Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 26
6 föstudagur 30. júlí tíðin ✽ ekki týna leiðinni heim Frábærir lífrænir gosdrykkir fyrir alla fjölskylduna Fæst um allt land! www.yggdrasill.is Enginn hvítur sykur, engin aukaefni, 100% lífrænt. Þú verður að prófa! -náttúrulegur lífstíll Appelsínugos Lífrænn hrásykur Eplagos Létt og frískandi Bitter Lemon Lífrænn hrásykur Ginger ale Sætt með lífrænum eplasafa Ávaxtagos Sætt með Agave Krakkagos Sætt með eplasafa. Bragðgott og svalandi. Tær snilld. Ylliblómagos Lífrænn hrásykur HARPA RÚN ÓLAFSDÓTTIR myndlistarkona: ÉG ELSKA AÐ HLUSTA Á VÍNYLPLÖTUR og byrjaði að safna þeim áður en ég eignaðist plötuspilara og átti því mjög tilgangs- laust safn af plötum. Nú er safnið orðið svo þungt að enginn nennir að hjálpa mér að flytja lengur. MAMMA GAF MÉR ÞESSI SPIL Í JÓLA- GJÖF ÞEGAR ÉG VAR 14 ÁRA. Ég byrj- aði strax að spá með þeim. Sú spá var hrikalega dramatísk og kolvitlaus. Síðan æfði ég mig í 14 ár og hef núna ágæt tök á þessu. ÞAÐ VEIT ENGINN HVAÐ ÞESSI SÓFI ER GAMALL EÐA HVAÐAN HANN KOM. Ég keypti hann á 2.000 krónur af vini mínum. MÉR ÞYKIR MJÖG VÆNT UM ÞENN- AN HRING. AMMA GAF MÉR HANN, en hann var keyptur af langafa í kóngs- ins Köbenhavn fytir langa löngu. Hann er voða dömulegur og fallegur. ÉG FANN ÞESSAR HAUSKÚPUR Í NEW YORK. Þær eru mótaðar eftir höfuðkúpu evrópsks karlmanns og tailenskrar unglingsstúlku. Ég nota þær mikið þegar ég er að búa til myndlist og svo eru þær ágæt stofuprýði. PÍLA ER KÖTTURINN MINN OG ER ALGJÖR MIÐBÆJARDROTTNING. Hún sníkir klapp af túristum og kjöt af fulla fólkinu sem kemur frá Hlöllabátum um helgar. EINU SINNI BJÓ ÉG Í COVENTRY Á ENGLANDI og ég fann þetta fína mál- verk í ruslagámi. Ég sótti það og lagaði aðeins og nú er það hér. Það hefur verið á tveimur myndlistarsýningum í tveimur löndum síðan þá. PABBI MINN BJÓ ÞESSA HILLU TIL FYRIR MÖMMU OG SÍÐAN FÉKK ÉG HANA. Í henni eru milljón hlutir sem tengjast mér á einn eða annan hátt. MAMMA MÍN GEFUR BESTU JÓLA- GJAFIRNAR. Þetta apparat fengum við kærastinn í fyrra og ég hef ræktað alls konar kryddjurtir í því. ÉG KALLA TÖLVURNAR MÍNAR HVÍTU ÞRUMURNAR. Þessi er aðeins nokkura vikna og er mjög töff með alls konar snertiskjátrixum. Mér þykir vænt um tölvuna mína því hún gefur mér int- ernetið. TOPP 10 FRANSKA SNYRTIVÖRUMERKIÐ L‘OCCITAN hefur sent frá sér nýja sumarlínu sem inniheldur verbena-jurtina sem gefur hressandi ilm. Þetta rakagefandi húðkrem er bæði endurnærandi og mýkjandi.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.