Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 6
6 31. júlí 2010 LAUGARDAGUR ■ Snekkjan Octopus er níunda stærsta snekkja veraldar, og sú þriðja stærsta sem ekki er í eigu þjóðhöfðingja eða ríkisstjórna. ■ Hún er 126 metra löng, um 50 metrum lengri en Eyjaferjan Herjólfur. ■ 60 manna áhöfn er á snekkjunni öllum stund- um. ■ Á þilfari snekkjunnar eru tveir þyrlupallar, að framan og að aftan, og tvær þyrlur. ■ Á henni eru sjö smærri bátar sem notaðir eru í styttri ferðir og siglingar til og frá landi. Sá stærsti er þó heilir nítján metrar að lengd. ■ Tveir kafbátar eru um borð í snekkjunni, annar fjar- stýrður könnunarkafbátur og hinn tíu manna kafbátur með svefnrými fyrir átta í allt að tvær vikur. ■ Snekkjan var smíðuð í Þýskalandi, eins og reyndar allar tólf stærstu snekkjur veraldar, og afhent árið 2003. ■ Á efra þilfarinu er sundlaug, körfuboltavöllur á því neðra, og á hliðum skipsins eru opnanlegir hlerar í hæð við vatnsborðið sem notaðir eru sem kvíar fyrir sjósleða. ■ Smíði snekkjunnar kostaði um 25 milljarða og þá kostar hálfan þriðja milljarð á ári að gera hana út. ■ Eigandinn, Paul Allen, er einn af auðugustu mönnum veraldar, og vermdi 37. sæti á lista Forbes síðast. ■ Allen stofnaði hugbúnaðarfyrirtækið Microsoft með Bill Gates á sínum tíma. ■ Eignir hans eru metnar á um 13,5 milljarða Banda- ríkjadala, sem svarar til ríflega 1.620 milljarða króna. ■ Allen lætur sér ekki nægja eina snekkju, heldur á hann einnig snekkjuna Tatoosh, sem er sú 26. stærsta í heiminum, og aðra litlu minni sem kallast Méduse. Ert þú ánægð/ur með upphaf aðildarviðræðna Íslands við ESB? Já 37,5% Nei 62,5% SPURNING DAGSINS Í DAG: Telur þú aðgang að hreinu vatni teljast til mannréttinda? Segðu þína skoðun á visir.is RÚSSLAND, AP Minnst 25 hafa látist í skógareld- um í Rússlandi síðustu tvo daga. Eldar hafa breiðst út yfir um 90 þúsund hektara svæði undanfarna daga, í kjölfar mik- illa hita í landinu. Hitamet var slegið í síðustu viku og júlímánuður var heitasti mánuður í Moskvu frá því að hitamælingar hófust fyrir 130 árum. Miklir þurrkar eru á ökrum og í skógum og hefur uppskera eyðilagst að mestu. Vladimir Pútín forsætisráðherra heim- sótti svæðið í gær og fór meðal annars til eins þriggja smábæja sem brunnu til kaldra kola tæpum 500 kílómetrum austan við Moskvu. Pútín lofaði íbúum þar því að öll húsin í bænum, 341, yrðu endurbyggð fyrir veturinn. Þá lofaði hann hverjum bæjarbúa 200 þúsund rúblum, um 780 þúsund krónum, í skaðabætur. Voronezh, borg sunnan við Moskvu er nán- ast umkringd af skógareldunum, og þurfti meðal annars að flytja sjúklinga af sjúkrahús- um í flýti í gær. Pútín hvatti í gær Medvedev forseta til þess að senda herlið til að aðstoða við að slökkva eldana. Þá sagði hann að allir opinberir starfs- menn sem eigi aðild að björgunarmálum verði rannsakaðir sérstaklega til að komast að því hvort einhverjir hafi brugðist í starfi. - þeb Eldar herja nú á stór svæði í Rússlandi eftir methita og þurrka undanfarið: Skógareldar orðið 25 að bana í Rússlandi Á FERÐ UM SVÆÐIÐ Vladimir Pútín forsætisráðherra Rússlands ferðaðist um svæðin sem hafa orðið hvað verst úti í skógareldunum. N O R D IC PH O TO S/ A FP UMHVERFISMÁL Risasnekkjan Octopus, sem er í eigu auðjöfurs- ins Pauls Allen, kom til landsins í gær og lá við akkeri í ytri höfn- inni í Reykjavík fram á kvöld. Þá stóð til að hún legðist við festar við Miðbakka. Ráðgert er að snekkjan verði hér í sex daga. Mikil leynd ríkir yfir ferð snekkjunnar. Hún er ein sú stærsta í heimi, 126 metrar á lengd eða um 50 metrum lengri en Herjólf- ur. Snekkjan er meðal annars búin tveimur kafbátum. Skipverjar á Octopus hyggjast kafa niður að tveimur skipsflök- um; eftirlitsskipinu Hamilton og olíuskipinu Shirlon. Báðum skipun- um var sökkt í seinni heimsstyrj- öldinni. Þá munu skipverjar hafa kannað möguleikann á leyfi til köf- unar í Þingvallavatni. Um miðjan dag í gær hafði Forn- leifavernd ríkisins ekki fengið upp- lýsingar um fyrirætlanir áhafnar Octopus. Kristín Huld Sigurðar- dóttir, forstöðumaður stofnunarinn- ar, gagnrýndi það harkalega í sam- tali við Fréttablaðið, sagðist hafa verið í sambandi við áhöfnina en verið neitað um allar upplýsingar. Heimsókn snekkjunnar hafi verið komin inn á borð nokkurra stofn- ana og ráðuneyta fyrir löngu síðan, og nefndi í því sambandi utanrík- isráðuneytið, dómsmálaráðuneytið og Umhverfisstofnun. Engin þess- ara stofnana hafði haft samband við hana fyrr en þegar líða fór á kvöldið. „Það gleymdist að tala við okkur en við hefðum kosið að þeir hefðu gert það,” segir Kristín Huld. Nú sé hins vegar búið að tryggja það að stjórnsýslan sé rétt og upplýsa áhöfnina um þau lög sem gilda um þjóðminjar. „Ef skip eru eldri en hundrað ára eða friðlýst þarf leyfi frá okkur,“ segir Kristín Huld en slíku sé ekki til að dreifa með flökin af Hamilton og Shirlon. - sh / kh Ætla að kafa niður að tveimur skipsflökum Áhöfnin á risasnekkjunni Octopus, sem liggur við Reykjavíkurhöfn, hyggst kafa niður á tvö skipsflök. Snekkjan er ein sú stærsta í heimi, 126 metrar á lengd. KOLKRABBINN Octopus, eða Kolkrabbinn, er gríðarlegt mannvirki. Um borð eru meðal annars tveir kafbátar og er annar þeirra með svefnpláss fyrir átta manns í allt að tvær vikur. FRÉTTABLAÐIÐ / ANTON PAUL ALLEN Þyrlur og kafbátar í einni stærstu snekkju veraldar EIN STÆRSTA SNEKKJA VERALDAR Kolkrabbinn er stór, 126 metrar að lengd og hefur 60 manna áhöfn. KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.