Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 42
30 30. júlí 2010 FÖSTUDAGUR sport@frettabladid.is Sjöþrautarkonan Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur leik með blússandi sjálfstraust á Evrópumótinu í frjálsum íþróttum í Barcelona í dag. Helga kemur með ylvolg bronsverðlaun frá HM unglinga í Kanada frá síðustu helgi í farteskinu. „Þetta er auðvitað miklu sterkara mót og ég á kannski ekki mikla möguleika. Það er stutt síðan ég horfði á stelpurnar sem ég er að fara að keppa við í sjónvarpinu og leit á þær sem átrúnaðargoð. Nú er ég bara að fara að keppa við þær og reynslan er mikilvægust af öllu í þessu,“ segir Helga sem er aðeins nítján ára gömul. „Ég er búin að fara á nokkur stórmót í unglingaflokki og ég fann það á HM í Kanada að reynslan skiptir máli. Það voru nýliðar þar sem skulfu á beinunum í keppninni. EM fer beint í reynslubankann.” Hún ætlar ekki að eyða tíma sínum í að horfa á goðin eða sækjast eftir eiginhandaráritunum, hún er komin til að keppa og ætlar sér að ná góðum árangri. Þetta er hennar fyrsta stórmót í fullorðinsflokki og hún fer pressulaus inn í mótið, ólíkt HM um liðna helgi. „Það er gott að HM er búið. Það getur vel verið að ég nái betri þraut núna en á HM af því ég er afslappaðri,“ segir Helga sem náði 5.706 stigum í Kanada. 26 konur eru skráðar í keppnina, sex þeirra hafa ekki náð 6.000 stigum. Helga er ein þeirra, hennar besti árangur er 5.878 stig. Helga er jafnframt yngsti keppandinn í sjöþrautinni. „Að ná yfir 6.000 stigin er óraunhæft eins og staðan er í dag. Mér finnst það mjög ólíklegt að það takist en það var markmiðið fyrir sumarið,“ segir Helga sem vonast til að fá meiri léttleika í æfingar sínar og að gera helst betur í öllum greinum en í Kanada. Helga keppir klukkan 9.00 í 100 metra grindahlaupi, þá í hástökki klukkan 10.05, í kúluvarpi klukkan 16.45 og loks í 200 metra hlaupi klukkan 18.55. Keppninni lýkur svo á morgun. Þá keppir Óðinn Björn Þorsteinsson í kúluvarpi í dag og Þorsteinn Ingvarsson í langstökki. HELGA MARGRÉT ÞORSTEINSDÓTTIR: HEFUR LEIK Í SJÖÞRAUT Á EM Í BARCELONA Í DAG Þrautin þyngri hjá þeirri yngstu á meðal goðanna > Garðar gæti samið við Stjörnuna í dag Knattspyrnukappinn Garðar Jóhannsson sagði við Frétta- blaðið í gær að það væri lítið að gerast í sínum málum erlendis og að hann gæti samið við sitt gamla félög, Stjörn- una í dag. Garðar er uppalinn í Garðabænum en hann er samningslaus eftir að hafa yfirgefið Hansa Rostock í Þýskalandi. Félagaskiptagluggan- um á Íslandi er lokað annað kvöld og því þyrfti Garðar að semja í dag. Stjarnan hefur verið í sambandi við Garðar sem sagði að hann gæti samið við liðið með því skilyrði að hann gæti farið frítt til Evrópu finni hann sér annað lið þar í ágúst. FÓTBOLTI Jóhann Berg Guðmunds- son nýtti tækifærið sem hann fékk í gær vel er hann skoraði annað mark sinna manna í hol- lenska liðinu AZ Alkmaar í 2-0 sigri á IFK Gautaborg frá Sví- þjóð í undankeppni Evrópudeild- ar UEFA. Jóhann Berg hefur leikið vel á undirbúningstíma- bilinu en hann lék með varaliði félagsins á síðustu leiktíð. Leikið var í Hollandi en Jóhann Berg lék allan leikinn og skoraði markið á 55. mínútu. Kolbeinn Sigþórsson var á bekknum. Hjálmar Jónsson og Ragnar Sigurðsson voru í byrjunarliði IFK Gautaborgar og léku allan leikinn. Theódór Elmar Bjarna- son kom inn á sem varamaður á 60. mínútu. - esá