tjáði Bellamy sig um samband- ið í samtali við dagblaðið The Mirror. og sagði allt ganga gríð- arlega vel í augnablikinu. „Ég er mjög hamingjusamur,“ sagði hann. „Við skemmtum okkur mjög vel saman á Glastonbury og ætlum að sjá hvert sambandið leiðir okkur. Kate er frábær. Við höfum reynt að halda sambandinu leyndu og höfum því ekki ljóstrað því upp hvernig við kynntumst.“ Og hvernig kemur þetta samband uppgangi Muse við? Akkúrat svona: Chris Martin og hljómsveitin Cold- play (þú kannast kannski við hana) gáfu út fyrstu plötuna sína árið 2000 og náðu 51. sæti bandaríska Billboard 200-listans, en fór á top- inn í Bretlandi. Árið 2002 kynnt- ist hann Hollywood-stórstjörnunni Gwyneth Paltrow. Sama ár kom út platan A Rush of Blood to the Head og náði fimmta sæti í Bandaríkj- unum. Ári síðar giftu þau sig. Árið 2005 kom svo út platan X&Y og búmm! Coldplay fór á toppinn um allan heim – þar á meðal í Banda- ríkjunum. Sama gerðist árið 2008 þegar Coldplay gaf út Viva la Vida or Death and All His Friends. Coldplay er á topp tíu lista yfir stærstu hljómsveitir heims og hal- aði inn hátt í sex milljarða íslenskra króna á tónleikaferðalagi tæpum tveimur árum eftir að síðasta plata kom út. Tvöfaldaðu þá upphæð og þú ert kominn með veltu hljóm- sveitarinnar frá 2008. Nú þarf Matt Bellamy að fara á skeljarn- ar og Muse getur orðið ein stærsta hljómsveit heims. atlifannar@frettabladid.is Stelpurnar ráða úrslitum VINSÆLDIR Á BANDARÍSKA BILLBOARD 200-LISTANUM Kate er frábær. Við höfum reynt að halda sambandinu leyndu og höfum því ekki uppljóstrað hvernig við kynntumst. MATT BELLAMY SÖNGVARI MUSE 1 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 110 120 130 140 150 160 170 Parachutes (2000) 51. sæti Chris Martin kynnist Gwyneth Paltrow A Rush of Blood to the Head (2002) 5. sæti Chris Mart- in kvænist Gwyneth Paltrow X&Y (2005) 1. sæti Viva la Vida or Death and All His Friends (2008) 1. sæti Showbix (1999) nær ekki á lista Origin of Symmetry (2001) 161. sæti Absolution (2003) 107. sæti Black Holes and Revelations (2006) 9. sæti The Resistance (2009) 3. sæti Matt Bellamy Kynnist Kate Hudson. Hvað gerist næst? COLDPLAY MUSE SÍMI 564 0000 L L L 16 L L L 12 L SÍMI 462 3500 L 16 12 THE KARATE KID kl. 5.30 - 8 - 10.30 PREDATORS kl. 10 KNIGHT AND DAY kl. 5.30 - 8 SÍMI 530 1919 L L 16 12 L 12 KARATE KID kl. 5.10 - 8 - 10.50 KARATE KID LÚXUS kl. 5.10 - 8 - 10.50 BABIES kl. 6 - 8 PREDATORS kl. 8 - 10.20 SHREK 4 3D 3D ÍSL TAL kl. 3.30 - 5.45 SHREK 4 2D ÍSL TAL kl. 3.30 SHREK 4 3D ENSKT TAL kl. 3.30 - 5.45 KNIGHT AND DAY kl. 8 - 10.30 GROWN UPS kl. 10 THE KARATE KID kl. 6 - 8 - 9 - 10.45 BABIES kl. 6 PREDATORS