Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 2
2 30. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Jóhann, fagnarðu þessum vinsældum? „Mér finnst þetta mjög fyndið og skemmtilegt en ég fagna þessu svo sem ekkert með neinum tilþrifum.“ Jóhann Laxdal og félagar hans í Stjörnunni eru orðnir að sannkölluðum stórstjörnum í netheimum eftir að mynd- band af fagnaðarlátum þeirra í leik gegn Fylki varð geysivinsælt. DÓMSMÁL Jón Ásgeir Jóhann- esson og Ingibjörg Pálmadótt- ir hafa eina viku til að skila inn til dómarans Charles E. Ramos í New York rökstuðningi fyrir því að gögn í vörslu hússtjórnar lúx- usíbúðablokkar á Manhattan og Royal Bank of Canada skuli ekki afhent slitastjórn Glitnis. Í úrskurði dómarans frá því í gær segir enn fremur að slita- stjórnin muni þá hafa tíma til 10. september til að mótmæla rök- stuðningi hjónanna. Slitastjórnin skal jafnframt skila mótbárum sínum við frá- vísunarkröfu sjömenninganna sem stefnt er á málinu fyrir 10. september. Stefndu munu þá hafa tíma til 8. október til að rökstyðja kröfur sínar á nýjan leik. - sh Tímasetningar í Glitnismáli: Þurfa að skila rökstuðningi eftir eina viku JÓN ÁSGEIR OG INGIBJÖRG Vilja alls ekki að upplýsingar frá hússtjórn Gram- ercy Park komist í hendur slitastjórnar. Slitastjórnin telur þær nauðsynlegar. FRÉTTABLAÐIÐ / VILHELM FÉLAGSMÁL Fjórtán börn hafa verið ættleidd til landsins á vegum Íslenskrar ættleiðingar það sem af er ári. Ættleiðingar eru því orðnar jafnmargar og allt árið í fyrra. Sjö íslenskar fjölskyldur komu til Íslands frá Kína á miðviku- dag með jafnmörg börn. Fimm stúlkur og tveir drengir voru ætt- leidd í þetta skipti, en síðast var svo stór hópur barna ættleiddur til landsins í einu fyrir þremur árum. Börnin sem hafa komið til landsins á árinu eru flest frá Kína, en einnig hafa verið ætt- leidd börn frá Kólumbíu, Tékk- landi og Indlandi. - þeb Sjö komu frá Kína í vikunni: Fjórtán börn ættleidd á árinu ÖRYGGISMÁL Sjö björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar taka að sér gæslustörf við Land- eyjahöfn um helgina. Verða þetta í kring um hundrað manns sem vinna með einum eða öðrum hætti við höfnina. Kristinn Ólafsson, fram- kvæmdastjóri Landsbjargar, segir starfsfólk vera óvenju margt þetta árið og sé það aðal- lega vegna hinnar nýju hafnar. „Það eru um 150 manns á landinu öllu sem koma að björgunarstörf- um með einhverjum hætti,“ segir Kristinn. „Við verðum með viðbún- að á öllum helstu hátíðum og með fjórar sveitir á hálendinu.“ Lands- björg verður einnig með öryggis- gæslu um borð í Herjólfi og Atl- antic 75 björgunarbátur verður í Bakkafjöru á vöktum. „Það er ekkert björgunarskip á staðnum og við teljum mjög mikilvægt að svo sé,“ segir Krist- inn. „Hundruð manna og kvenna verða svo á bakvakt um allt land.“ Starfsmenn Landsbjargar eru sjálfboðaliðar og segir Kristinn það atriði oft vilja gleymast. „Það er mikilvægt að lands- menn geti reitt sig á sjálfboðaliða sem fara ekki fram á neitt kaup,“ segir hann. „En ég er mjög bjart- sýnn fyrir helgina. Við Íslendingar erum skynsamir upp til hópa.