Nýtti tækifærið vel: Jóhann Berg skoraði fyrir AZ FÓTBOLTI Liverpool er í góðri stöðu í undankeppni Evrópudeild- ar UEFA eftir 2-0 sigur á FK Rabotnicki í fyrri leik liðanna í þriðju umferð. Liðin mætast á ný á Anfield í næstu viku. David N‘Gog skoraði mörk Liverpool í gær, bæði af stuttu færi. Flestar stórstjörnur Liver- pool léku ekki í gær en þeir Martin Skrtel, Daniel Agger, Milan Jovanovic, Lucas Leiva og Alberto Aquilani voru allir í byrj- unarliði Liverpool. Annað stórveldi í Evrópu, Juventus, er einnig í góðri stöðu eftir 2-0 sigur á írska lið- inu Shamrock á útivelli í gær. Amauri skoraði bæði mörk liðs- ins. -esá Góð byrjun hjá Hodgson: Liverpool vann í Makedóníu GLEÐI Leikmenn Liverpool fagna öðru marka Davids N‘Gog. NORDIC PHOTOS/AFP HANDBOLTI Ísland hóf í gær keppni á Evrópumeistaramóti U-20 landsliða í Slóvakíu. Ísland vann öruggan sigur á heimamönnum í fyrsta leik, 32-26. Staðan var 15-12 í hálfleik en íslensku strákarnir höfðu undir- tökin strax frá byrjun og hleyptu Slóvökum aldrei nálægt sér. Íslendingar stungu svo af á loka- mínútum leiksins. Haukamaðurinn Guðmundur Árni Ólafsson var markahæst- ur Íslands með níu mörk en þeir Oddur Grétarsson, Heimir Óli Heimisson og Ragnar Jóhannsson skoruðu fjögur mörk hver. - esá EM U-20 landsliða í Slóvakíu: Góður sigur á heimamönnum FRJÁLSAR Ásdís Hjálmsdóttir varð í tíunda sæti í spjótkasti kvenna á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum sem nú fer fram í Barcelona. Hún kastaði lengst 54,32 metra sem er þó nokkuð frá Íslandsmeti hennar sem er 61,37 metrar. Alls komust tólf í úrslitin en aðeins átta fengu sex kasttilraun- ir. Ásdís gerði ógilt í fyrsta kasti en náði sínu besta kasti í næstu tilraun. Hún kastaði svo spjótinu 52,32 í þriðju tilrauninni. Þetta er næstbesti árang- ur íslensks spjótkastara á Evr- ópumeistaramóti en Vilhjálmur Einarsson varð níundi á EM í Split í Króatíu árið 1990. Þjóðverjar urðu í þremur af efstu fjórum sætunum. Linda Stahl varð Evrópumeistari með kasti upp á 66,81 metra sem er hennar besti árangur á ferlinum. Í öðru sæti varð landa hennar, Christina Obergföll. Ólympíumeistarinn og heims- methafinn, Barbora Spotakova frá Tékklandi, mátti sætta sig við bronsið í gær. Heimsmeistarinn, Mariya Abakumova frá Rússlandi, varð fimmta. Keppni heldur áfram í Barce- lona í dag og verða þrír Íslending- ar í eldlínunni í sínum greinum. Helga Margrét Þorsteinsdóttir hefur keppni í sjöþraut. Þá keppir Óðinn Björn Þorsteinsson í kúlu- varpi og Þorsteinn Yngvason í langstökki. - esá Ásdís Hjálmsdóttir keppti í gær í spjótkasti á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Barcelona: Næstbesti árangur íslensks spjótkastara á EM ÁSDÍS Náði ekki að sýna sínar bestu hliðar á EM í Barcelona. NORDIC PHOTOS/AFP FÓTBOLTI Rúnar Kristinsson og Heimir Guðjónsson spiluðu saman upp alla yngri flokka með 1969- árganginum í KR og núna mætast þeir í bikaúrslitaleiknum á Laug- ardalsvelli 14. ágúst. KR-ingar eru komnir í bikarúrslitaleikinn í sextánda sinn í sögu félagsins eftir 4-0 sigur í Reykjavíkurslagn- um við Fram og það lítur út fyrir að þjálfaraskiptin hafi gengið full- komlega upp. „Að mati flestra er þetta úrslita- leikurinn sem margir vildu sjá þegar mótið byrjaði. Það er fyrst og fremst frábært fyrir strákana að komast í bikarúrslitaleikinn og fyrir strákana að fá að labba inn á Laugardalsvöllinn