Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 18
18 30. júlí 2010 FÖSTUDAGUR Árleg byrði Íslendinga af neyslu áfengis og vímuefna er á bil- inu 53-83 milljarðar samkvæmt útreikningum Ara Matthíasson- ar í meistararitgerð hans í heilsu- hagfræði við HÍ. Tjónið vegna þessa vágests samsvarar 3-5% af allri landsframleiðslu. Í þessari athyglisverðu ritgerð Ara koma fram sláandi upplýsingar um tjón samfélagsins af áfengis- og vímuefnaneyslu landsmanna. Þar kemur fram að hvorki fleiri né færri en 48% af öllum banaslys- um í umferðinni á árunum 2004- 2008 megi rekja til ölvunar- og vímuefnaneyslu og 28% annarra umerðarslysa. Þar kemur einnig fram að rúmlega helmingur þeirra sem leituðu sér aðstoðar á bráða- móttöku LSH árið 2008 um helg- ar var undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Þessar tölur eru sannarlega umhugsunarverðar og þá sérstak- lega á þessum árstíma þegar mik- ill fjöldi landsmanna sækir hinar ýmsu hátíðir víða um land þar sem áfengi er notað óhóflega. Það má því velta því fyrir sér hversu margir verða fórnarlömb áfeng- is- eða vímuefnaneyslu þegar töl- fræði verslunarmannahelgarinnar er skoðuð. „Ég velti bíl undir áhrifum áfengis. Vinur minn dó og ég líka – nema hjartað mitt hætti ekki að slá.“ Þetta eru orð manns á miðj- um aldri sem tvítugur tók áhætt- una og ók bíl undir áhrifum áfeng- is með vin sinn sér við hlið. Þeir voru báðir ölvaðir og án bílbelta og köstuðust út þegar bíllinn valt. Annar þeirra lést frá konu sinni og ungu barni en hinn, ökumað- urinn, slasaðist svo alvarlega að hann býr við mikla líkamlega fötl- un. Þessir ungu menn voru náms- menn í blóma lífsins og voru að skemmta sér úti á landi, rétt eins og fjöldi ungmenna mun gera um næstu helgi. Sá sem lifði slysið af hefur þurft að berjast við mikla fötlun og horfast í augu við brostn- ar vonir. Þá hefur hann þurft að glíma við sjálfsásökun og sam- viskubit en hvort tveggja eru oft afleiðingar þess þegar fólk veld- ur slysi sem leiðir af sér örkuml eða dauða annarra. Sumir hafa orðað það þannig að slíkan dóm sé aldrei hægt að afplána og sekt- arkenndin fylgi gerandanum alla ævi. Þessi ungi maður fyrirgerði einnig rétti sínum til slysabóta tryggingarfélagsins þar sem hann var ölvaður. Það er enn ein stað- reyndin sem fólk vaknar upp við eftir að hafa valdið umferðarslysi undir áhrifum áfengis eða vímu- efna. Þá er þeir margir sem átta sig ekki á því að það getur einnig skert bótarétt farþega sem slasast í bíl með ölvuðum ökumanni þar sem viðkomandi farþegi er talinn taka þátt í áhættunni með því að setjast upp í bílinn. Það er því afar mikil áhætta fólgin í því að aka undir áhrifum áfengis eða vímu- efna – bæði hvað varðar áhættuna af því að valda slysi og einnig hina fjárhagslegu áhættu – því sá ölv- aði fær senda á sig svokallaða end- urkröfu sem oft hefur farið afar illa með fjárhag fólks – sérstak- lega ungmenna sem hafa ekki of mikil fjárráð. Þótt okkur, sem berjumst gegn unglingadrykkju og ölvunarakstri, takist seint að koma í veg fyrir áfengisneyslu um þessa mestu ferðahelgi landsins, viljum við engu að síður hvetja fólk til þess að aka ekki undir áhrifum áfeng- is og gæta þess að fara ekki of snemma af stað á bíl daginn eftir drykkju. Þessi helgi er oft mikil örlagahelgi í lífi ungs fólks. Minn- ingarnar eru oftast góðar – en geta snúist upp í harmleik þegar dóm- greindin bregst. Best af öllu er þó víman sem kostar ekki krónu og allir sem hafa bílpróf í lagi geta notað undir stýri; víma gleði og hamingju án áfengis eða vímu- efna. Komum heil heim. „Ég dó líka en hjartað hætti ekki að slá“ Umferðaröryggi Ragnheiður Davíðsdóttir stuðningsmaður IOGT á Íslandi Kæri Pawel,Þú ert einn þeirra sem er ósáttur við nýjar innritunarregl- ur í framhaldsskóla landsins og finnur þeim allt til foráttu í grein sem