kl. 8 - 10.20 KILLERS kl. 8 - 10.15 GROWN UPS kl. 5.45 THE A TEAM kl. 5.30 .com/smarabio Jackie Chan kennir ungum lærling sitthvað um Kung Fu í vinsælustu fjölskyldumynd ársins! Missið ekki af myndinni sem sló í gegn í Bandaríkjunum og fór beint á toppinn. NÝTT Í BÍÓ! - bara lúxus Sími: 553 2075 THE KARATE KID 5, 8 og 10 L SHREK 4 ÍSLENSKT TAL 3D 4 og 6 L SHREK 4 ENSKT TAL 3D 8 L SHREK 4 ÍSLENSKT TAL 2D 4 L PREDATORS 10.40 16 KNIGHT AND DAY 5.50, 8 og 10.10 12 “ÞRÍVÍDIN ER ÓTRÚLEGA MÖGNUД  - n.y. daily news  - empire ÁLFABAKKA KRINGLUNNI AKUREYRI SELFOSSI 12 16 L L L L L L L L 14 14 INCEPTION kl. 4 - 7 - 8 - 10 - 11 INCEPTION kl. 2 - 5 - 8 - 11 SHREK-3D ísl. Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 SHREK M/ ísl. Tali kl. 1:30 - 3:40 - 5:50 SHREK M/ ensku Tali kl. 1:30 -3:40 - 8 - 10 BOÐBERI kl. 5:50 - 10:30 TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 8 NIGHTMARE ON ELM STREET kl. 10:50 LEIKFANGASAGA 3 ísl. kl. 1:30 - 1:50 - 3:40 - 5:50 SEX AND THE CITY 2 kl. 8 INCEPTION kl. 8 - 10:10 - 11 SHREK SÆLL ALLA DAGA - 3D ísl. Tali kl. 3:40 - 5:50 SHREK FOREVER AFTER - 3D M/ ensku Tali kl. 8 LEIKFANGASAGA 3 - 3D ísl. Tali kl. 3:20 - 5:40 TOY STORY 3 M/ ensku Tali kl. 3:20 - 5:40 - 8 TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 10:20 INCEPTION kl. 8 - 11 SHREK SÆLL ALLA DAGA M/ ísl. Tali kl. 8 GROWN UPS kl. 10:10 INCEPTION kl. 8 - 11 SHREK SÆLL ALLA DAGA - 3D ísl tal kl. 6 LEIKFANGASAGA 3 - ísl tal kl. 6 TWILIGHT SAGA : ECLIPSE kl. 8 BOÐBERI kl. 10:30 12 12 12 12 12 12 12 L L L L FRÁBÆR MYND Í ANDA MATRIX OG JAMES BOND  roger ebert  rolling stones    box office magazine    kvikmyndir.is ÞRIÐJA BESTA MYND ALLRA TÍMA -SKV. IMDB.COM ATHUGIÐ AÐ 3D GLERAUGU ERU EKKI INNI Í MIÐAVERÐI, HÆGT ER AÐ VERSLA ÞAU SÉR OG NÝTA AFTUR MUNUM EFTIR 3D GLERAUGUNUM Söngkonan Katy Perry hefur lýst því yfir að hana langi mikið til að kyssa leikkonuna Natalie Port- man. „Ef það er einhver kona sem mig langar til að kyssa í heiminum er það Portman. Hún er bæði sæt og gáfuð,“ segir Perry og bætir við að hún hafi einnig viljað kyssa leikkonuna Megan Fox en þegar hún gifti sig fyrir stuttu skipti Perry um skoðun. Nú beinir hún athygli sinni að Portman. Katy Perry gengur í það heilaga með unnusta sínum leikaranum Russell Brand með haustinu og er spennt yfir því. „Russell lætur mér líða vel og ég vona að við getum orðið gömul og gráhærð saman.“ Vill kyssa Portman KATY PERRY Vill kyssa Portman ef hún þarf að kyssa konu. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY NATALIE PORTMAN Leikkonan er að sögn Perry bæði sæt og gáfuð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.