“ - sv Mikill viðbúnaður Landsbjargar við Landeyjahöfn um verslunarmannahelgina: Hundrað manns við störf við nýju höfnina ATLANTIC 75 Björgunarbátur Landsbjargar og áhöfn verða við störf í Bakkafjöru um helgina. DÓMSMÁL Tvítugur Akureyringur hefur verið dæmdur í tíu mánaða óskilorðsbundið fangelsi fyrir ótal afbrot framin á síðasta ári. Mað- urinn var ákærður fyrir eina lík- amsárás og gerðist einnig sekur um fjölda innbrota og þjófnaða. Ákærurnar á hendur mannin- um, sem síðan voru sameinað- ar í eina, voru alls í 23 liðum. Ein var vegna líkamsárásar, en þá sló hann mann í jörðina og skallaði hann síðan með þeim afleiðingum að vör fórnarlambsins bólgnaði og það brotnaði upp úr fjórum tönn- um þess. Hinir 22 liðirnir snúa að innbrotum og þjófnaði. Meðal þess sem maðurinn stal í þessi 22 skipti voru leikfangabílar, punghlíf, axla- bönd, verkfæri, súrefnisgríma, gulur bolur, bónvél, mikið magn af gosdrykkjum, loðhúfa og ríflega 400 lítrar af bensíni og dísilolíu af hinum og þessum ökutækjum. Þá braust hann margsinnis inn í ísbíl á Akureyri og stal miklu magni af ís og öðrum kælivörum. Í nóvember í fyrra stal hann óskráðum bíl á Akureyri ásamt félögum sínum og þeir létu hann síðan flakka fram af hæð með því að festa bensíngjöfina niðri. Bíll- inn gereyðilagðist. Maðurinn ungi játaði öll brot sín. Hann á nokkurn sakaferil að baki. - sh Tvítugur Akureyringur dæmdur í tíu mánaða fangelsi fyrir 23 lögbrot: Stal punghlíf og axlaböndum HÉRAÐSDÓMUR NOÐURLANDS EYSTRA Maðurinn hefur nokkrum sinnum áður komist í kast við lögin. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR STJÓRNSÝSLA Ásta Sigrún Helga- dóttir, forstöðumaður Ráðgjafa- stofu um fjármál heimilanna og einn umsækjendanna um nýtt emb- ætti umboðsmanns skuldara, hefur óskað eftir því að félagsmálaráðu- neytið rökstyðji ráðningu í starfið. Árni Páll Árnason félagsmála- ráðherra veitti á dögunum Runólfi Ágústssyni, fyrrverandi rektor Háskólans á Bif- röst, umboðs- mannsembætt- ið. Ásta bendir á að í lögunum sé eitt af hæfisskil- yrðum umboðs- manns að hann hafi viðamikla reynslu og þekk- ingu á málefnum stofnunarinnar. „Ég veit ekki til þess að Runólf- ur hafi komið að þessum mála- flokki,“ segir Ásta og undirstrikar að sjálf hafi hún sjö ára reynslu frá Ráðgjafastofu um fjármál heimil- anna. DV sagði frá því í fyrradag að afskrifa þyrfti 530 milljónir króna hjá félaginu Obduro ehf. sem hafi verið í eigu Runólfs. Hann sendi samdægurs frá sér yfirlýsingu. Þar segir að Obduro hafi keypt hlut í Icebank árið 2007 að frumkvæði bankans sjálfs. „Félag mitt greiddi fyrir kaupin rúmlega 100 milljónir króna í reiðu- fé sem ég lagði því til sem hlutafé, en seljendur, hópur sparisjóða, lán- aði félaginu rúmlega 200 milljónir til kaupanna. Ég seldi þetta félag árið 2008 og hef ekki síðan haft af því nein afskipti,“ segir Runólfur í yfirlýsingunni. Hann hafi dregið sig út úr fjárfestingastarfsemi á árinu 2008, sé ekki í vanskilum og hafi engar afskriftir fengið. „Ég tel að ofangreind viðskipti hafi engin áhrif á hæfni mína til að gegna því mikilvæga starfi sem ég mun gegna af einlægni og heiðar- leika með hagsmuni skuldara eina að leiðarljósi,“ segir í yfirlýsing- uni sem Runólfur kveðst engu vilja bæta við. Aðspurður um kröfu Ástu um rökstuðning vegna ráðningar- innar og hvort hann til sig hæfast- an í starfið segir hann hins vegar: „Það er ráðuneytisins að svara fyrir það. Mér var tjáð að ég væri hæfastur samkvæmt hæfismati.