birtist í Fréttablaðinu 16. júlí síðastliðinn. Mig langar hins vegar til að kalla eftir því að hugsandi fólk eins og þú hætti að skoða skólamál á Íslandi í gegn- um hina þröngu linsu innritunar í framhaldsskóla og geri tilraun til að horfa yfir sviðið í heild. Okkur hafa nýlega borist ugg- vænlegar upplýsingar um að í tut- tugu og níu Evrópulöndum ljúki hærra hlutfall ungmenna fram- haldsskólanámi en á Íslandi. Við vitum að brottfall er mikið hér og þegar betur er að gáð legg- ur fólk oftast árar í bát í upphafi framhaldsskólagöngu. Ennfrem- ur sýna rannsóknir að þar er ekki einungis námsörðugleikum um að kenna heldur kemur fleira við sögu. Ekki þarf sérfræðimennt- un til að koma auga á að eitthvað er bogið við skólamál hérlendis og áríðandi að ráða þar bót á, án þess að láta fordóma byrgja sýn. Vissulega getur verið sárt fyrir ungling að komast ekki í þann skóla sem hann óskar helst en það hindrar hann ekki á leið sinni til mennta. Öllum sem ljúka grunn- skólanámi er nefnilega séð fyrir skólavist og ég fullyrði að engum þeirra er vísað í lélegan skóla. Mun meira áhyggjuefni er sá stóri hópur ungs fólks sem af einhverj- um ástæðum missti af lestinni á sínum tíma, er nú tilbúið að hefja framhaldsnám en fær ekki tæki- færi til þess. Í þeim framhalds- skóla sem ég starfa við urðum við að hafna, annað árið í röð, umsóknum hátt í fjögur hundr- uð manna, átján ára og eldri, sem óskuðu eftir skólavist. Á sama tíma taka margir undir það við- horf að menntun sé lykilþáttur í að leiða þjóðina út úr kreppunni. Þetta álít ég mun brýnna umhugs- unarefni en vonbrigði þeirra sem komust ekki í þann skóla sem þeir vildu helst. Nú sýnist mér af lestri grein- ar þinnar að þú viljir sannarlega að allir eigi jafna möguleika á að komast inn í hvaða skóla sem er og sért því ekki beinlínis að mæla fyrir því gamalgróna hlutverki skólanna að vera félagsleg skil- vinda sem flokki þjóðfélagsþegn- ana til framtíðarstarfa. Þú heldur því hins vegar fram að nýju inn- ritunarreglurnar hindri „eðlilega fjölbreytni í skólakerfinu“. Þetta er alrangt. Eftir að hverfaskipting var afnumin hefur nemendahóp- ur margra skóla orðið sífellt eins- leitari. Það hefur í för með sér að í þeim skólum kynnast nemendur einungis „sínum líkum“, þ.e. fólki með svipaðan bakgrunn og sam- bærileg framtíðaráform. Þetta þekkjum við mætavel frá liðn- um öldum þegar embættismenn landsins voru allir skólabræður frá sömu tveimur menntastofn- unum. Að einhverjir óski þess að svo megi ennþá vera á 21. öld- inni vekur hins vegar furðu og ég hef miklar efasemdir um að það sé þjóðarbúinu farsælt til fram- búðar. Ég nefni sem dæmi hvort það sé sæmandi í lýðræðisríki þar sem jafnrétti þegnanna er leiðar- stef að safna nemendum af erlend- um uppruna saman í tvo eða þrjá framhaldsskóla sem eru reiðu- búnir að veita þeim þann stuðn- ing sem nemendur með íslensku sem annað mál þarfnast. Hverjar eru langtímaafleiðingar þess að stórir hópar útskrifast úr einstök- um framhaldsskólum án þess að hafa nokkurn tíma leyst verkefni við hlið þeirra sem tala íslensku með erlendum hreim? Eru menn líklegir til að umgangast hver aðra sem jafningja í framtíð- inni? Fjölbreytnin eykst með því að tæpur helmingur nýnema í hverjum Reykjavíkurskóla komi úr nágrenninu en sé ekki ein- göngu valinn inn samkvæmt þeim takmörkuðu upplýsingum sem einkunnir veita. Nauðsyn- legt er að skólunum sé jafnframt lögð sú skylda á herðar að þjóna fjölbreyttari nemendahópi og koma til móts við margslungnar þarfir, án þess að slá í neinu af námskröfum. Eins og fram hefur komið er bráðnauðsynlegt að leita leiða til að hjálpa nemendum að fóta sig í upphafi framhaldsskóla- göngu svo að draga megi úr óvið- unandi brottfalli. Stundum ber ekki á öðru en að almennt ríki löngu úrelt viðhorf í menntamálum hér á landi sem birtast