Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 38
26 30. júlí 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is Leikarinn Leonardo DiCaprio hefur hætt við að leika í víkingamynd Mels Gibson eftir að leikstjór- inn var ásakaður um heim- ilisofbeldi gegn fyrrver- andi sambýliskonu sinni. Þetta þykir mikið áfall fyrir Gib son og komandi verkefni hans í Hollywood. Samkvæmt bandarísku pressunni tók Leonardo DiCaprio ákvörð- un um að draga sig út úr verk- efninu í fyrradag en vinir leikar- ans segja hann ekki geta hugsað sér að vinna með Gibson í augna- blikinu. Mikið fjölmiðlafár hefur verið í kringum ástralska leik- stjórann vegna ásakana fyrrver- andi sambýliskonu hans um að hann hafi lagt hendur á hana og hótað henni trekk í trekk. Samkvæmt vefritinu Radar Online segja félagar DiCaprio að það sé ekki möguleiki á því að leikarinn leiki í myndum Gibsons í nánustu framtíð. Myndin sem um ræðir er víkingamynd sem Gibson ætlar að leikstýra og var Inception-stjarnan búin að sam- þykkja að leika aðalhlutverkið. Þetta er því án efa mikill miss- ir enda DiCaprio með heitustu stjörnum Hollywood um þess- ar mundir. Myndin hefði einnig orðið fyrsta samstarf DiCaprio og Gibsons og var samstarfs- ins beðið með eftirvæntingu hjá kvikmyndaaðdáendum. Ónefnd- ur heimildarmaður Radar Online segir að DiCaprio sé kominn í þá stöðu á sínum ferli að geta valið um með hverjum hann vilji vinna og að Mel Gibson sé ekki einn af þeim. Þessar fregnir þykja renna stoðum undir þær spár að ferill Gibsons í kvikmyndabransanum í Hollywood sé liðinn undir lok. Gibson og Oksana Grigorieva, rússnesk barnsmóðir og fyrr- verandi sambýliskona hans, hafa Hinn umdeildi trúarsöfnuður Westboro-baptistakirkjan í Kans- as í Bandaríkjunum, hefur enn einu sinni látið til skarar skríða. Í þetta sinn er það gegn ungstirninu Justin Bieper. Söfnuðurinn, sem hingað til hefur gengið fjölmörgum skrefum of langt þegar kemur að mótmæl- um, hefur gefið út tilkynningu um mótmæli þegar söngvarinn held- ur tónleika í Kansas-borg. Til- efni mótmælanna er sagt vera að minna alla þá sem mæta á tónleik- ana á að eyðilegging Bandaríkj- anna sé yfirvofandi. „Það eru lítið um vinnu, pen- inga eða von en samt eru þúsund- ir manna tilbúnir að borga háa upphæð fyrir rokktónleika. Guð hefur fært Bieber svið til að tala til heimsins og þar af leiðandi ber honum skylda til að kenna heim- inum hlýðni með aðgerðum sínum og orðum. Hann neitar að gera það því hann veit að þá myndi tón- leikahöll hans vera tóm! Þess í stað kennir hann ykkur syndir og upp- reisn gegn boðorðum Guðs,“ til- kynnti Westboro-söfnuðurinn á vefsíðu sinni. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hópurinn tekur söngvarann fyrir því um síðustu jól, þegar Bieber kom fram í Hvíta húsinu fyrir for- seta Bandaríkjana, tilkynnti hann að „þarna hefði hann setið með andkrists skrímslinu Obama. Þau bættu svo við: „Bieber og Obama eru annars hugar og koma til með að leiða þjóðina til helvítis! Justin mun svara til saka fyrir Guði!