með hann fullan af fólki. Ég held að það verði mikið af fólki á leiknum fyrst við erum að fara að mæta FH og það verð- ur mikil stemning og hægt að aug- lýsa þennan leik mikið upp,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir leikinn í gær en hann stýrir þar KR-liðinu á móti lærisveinum Heimis Guðjónssonar sextán árum eftir að þeir unnu saman langþráð- an bikarmeistaratitil með KR árið 1994. „Við Heimir spiluðum saman fót- bolta einu sinni í viku í allan vetur. Við erum góðir vinir og spiluðum saman á miðjunni hjá KR á okkar yngri árum. Við erum góðir félag- ar og það verður gaman að mæta honum. Þetta verður samt ekki leikur á milli mín og hans því þetta er leikur á milli KR og FH og liðs- heildanna,“ sagði Rúnar. Framarar byrjuðu leikinn vel á KR-vellinum í gær og voru með yfirburðina á móti slöppum KR- ingum fyrsta hálftíma leiksins. Framliðið leit vel út, og átti miðj- una. Leikurinn breyttist hins vegar snögglega á 29. mínútu þegar Guð- jón Baldvinsson var óvænt við það að sleppa í gegnum vörn Fram og Kristján Hauksson, fyrirliði Fram- liðsins felldi hann. Gunnar Jarl Jónsson dómari leiksins gat ekk- ert annað en rekið Kristján út af og Framarar því orðnir manni færri þegar klukkutími var eftir af leiknum. „Framarar voru gríðarlega sterkir og vel skipulagðir. Þeir voru mjög skeinuhættir í byrjun leiks og við vorum rétt komnir inn í leikinn þegar þeir missa mann út af. Það gerir það að verkum að við náðum þeim og kláruðum leik- inn mjög vel. Ég var mjög ánægð- ur með strákana að hafa ekki sla- kað á þótt við værum orðnir manni fleiri,“ sagði Rúnar. KR-ingar fengu þarna leikinn á silfurfati. Framliðið varð að fækka mönnum framar á vellinum og KR- ingar náðu fyrir vikið tökum á miðjunni. KR-liðið skapaði þó ekki mikið en það var allt annað að sjá leik liðsins. Það var síðan fimm mínútum fyrir hálfleik að staða Framliðs- ins varð enn erfiðari þegar Viktor Bjarki Arnarsson las hárrétt frá- bært utanáhlaup Skúla Jóns Frið- geirssonar. Skúli lagði boltann út í teiginn frá endamörkum þar sem Óskar Örn Hauksson var á réttum stað og kom KR í 1-0. KR var því komið með lykilstöðu fyrir seinni hálfleik, manni fleiri og marki yfir og því fátt í stöðunni fyrir Framliðið. Óskar Örn lagði upp skallamark fyrir Grétar Sig- finn Sigurðarsson á 58. mínútu og eftir það var þetta aldrei spurning. Björgólfur Takefusa innsiglaði síðan sigurinn með tveimur mörk- um á síðustu 20 mínútunum, það fyrra skoraði hann með þrumu- skoti eftir stutta aukaspyrnu Ósk- ars Arnar en það síðara af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Baldurs Sigurðssonar. KR-ingar byrja frábærlega undir stjórn Rúnars Kristinssonar og hafa nú unnið tvo fyrstu leikina hér á landi undir hans stjórn með markatölunni 7-0. Liðið fékk leik- inn upp í hendurnar í gær en það var líka kominn tími á að hlutirnir færu eitthvað að falla með þeim á þessu vandræðasumri. ooj@frettabladid.is Rúnar byrjar frábærlega með KR KR vann 4-0 sigur á tíu manna liði Fram í undanúrslitaleik VISA-bikars karla og mætir FH í úrslitunum. Rúnar Kristinsson byrjar vel með KR og mætir vini sínum og æskufélaga á miðju KR-liðsins í úrslitaleiknum. FÖGNUÐU VEL OG INNILEGA KR-ingar skoruðu fjögur mörk gegn Frömurum í gær og tryggðu sér þar með sæti í úrslitaleiknum gegn Íslandsmeisturum FH með stæl. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.