m.a. í hinni yfirborðs- kenndu umræðu um hvaða skól- ar séu þess virði að sitja í þeim. Það er ábyrgðarhluti að taka undir þann kór án þess að varpa í leiðinni fram þeirri spurningu hvernig menntun þjóni ungu fólki og þar með samfélaginu best. Sjónarmið fjölmenningar þar sem ólíkir hæfileikar allra fá að njóta sín vegur þungt enda gerir atvinnulífið æ ríkari kröfu um samskiptahæfni og að fólk geti unnið með hverjum sem er. Mörg verkefni bíða okkar sem störfum í íslenska skólakerfinu en ég er sannfærð um að breyttar innrit- unarreglur í framhaldsskóla eru skref í rétta átt. Með bestu kveðjum frá gamla sögukennaranum þínum. Súsanna Margrét Gestsdóttir. Innritunarreglur í framhaldsskóla Menntamál Súsanna Margrét Gestsdóttir kennariHvers vegna eru ekki betri þröskuldar til fyrirstöðu gegn fjárfestingum erlendra aðila í auð- lindum okkar Íslendinga en raun ber vitni? Varðandi síðustu fjárfesting- ar erlends aðila í orkugeiranum, sem stofnaði einfaldlega „skúffu- fyrirtæki“ í einu af EES-löndun- um til að geta fjárfest á Íslandi í arðvænlegu orkufyrirtæki, en lög mæla svo fyrir að erlendir aðil- ar utan EES megi ekki fjárfesta í auðlindum Íslands eða neinu EES- landanna nema þeir eigi fyrirtæki á EES. Stofnendur skúffufyrirtækisins hvorki hafa né munu hafa nokk- urn rekstur í því landi sem skúff- an er stofnuð í, þetta erlenda fyr- irtæki greiðir einungis þóknun til einhverrar lögfræðistofu í við- komandi skúffulandi til að sjá um skúffuna fyrir sig. Ég dreg einn- ig stórlega í efa að eigendur og stjórnendur hafi komið til skúffu- landsins sjálfir. Hefði þá ekki verið gáfulegt um leið og EES-samningurinn var gerður á sínum tíma, að setja ein- faldan þröskuld með t.d. eftirfar- andi texta: „Þeir erlendu aðilar sem ætla að fjárfesta í íslenskum auðlind- um, þurfa að hafa rekið fyrirtæki á EES í minnst 5 ár í því landi sem þeir eru lögaðilar í og þá hafa þeir einungis heimild til að fjárfesta ¼ í viðkomandi auðlindarfyrirtæki, svo sem orkuveitum, sjávarútvegs- fyritækjum og landbúnaði. Ekki er leyfilegt að kaupa upp fyrirtæki til að öðlast þennan fárfestingarétt í auðlindum EES-landanna. Við- komandi fjárfestir skal hafa rekið fyrirtækið í eigin nafni framan- greind 5 ár. Viðkomandi fyrirtæki þess sem ætlar að fjárfesta í ofan- greindum auðlindum, skal ekki vera að neinu leyti í eigu erlendra aðila.“ Varðandi ofangreint nýlegt dæmi um fjárfestingu erlends aðila í orkugeiranum læðist að mér sá grunur að innan ekki langs tíma muni Kínverjar eignast þennan hlut, og hvers vegna? Jú, hagstæð sala vegna stórhækkaðs gengis á fyrirtækinu. Það skyldi þó ekki hafa verið tilgangurinn frá upp- hafi að braska með eitt af fjöreggj- um þjóðarinnar? Hvers vegna eru ekki nú þegar til staðar þröskuldar sem stöðva alla bakdyraeignamyndun erlendra aðila eins og til dæmis síðustu gjörningarnir í þeim efnum þar sem kínversk efnafjölskylda kemst upp með að eignast 43% eignar- hluta í íslensku sjávarútvegsfyr- irtæki? Að lokum: Er kannski svo komið að EES- samningurinn, og sá 63% reglu- gerðarhluti ESB sem þegar er búið að innleiða í íslenskt þjóðfélag, sé að koma illilega í bakið á okkur þar sem báðir þessir aðilar virðast vera hafnir yfir allt sem íslenskt er, þannig að við Íslendingar stönd- um bara berskjaldaðir gagnvart því að geta varið okkar auðlindir sem gera okkur það mögulegt að búa hér frjáls í þessu landi okkar. Einnig má segja að viss vá sé fyrir dyrum gagnvart lýðræðinu í land- inu þegar umræðan er komin á það stig að menn eru farnir að tala um nauðsyn þess að breyta íslensku stjórnarskránni til að samræma hana EES og ESB. Auðlindir og fjárfestingar Auðlindamál Einar D. G. Gunnlaugsson tækniteiknari Útihátíð um Verslunarmannahelg ina á SPOT Kópavogi Brekku-söngur Úti- grill

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.