“ Westboro ræðst gegn Bieber JUSTIN BIEBER Ungstirnið verður enn og aftur fyrir ásökunum ofsatrúarsafnaðar- ins Westboro. MICHAEL JACKSON Sjö læknar sem meðhöndluðu popparann verða ekki sóttir til saka. Þeir sjö læknar sem meðhöndl- uðu popparann Michael Jackson á árunum fyrir dauða hans verða ekki sóttir til saka. Þetta er nið- urstaða rannsóknar á vegum Kali- forníuríkis sem lögreglan í Los Angeles hafði óskað eftir. Einn þeirra þarf þó að svara ásökunum um að hafa ávísað lyfseðilsskyld- um lyfjum á Jackson undir fölsku nafni. Conrad Murray, einkalækn- ir popparans, var ekki yfirheyrð- ur vegna rannsóknarinnar. Hann hefur neitað því að hafa óafvitandi valdið dauða hans. Hann er sak- aður um að hafa gefið Jackson of stóran skammt af deyfilyfjum. Læknar Jacksons ekki sóttir til saka Hljómsveitin Hellvar leggur í tónleika- ferð til Bandaríkjanna eftir helgi. Bandið kemur fram í norðurhéruðum New York- ríkis á þremur tónleikum og endar ferð- ina á tónleikum í New York. Þetta er í annað sinn sem hljómsveitin spilar í New York-ríki, en árið 2007 spil- aði hún á nokkrum velheppnuðum tón- leikum. Hellvar hefur nú verið boðið að leika á Hudson Harbor Fest þann 7. ágúst, en það er menningarhátíð Hudson-borgar sem haldin er árlega. „Aðilar sem eru í menningarnefnd Hudson-borgar og sjá um þessa menn- ingarhátíð, sáu okkur spila þarna árið 2007. Þeim leist vel á okkur og ákváðu að athuga hvort við værum til í að koma fram á hátíðinni,“ segir Heiða Eiríksdótt- ir, söngkona Hellvar. Hefð er fyrir því að para saman bandarískt band og erlent band á hátíðinni og er það harðkjarna- sveitin Cosmopolitian frá Kaliforníu sem Hellvar kemur fram með 7. ágúst. „Við vorum búin að vera að plana það að spila þarna með vinum okkar frá Berlín sem búa í New York þannig að við púsluð- um þessu saman þegar við fengum þetta boð,“ segir Heiða. En Hellvar mun spila á Party Expo í Brooklyn með hljómsveit- unum Small Devices, Soft skin og Great Tiger þann 9. ágúst. Í september mun Hellvar síðan hefja upptökur á nýrri plötu með nýjum tromm- ara sem bættist í hópinn snemma á þessu ári. „Það verður spennandi að heyra hvað kemur út úr þeim þar sem það hefur orðið smá breyting á okkur. Þó Hellvar-sánd- ið verði alveg til staðar þá grunar mig að það verði aðeins meira rokk og aðeins meiri hávaði í okkur núna,“ segir Heiða. Hellvar spilar í Bandaríkjunum HELLVAR Hljómsveitin Hellvar stekkur í stúdíó í september og tekur upp nýja plötu með trommara í stað trommuheila innanborðs. > HÆTTULEGUR PÓSTUR Zack Galifianakis, sem sló í gegn í The Hangover, hefur tekið að sér hlutverk í nýrri grínmynd, Reply All. Þar leikur hann náunga sem fær tölvupóst og ákveð- ur að senda svar sitt á alla, með ófyrirséðum afleiðing- um. Galifianakis leikur þó fyrst í The Hangover 2 og hefjast tökur á henni í Taí- landi innan skamms. Dregur sig úr kvikmynd Gibsons í kjölfar hneykslis HÆTTIR VIÐ Hollywoodstjarnan Leonardo DiCaprio ætlar ekki að leika í væntanlegri víkingamynd Mels Gibson og segja fjölmiðlar vestanhafs að það sé vegna ásakana um heimilisofbeldi frá fyrrverandi sambýliskonunni, Oskönu Grigorievu. JEVADAGAR 20% AFSL ÁT T U R A F ÖL LU M JEVA VÖRU M TI L 2. ÁGÚ ST. J EVA T Ö SKU R Sarcina Jevasis MY N D XVI I . M C C X V I I Við bjóðum frábært úrval af hinum vönduðu og endingargóðu Jeva töskum og pennaveskjum á ótrúlegu verði, en aðeins í takmarkaðan tíma. Notaðu tækifærið, fáðu Jeva tösku á frábæru verði hjá Eymundsson um land allt. Breyttir afgreiðslutímar um verslunarmannahelgina Skólavörðustígur, Austurstræti, Akureyri: Opið alla helgina frá 10-22 Kringlan, Smáralind: Opið lau. Lokað sun. og mán. tekist á í fjölmiðlum vestanhafs en hún hefur undir höndum upp- tökur af Gibson hóta henni öllu illu. Meðal annars sakar Grigor- ieva hann um að hafa lagt hendur á sig á meðan hún hélt á nokkurra vikna barni þeirra. Þetta lítur því ekki vel út fyrir Gibson sem sam- kvæmt kvikmyndasíðunni IMDB er með þrjár kvikmyndir í bígerð, sem leikstjóri og handritshöfund- ur. alfrun@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.