Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 17
FÖSTUDAGUR 30. júlí 2010 17 AF NETINU Hvalfjarðargöngin „Lengi getur vont versnað. Nú er komið í ljós að Hvalfjarðargöngin, stolt Íslendinga, eru verstu og hættulegustu göng Evrópu! Félag þýskra bifreiða- eigenda (ADAC) hefur gert mikla úttekt á göngum á Evrópu og komist að þessari niðurstöðu. [...] Hvernig væri að fá Þjóðverja til að taka út aðra þætti íslensks samfélags, svo sem stjórnsýsluna, embættismannakerfið, störf Alþingis, mennta- og heilbrigðiskerfið, bara svona til að byrja með.“ http://blog.eyjan.is/andrigeir/ Andri Geir Aðalbjarnarson Loðin orð hægri stjórnar Samkomulag ríkisstjórnarinnar um Magma er loðið eins og kölski sjálfur. Þar er orðalag án innihalds: „Að vinda ofan af einkavæðingu“, „tryggja eftir megni“, „grundvallarstefna“. Samkomulagið er orðað til að svíkja. Í stað þjóð- areignar er þvoglað um „meirihlutaeign“ og „forræði“. Þetta er sama liðið og sveik loforðið um fyrningu aflaheimilda. Markmið samkomulagsins er að friða uppreisnarfólk Vinstri grænna, er hrósar núna hálfum sigri, sem enginn er. Ég sé ekki lengur nokkurn mun á þessari ríkisstjórn og þeim ríkisstjórn- um, sem hrunverjar skipuðu. Þetta er róttæk hægri hrunstjórn. jonas.is Jónas Kristjánsson Af hinum móðursýkislega ótta í garð erlendra fjárfestinga hér- lendis hefði mátt halda að Íslend- ingar hefðu á undanförnum árum verið leiknir grátt af slíku. Varð hrun fjármálakerfisins að tilstuðl- an gráðugra útlendinga sem blóð- mjólkuðu þjóðina og hurfu svo? Nei. Það voru íslenskir fjárfestar sem keyrðu hagkerfið í kaf meðan íslensk stjórnvöld geispuðu úr leið- indum. Þegar ríkisbankarnir voru einka- væddir voru einhverjir erlendir fjárfestar sem sýndu þeim áhuga. En þær hugmyndir voru kæfðar í fæðingu. Ekki gekk að útlendingar myndu eignast íslenska banka. Það var gríðarlega mikilvægt að slík þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki kæmust ekki undir erlend yfirráð. Útlendingarnir myndu ekki hafa sömu tilfinningalegu tengslin við Ísland og myndu bara stjórnast af græðgi, en ekki ást sinni á landi og þjóð eins og íslensku eigendurnir. Bankarnir héldust því í íslenskri eigu. Sifjaspellshagkerfinu var bjargað en afkvæmi þess urðu ekki langlíf. Í grundvallaratriðum er and- staðan við erlendar fjárfesting- ar ekki alger og ætli ríkisstjórn- in haldi því ekki fram á góðum dögum að hún vilji meira að segja laða erlenda fjárfesta til landsins. En bara ekki í hvaða tilgangi sem er! Það þykir kannski allt í lagi að útlendingar fjárfesti í íslensk- um hugbúnaði eða byggi matvöru- verslanir, en að þeir vogi sér að fara reisa virkjanir eða veiða fisk! Það er fásinna! Nú eiga Íslendingar mikið af fiski og mikið af rafmagni en fáa neytendur og fáa forritara svo að það gefur augaleið hvar stærri sóknarfærin liggja. En íslenska fjárfestingastefnan virðist vera þessi: Við viljum alveg að útlend- ingar fjárfesti hér á landi, nema ef það er vit í því. Þá viljum við gera það sjálf. Auðvitað má heldur ekki missa vatn yfir hverri einustu erlendu fjárfestingu sem á fjöruna rekur. Erlendi fjárfestirinn er auðvitað almennt séð enginn ástarengill, heldur einungis aðili sem á pen- inga og vill gera eitthvað og græða á því. En svo vill einmitt til um þessar mundir að okkur vantar peninga og okkur bráðvantar líka að eitthvað fari að gerast. Erlendi fjárfestirinn kemur frá útlöndum. Útlönd eru stór og þar eru margir hlutir sem erlendi fjárfestirinn getur fjárfest í svo að allt tal um að hann ásælist hitt eða þetta hérlendis er hreinasta kjaft- æði. Það er almennt ekkert sérlega erfitt að hrekja erlenda fjárfesta frá landi. Oftast dugar að láta vita með mislúmskum hætti að nær- veru þeirra sé ekki óskað. Fáir vilja stunda viðskipti í ríki þar sem stjórnvöld eru þeim óvinveitt. Erlendi fjárfestirinn veit nefni- lega að ef ríkisstjórn landsins vill leggja stein í götu hans þá mun henni takast að gera