Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 34
22 30. júlí 2010 FÖSTUDAGUR BAKÞANKAR Brynhildar Björnsdóttur ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Úff, fjandinn hafi það! Fjúff! Erfiður dagur? Æjæjæj! Ég byrjaði daginn á því að hlusta á fimm plöt- ur með Zeppelin! Eftir að kínamat í hádeginu tók við lestur á myndasög- um; Lukku-Láki, Ástríkur, Svalur og Valur – öll gamla klassíkin! Eftir kaffitímann hengdi ég upp nýtt Kiss-plakat! Og...Þegar...Ég... Kem...Heim...Hefjast... Misþyrmingar... Semsagt... Venjulegur... Dagur! Hvernig var í skólanum? Ég veit það ekki. Hvernig var að blikka augun- um? Eða að melta? Eða að anda? Eða að tyggja og kyngja? Svarið við spurningunni þinni var „rútína“. Ég kann betur að meta þegar hann hundsar mig. Þú trúir því aldrei hvað ég fann margar töff myndir og sögur í blað- inu í dag. Þú líka? Þegar vinir mínir mæra erlendar stór-borgir lygni ég aftur augunum og hugsa um borgina í norðri sem ég vissi alltaf af en kynntist ekki fyrr en á fullorðinsárum, borgina sem fyrir mér hefur flest það til að bera sem góð útlönd getur prýtt. Á AKUREYRI er gaman að versla, þar er til dæmis uppáhaldsskóbúðin mín sem hefur kætt og skætt alla fjölskylduna árum saman, tískubúðir með annan varning en fæst á minni heimaslóð og síst dýrari, frá- bær bókabúð með miklu úrvali af bókum, blöðum og dóti fyrir alla og dásamleg forn- gripaverslun, full af sögu og fjársjóðum. Og ekki má gleyma lífsstílsversluninni Sirku sem er skylda að heimsækja að minnsta kosti einu sinni í hverri ferð. Á AKUREYRI er hægt að fara á alls konar tónleika oft í viku á sumrin og svo er hægt að labba niður Listagilið og kíkja á spennandi listsýningar og söfn. Um allan miðbæinn er líka fullt af litlum galleríum og hönnunarverk- stæðum sem gaman er að skoða. Á AKUREYRI eru skemmtileg kaffihús með góðu kaffi og stemmingu (Bláa kann- an, einhver?), bestu pitsur landsins á Greifanum og fortíðarþráin á Bautanum. Það er líka hægt að sökkva sér í matar- menningu innfæddra og rúnta í Leiru- eða Gellunestið og fá sér hamborgara með frönskum á milli eða kók í gleri og eina með öllu (og mest rauðkáli) eða dýfa tungu í hinn fræga Brynjuís sem ekki öllum finnst góður en er samt þess virði að smakka til að vera með í umræðunni. Á AKUREYRI er gaman að vera með börn. Frábær sundlaug með buslupolli og skemmtilegum rennibrautum og þar beint fyrir ofan leikvöllur með trampólíni og hoppikastala, mínígolfi og rafmagnsbílum. Á AKUREYRSKUM róluvöllum (sem finn- ast víða) eru skemmtileg leiktæki og mjúk- ar gúmmíhellur í kringum rennibrautir og rólur svo það er ekkert vont að detta. Það er ekkert nauðsynlegt að vera á bíl en fyrir þá sem svo eru búnir má benda á Kjarna- skóg, Jólahúsið, Smámunasafnið, Safnasafn- ið og sundlaugina á Hrafnagili. Og svo er Akureyri falleg, hvort heldur staðið er uppi í brekku og horft yfir landslagið eða göturn- ar með gömlu húsunum þræddar. INNBÆRINN, Lystigarðurinn … er ég að gleyma einhverju? Já, fjölmörgu. Fyrir nú utan allt sem ég á eftir að uppgötva. Og svo er alltaf gott veður. Þannig að þið megið eiga ykkar útlönd fyrir mér: Akureyri er mín sumarleyfisparadís. Ó Akureyri „Hef ekki verið að gera tóma vitleysu í öll þessi ár“ – Ómar Ragnarsson um afmælisgjöfina, heimildar- myndina sína og náttúruna „Ekkert breyttist þegar ég kom út úr skápnum“ – Steindór Sigurjónsson leikur knattspyrnu með Sindra á Hornafirði í þriðju deildinni Fullur sjór af þorski og arðbær uppbygging stóriðjunnar – Hvernig sáu sérfræðingar fyrir sér Ísland árið 2010 fyrir aldarfjórðungi? Útivist og hollusta. Arna Skúladóttir hefur skrifað bók sem varpar ljósi á fjölmargar hliðar foreldrahlutverks.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.