Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 32
20 30. júlí 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is EMILY BRONTË FÆDDIST Á ÞESSUM DEGI ÁRIÐ 1818 „Mig hefur á lífsleið- inni dreymt drauma sem hafa lifað með mér æ síðan.“ Emily Brontë er þekktust fyrir skáldsögu sína Fýkur yfir hæðir. Rammagerðin fagnar sextíu ára afmæli í ár. „Stofnandinn, Jóhannes Bjarnason, hóf rekstur á þessari rammagerð árið 1940 og ég hef heyrt sögusagnir af því að Jóhannes Kjarval hafi verið meðal þeirra sem hann var að ramma inn fyrir en ég sel það ekki dýrara en ég keypti það,“ segir Hilmar Már Aðalsteinsson, rekstrarstjóri Rammagerðarinnar. Hann segir Rammagerðina hafa verið víða til húsa fyrstu áratugina „Starfsemin var meðal annars að Laugavegi 53, Hafnarstræti 17 og síðan byrjaði reksturinn í þessu húsi, Hafnarstræti 19 árið 1972. Árið 1963 opnaði Rammagerðin verslun í Hafnarstræti 5 með ferðamannavörur. Þá var svo mikill innflutningur á römmum að til þess að rammagerðin myndi borga sig þurfti að fara í útflutning samhliða innan- landssölu. Þannig að með tímanum lagðist þessi rammagerð niður og minjagripasalan tók yfir.“ Hilmar segir að í versluninni í Hafnarstræti sé lögð áhersla á þrenns konar vörur. „Við erum með mikið af íslenskum fatnaði, ullarvörum og útivistarfatnaði frá 66. Síðan eru þessar venjulegu ferðamannavörur eins og staup, glös, fánar og dúkkur. Svo höfum við alla tíð lagt mikla áherslu á íslenskt handverk og verið með handverkshorn.“ Alls eru verslanirnar fjórar, í Hafnarstræti, á Lækjartorgi, á Akureyri og Egilstöðum. „Svo er systurfyrirtæki okkar með Rammagerðina í Keflavík.“ Hilmar segir að þó að nafnið á fyrirtækinu hafi ekkert með reksturinn í dag að gera séu engar fyrirætlanir um að breyta því. „Við fáum náttúrulega mörg símtöl þar sem er verið að spyrja um verð á römmum og því um líkt. Ramma- gerðin er líka þungt í vöfum fyrir útlendinga þannig að í markaðsetningu fyrir ferðamenn notum við nafnið Iceland Giftstore og eins á heimasíðunni okkar svo að það er svona hitt nafnið okkar. En sökum styrks nafnsins Rammagerðin í hugum Íslendinga þá höldum við mjög mikilli tryggð við það.“ emilia@frettabladid.is RAMMAGERÐIN: 60 ÁRA Oft hringt vegna ramma ALLS KONAR GJAFAVARA Hilmar segir Rammagerðina hafa verið með varning fyrir ferðamenn síðan 1963. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Elskulegur bróðir okkar og frændi Gunnar Már Hjálmtýsson verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni 3. ágúst kl. 15.00. Ásdís L. Hjálmtýsdóttir Callaghan Jóhanna H. Hjálmtýsdóttir Thorarensen og frændsystkinin Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ólafur Haraldsson vélstjóri, lést á heimili sínu laugardaginn 24. júlí. Útförin fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 3. ágúst kl. 13.00. Sveinn Ólafsson, Ketilbjörn Ólafsson, Örlygur Ólafsson, Haraldur Ólafsson, tengdabörn og barnabörn. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma Úndína Árnadóttir frá Akureyri, er andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstu- daginn 23. júlí, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. ágúst kl. 14.00. Rafn Sveinsson Kristín Jónsdóttir Sveinn Brynjar Sveinsson Aðalheiður Stefánsdóttir Ívar Matthías Sveinsson Sjöfn Magnúsdóttir Árni Viðar Sveinsson Margrét Sigmundsdóttir Ingibjörg Hrönn Sveinsdóttir Pétur Kjartansson Kristján Arnar Sveinsson Gullveig Ósk Kristinsdóttir ömmubörn og langömmubörn Verslanir Tekk Company og Habitat Holtagörðum, Kringluni og Kauptúni verða lokaðar í dag föstudag 30. júlí vegna jarðarfarar Ingibjargar Kaldal. Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eigin- konu minnar, móður okkar, tengda- móður og ömmu, Dagmarar Oddsteinsdóttur, Fífuhvammi 11, Kópavogi, Sérstakar þakkir til starfsfólks lungnadeildar Landspítalans í Fossvogi fyrir nærgætna og góða umönnun. Erlendur Kristjánsson Oddný Erlendsdóttir Guðmundur Hreiðarsson Berglind Erlendsdóttir Arnsdorf Denis Arnsdorf Kristján Erlendsson Harpa Sigurðardóttir Okkar ástkæri Kristján Hrafn Hrafnkelsson Lækjarbergi 27 Hafnarfirði lést sunnudaginn 25. júlí. Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 5. ágúst kl. 13.00. Hrafnkell Óskarsson Þórhildur Sigtryggsdóttir Hrafnhildur Dóra Hrafnkelsdóttir og fjölskylda Anna Kristín Karlsdóttir Hanna Margrét Hrafnkelsdóttir og fjölskylda Sigtryggur Óskar Hrafnkelsson Sigtryggur Helgason Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Þór Jakobsson, Framnesvegi 6, Reykjavík, lést á Landspítalanum v/Hringbraut miðvikudaginn 28. júlí. Ásta Þórsdóttir Knútur Benediktsson Guðný Þórsdóttir Tryggvi Már Valdimarsson Þóra Margrét Þórsdóttir Jón Eiríkur Rafnsson barnabörn og langafabörn. Ástkær eiginmaður minn og faðir, Friðrik Sigurbjörnsson Bárugötu 23, Reykjavík lést á Gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi þann 14. júlí. Útförin hefur farið fram. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð. Kristbjörg Kristjánsdóttir Svana Friðriksdóttir Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Bjarni G. Kristinsson, fyrrv. yfirtollvörður, Faxabraut 40c, Keflavík lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, mánudaginn 19. júlí. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Aðstandendur þakka auðsýnda samúð og hlý- hug. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki D-álmu við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja fyrir hlýja og góða umönnun. Alda Sigmundsdóttir Bragi Bjarnason Anna Klara Hreinsdóttir Kristinn Bjarnason Sigrún Sigvaldadóttir Sigmundur Bjarnason Bjarklind Sigurðardóttir barnabörn og barnabarnabörn. Einlægar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vin- áttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður og tengdaföður, Sigurbergs Bogasonar frá Flatey á Breiðafirði. Kristín Guðjónsdóttir Erla Sigurbergsdóttir Haukur Már Haraldsson Margrét S. Sigurbergsdóttir Þór G. Vestmann Ólafsson Guðjón Sigurbergsson Dagmar Svala Runólfsdóttir Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Þóris Þórissonar. Guðrún Dóra Hermannsdóttir Salóme Þórisdóttir Hreiðar Sigtryggsson Þóra Þórisdóttir Hlynur Þórisson Hildur Þórisdóttir Lárus Guttormsson barnabörn og barnabarnabörn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.