það. Gildandi lög og reglur eru bitlaus vopn í baráttu við þá sem geta breytt lög- unum og sjá svo um framkvæmd þeirra. Þess vegna eru traust stjórnvöld, heilbrigt lagaumhverfi og stöðugt réttarfar líklega ekki síðri gæði í hugum fjárfesta heldur en efnislegar auðlindir. Því hvaða vit er í því að fjárfesta í einhverri blessaðri jarðvarmavirkjun ef menn fá upp á móti sér ríkisstjórn sem ætlar að setja á fót einhvern rannsóknarrétt til að finna eitt- hvað ólöglegt við kaupin? Auðvit- að mun hún svo breyta einhverj- um lögum afturvirkt og þjóðnýta allt að lokum. Til hvers að standa í slíku rugli? Ekki það að ég ætli svo að dæma opinbera starfsmenn of hart fyrir að nota djammtungumál í tölvu- póstum sem þeir senda eða hyggj- ast senda sín á milli. Sjálft inni- hald póstsins sem aðstoðarmaður menntamálaráðherra sendi óvart á erlendan blaðamann er nefni- lega þess eðlis að í öðru ríki hefði það kallað á uppsögn á innan við korteri. Skilaboð út í heim eru: „Á Íslandi starfar ríkisstjórn, með herkjum þó. Þessi varla starfandi ríkisstjórn áskilur sér rétt til að skoða allar erlendar fjárfestingar eftir að þær hafa átt sér stað og meta hvort þær eigi að standa eða ekki. Gildandi lög munu ekki ráða úrslitum við þá ákvörðun held- ur skoðun nokkurra afturhalds- seggja í öðrum stjórnarflokkanna. Stjórnsýslan á bak við stjórnina samanstendur síðan af kjaftfor- um stráklingum sem kunna ekki að senda tölvupóst.“ Ísland þarf erlendar fjárfesting- ar en íslenska ríkið vill þær ekki. Og það er skítt. Tussuskítt. Tussuskítt Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Erlendi fjárfestirinn er auðvitað al- mennt séð enginn ástarengill, heldur einungis aðili sem á pening og vill gera eitthvað og græða á því. En svo vill einmitt til um þessar mundir að okkur vantar pening og okkur bráðvantar líka að eitthvað fari að gerast. Álagningarseðillinn Í lok júlí fá einstaklingar heims-enda álagningarseðla vegna tekjuársins 2009. Nokkrum dögum fyrr, þann 27., var hægt að nálgast upplýsingar um álagn- inguna á netinu, á www.rsk.is. Samkvæmt lögum um tekju- skatt bera allir menn búsettir á Íslandi fulla og ótakmarkaða skattskyldu hér nema þeir séu sérstaklega undanþegnir. Einn- ig þurfa einstaklingar búsettir erlendis að svara takmarkaðri skattskyldu af tekjum sem þeir afla hér á landi. Ein mikilvæg- asta forsendan fyrir réttlátu og sanngjörnu skattkerfi er að allir greiði þá skatta sem þeim ber. Mánaðarleg staðgreiðsla launamanna er bráðabirgða- greiðsla tekjuskatts og úrsvars á tekjuári sem síðan er gerð upp við álagningu á skattári. Allir skattskyldir aðilar skulu telja fram tekjur sínar á síðastliðnu ári og eignir í árslok. Framtals- skylda hvílir á hverjum manni og einnig á stjórnum lögaðila. Í upphafi hvers árs ákveð- ur ríkisskattstjóri frest skatt- aðila til að skila framtali. Í ár var skiladagur fyrir einstakl- ingsframtöl 26. mars en framtöl lögaðila var 31. maí. Að liðnum framtalsfresti leggur ríkisskatt- stjóri tekjuskatt á skattaðila skv. framtali hans. Almennt er ríkisskattstjóra ekki heimilt að breyta framtali skattaðila, nema í ljós hafi komið tilteknir ann- markar á því, og að ríkisskatt- stjóri hafi gefið skattaðila kost á að tala máli sínu og gæta hags- muna sinna skv. andmælareglu stjórnsýslulaga. Hafi skattaðili ekki skilað framtali sínu innan tilskilins framtalsfrests skal rík- isskattstjóri áætla tekjur hans og eign svo ríflega að eigi sé hætt við að fjárhæðir séu áætl- aðar lægri en þær eru í raun og veru. Ef einstaklingar eða fyrirtæki telja að álagður skattur þeirra sé rangur geta viðkomandi kært álagninguna til ríkisskattstjóra. Kærufrestur er 30 dagar frá dagsetningu auglýsingar skatt- stjóra um að álagningu sé lokið. Kæran skal vera skrifleg og studd nauðsynlegum gögnum. Ríkisskattstjóri skal úrskurða um kæruna innan tveggja mán- aða frá lokum kærufrests. Skv. lögunum er það sama stjórnvald- ið, ríkisskattstjóri, sem ákvarð- ar bæði um álagningu og er úrskurðaraðili skattákvörðunar. „Veldur þetta nokkurri hættu á hlutdrægni, þar sem ríkisskatt- stjóri er hagsmunagæslumaður gjaldkrefjanda, þ.e. ríkissjóðs og viðkomandi sveitarstjórnar. Í skattframkvæmd er þó reynt að tryggja réttaröryggi aðila með því að koma í veg fyrir að sami starfsmaður ríkisskattstjóra leggi bæði skatta á aðila og úrskurði í ágreiningsmáli hans. Sinni viðkomandi skattyfirvald því ekki getur það valdið ógild- ingu á skattákvörðun þess.