“ Ásta vill svör frá ráðuneytinu í síðasta lagi 12. ágúst. „Ég er bæði að óska eftir skriflegum rökstuðn- ingi fyrir ráðningunni ásamt öllum gögnum málsins þannig að ég geti tekið mína ákvörðun og kæra þetta jafnvel til kærunefndar jafnréttis- mála og kvarta til umboðsmanns Alþingis,“ segir Ásta sem telur áðurgreint mál um félag Runólfs vera mjög bagalegt: „Ég tel að þetta sé mjög skaðlegt fyrir embættið að vera með svona á bakinu. Þetta er mjög viðkvæm- ur málaflokkur þar sem verið er að eiga við einstaklinga í miklum erf- iðleikum.“ gar@frettabladid.is Telur umboðsmann skuldara vanhæfan Ásta Sigrún Helgadóttir krefst þess að félagsmálaráðuneytið rökstyðji ráðningu Runólfs Ágústssonar sem umboðsmanns skuldara. Hann kveðst nú ótengdur félagi sem skuldar hálfan milljarð að sögn DV. Ráðuneytið telji hann hæfastan. ÁSTA SIGRÚN HELGADÓTTIR RUNÓLFUR ÁGÚSTSSON Félag hans fékk 200 milljónir að láni til að kaupa í Icebank árið 2007 og skuldar nú 530 milljónir. Hann kveðst hafa selt félagið árið 2008. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSMÁL Gengi krónunnar hefur nú styrkst um 10,8 prósent á einu ári og um 17,6 prósent frá því að það fór lægst í lok árs 2008. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að raungengi krón- unnar á mælikvarða launa hafi verið 7,2 prósentum hærra á öðrum ársfjórðungi í ár saman- borið við sama tímabil í fyrra. Þessi mæling segir til um hvernig laun eru að þróast hér samanborið við okkar helstu viðskiptalönd, mælt í sömu mynt og að teknu til- liti til framleiðniþróunar. - mþl Styrkst mikið frá áramótum: Krónan styrkst um 11 prósent STJÓRNMÁL Jóhanna Sigurðar- dóttir, forsætisráðherra, held- ur til Kanada í dag en hún verð- ur á ferðalagi um Kanada og Bandaríkin þar til á mánudag. Forsætisráð- herra verður heiðursgestur á Íslendinga- hátíðum í lönd- unum tveimur. Íslendingahá- tíð er nú hald- in í 111. sinn í bænum Mountain í Norður- Dakóta í Bandaríkjunum og í 121. sinn í Gimli í Manitoba í Kanada. Forsætisráðherra mun taka þátt í dagskrá og menningarviðburðum og flytja ávarp á hvorum stað, að því er segir í fréttatilkynningu frá forsætisráðuneytinu. - mþl Forsætisráðherra á ferðalagi: Jóhanna til Kanada og Bandaríkjanna JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR Eldur úr hjólhýsi í hús Vel gekk að ráða niðurlögum elds sem kom upp í hjólhýsi og barst yfir í trésmíðaverkstæði á Selfossi eftir kvöldmat í gær. Þegar rætt var við lögregluna á Selfossi í gærkvöld var ekki vitað um upptök eldsins eða umfang skemmda. SELFOSS Metið fallið í Blöndu Metveiði á laxi er orðin í Blöndu. Samkvæmt tölum frá í fyrrakvöld höfðu veiðst 2.453 laxar í ánni í sumar. Heildarveiðin var 2.413 laxar í fyrra. Blanda er jafnframt orðin afla- hæst áa í sumar, með níu fleiri laxa veidda en Þverá/Kjarrá. STANGVEIÐI EFNAHAGSMÁL Verulega hefur hægt á lækkun íbúðaverðs síð- ustu mánuði. Nafnverð íbúða hefur lækkað um 2 prósent það sem af er ári borið saman við 10 prósent á síðasta ári, samkvæmt tölum frá Hagstofunni. Í Morgunkorni Íslandsbanka frá því í gær segir að velta á íbúðamarkaði hafi dregist saman um allt að 80 prósent frá hruni og íbúðaverð hafi lækkað um 40 pró- sent að raunvirði frá hápunkti í ársbyrjun 2008. Þrátt fyrir jákvæð merki er þó talið ólíklegt að íbúðamark- aðurinn taki við sér svo neinu nemi fyrr en fjárhagslegri endur- skipulagningu heimilanna verður lokið, atvinnuástand hefur batn- að og óvissa um framtíðartekju- möguleika heimila minnkar. - mþl Botni íbúðaverðs náð: Aðstæður á íbúðamarkaði eru að skána SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.