“ Úrskurði ríkisskattstjóra er hægt að kæra til yfirskatta- nefndar á næstu þremur mán- uðum frá póstlagningu úrskurð- arins. Yfirskattanefnd, æðsti úrskurðaraðili innan stjórnsýsl- unnar, er óháður úrskurðaraðili í ágreiningsmálum um ákvörð- un skatta, gjalda og skattstofna. Kæran skal vera skrifleg og henni skal fylgja frumrit eða endurrit úrskurðar ríkisskatt- stjóra ásamt rökstuðningi fyrir kröfum skattaðila. Úrskurð- ur yfirskattanefndar er bind- andi og er fullnaðarúrskurður um skattfjárhæð. Ágreining um skattskylduna og skattstofnana má bera undir dómstóla. Áfrýjun skattákvörðunar eða deila um skattskyldu frestar ekki eindaga tekjuskatts né leys- ir undan neinum viðurlögum sem lögð eru við vangreiðslu hans. Hjón bera óskipta ábyrgð á greiðslum skatta sem á þau eru lagðir. „Getur innheimtumaður ríkissjóðs því gengið að hvoru hjóna um sig til greiðslu á skött- um þeirra beggja og ábyrgjast þau skattana með öllum eignum sínum og skiptir ekki máli hvort eignin er séreign skv. kaupmála eða hjúskapareign.“ Ef einstaklingar eru í vafa um að álagning þeirra sé rétt feng- in ættu þeir að leita aðstoðar hjá ríkisskattstjóra eða leita ráð- gjafar hjá fagmönnum t.d. hjá endurskoðendum og skattasér- fræðingum. Þessi grein er byggð á efni úr námskeiðinu Skattskil I við Háskóla Íslands. Skattamál Atli Þór Þorvaldsson meistaranemi í reikningsskilum og endurskoðun við HÍ. ath113@hi.is Rúnar Steinn Ragnarsson meistaranemi í skattarétti og reikningsskilum við HÍ. rsr7@hi.is Ef einstaklingar eða fyrirtæki telja að álagður skattur þeirra sé rangur geta viðkomandi kært álagninguna til ríkisskattstjóra. Kærufrestur er 30 dagar frá dagsetningu auglýsing- ar skattstjóra um að álagningu sé lokið. Aðstoðarmaður við greiðslustöðvun Kaupþings banka hf. boðar til kröfuhafafundar kl. 10:00 mánudaginn 9. ágúst 2010 á Grand Hótel Reykjavík að Sigtúni 38. Á fundinum verður rætt um mögulega framlengingu á heimild Kaupþings banka hf. til greiðslustöðvunar. Héraðsdómur Reykjavíkur veitti Kaupþingi banka hf. fyrst heimild til greiðslustöðvunar þann 24. nóvember 2008 og fól Ólafi Garðarssyni hrl. að gegna starfi aðstoðarmanns við greiðslustöðvun. Verði ákveðið að óska eftir áframhaldandi greiðslu- stöðvun fer þinghald fram í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 13. ágúst 2010. Af þessum sökum og með vísan til laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., er aðstoðarmanni við greiðslu- stöðvun skylt að boða til fundar með kröfuhöfum bankans til að fjalla um áframhaldandi heimild til greiðslustöðvunar. Fundurinn mun ekki fjalla um lýstar kröfur á hendur Kaupþingi banka hf. né afstöðu slita- stjórnar til lýstra krafna. Nýjar fjárhagsupplýsingar verða ekki lagðar fram á fundinum en vísað er í áður birtar og fyrirliggjandi upplýsingar í skýrslu fyrir kröfuhafa Kaupþings banka hf. á heimasíðu bankans: www.kaupthing.com Á fundinum munu hvorki fara fram atkvæðagreiðslur né ákvarðanir teknar þar sem ekki er mælt fyrir um slíkt í lögum nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Rétt til fundarsetu eiga þeir sem eiga kröfu á hendur Kaupþingi banka hf. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í klukkutíma. Skráningarblað er að finna á heimasíðu Kaupþings: www.kaupthing.com Ólafur Garðarsson hrl., aðstoðarmaður við greiðslustöðvun Fundur með kröfuhöfum Kaupþings banka hf. 9. ágúst 2010

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.