Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 10
10 31. júlí 2010 LAUGARDAGUR FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is MENNING: Páll Baldvin Baldvinsson fulltrúi ritstjóra pbb@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is greinar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 SPOTTIÐ ÞORSTEINN PÁLSSON AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR Í umræðum um kaup Magma á HS orku er jafnan gengið út frá því að auðlindir landsins séu þjóðareign. Flestir skilja það á þann veg að auðlindirnar séu og eigi að vera í eigu ríkisins eða sveitarfé- laga. Málið er aðeins flóknara. Fiskimiðin eru almenningur þar sem ríkisvaldið setur þær leikregl- ur um nýtingu sem það telur skyn- samlegar. Útvegsmenn fá síðan ákveðinn nýtingarrétt sem felur í sér takmörkuð eignarréttindi. Ákveða má með lögum að gjald komi fyrir þann rétt. Auðlindir á landi lúta á hinn bóg- inn alfarið leikreglum einkaeignar- réttar. Stærstur hluti nýtanlegrar orku í vatnsföllum og jarðhita er í eigu ríkis eða sveitarfélaga. Hluti þessara auðlinda er í einkaeigu, mest bænda. Auðlindagjald er ákveðið í samn- ingum en ekki lögum. Útlending- ar geta ekki átt meirihluta í fyr- irtækjum sem eiga veiðirétt í sjó. Þeir geta hins vegar keypt jarð- ir sem geyma vatnsréttindi og jarð- hita. Lögum samkvæmt er ríki og sveitarfélögum þó óheimilt að selja slíkar auðlindir til einstaklinga. Þessi takmörkun tekur til stærsta hluta nýtanlegra réttinda. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að vinda ofan af kaupum Magma á HS orku. Sá kaupskapur var við erlenda kröfuhafa Íslandsbanka. Að vinda ofan af verður því ekki skilið á annan veg en þann að um þjóðnýt- ingu sé að tefla. Ella eru þessi orð marklaus. Vel má vera að svo sé. Rökin eru þau að koma auðlindum undir opinber yfirráð. Verkurinn er sá að HS orka á ekki orkulindir. Þær eru í eigu sveitarfélaga á Suð- urnesjum. HS orka greiðir úrsvars- greiðendum þar auðlindagjald fyrir afnotin. Það gjald mælir opinbera arðsemi þeirra. Hverju á að ná fram með því að vinda ofan af samningnum? Umræðan vellur áfram án þess að nokkur sýni þeirri hlið málsins áhuga. Þjóðnýting Fyrst þarf að svara þeirri spurningu hvað þjóðnýting kostar. Svarið er einfalt: Ríkissjóður þarf að ganga inn í samninginn og greiða kaup- verðið. Þeir fjármunir eru ekki til. Þá þarf að taka að láni. Skattgreiðendur þurfa að greiða útlendingum háa vexti af þeirri lán- töku. Útlendingar geta grætt meir á lánveitingum til orkuframleiðslu en fjárfestingum. Vegna mikils halla á rekstri ríkis- sjóðs getur hann ekki aukið umsvif sín. Til þess að ráðast í þessa fjár- festingu þarf hann því að skera niður fjárfestingu í velferðarkerf- inu á móti. Satt best að segja er það óskynsamleg forgangsröðun. Slíkur fórnarkostnaður breytir engu um opinber yfirráð yfir auð- lindinni. Eini möguleikinn til breyt- inga er að hafa áhrif á auðlinda- gjaldið. Ríkissjóður gæti sem nýr eigandi boðist til þess að hækka auðlindagjaldið til útsvarsgreið- enda á Suðurnesjum. Það kæmi sér vel fyrir Suðurnesjamenn. En hvaða hag hafa tekjuskattsgreiðendur af því ef þeir borga brúsann? Á sama hátt gæti ríkissjóður krafist þess að auðlindagjaldið yrði lækkað til að létta byrði tekju- skattsgreiðenda. Er það markmið- ið? Réttilega má deila um tímalengd nýtingarréttar. Stytting hans gæti þó leitt til lækkunar á auðlinda- gjaldinu. Hvaða skynsemi er í því að lækka auðlindagjaldið sem útsvarsgreiðendur á Suðurnesjum njóta nú? Ef ekki á að breyta auðlinda- gjaldinu, sem mælir opinbera arð- semi, hver er þá tilgangurinn með því að vinda ofan af kaupunum? Frá sjónarmiði almannahagsmuna er markmiðið enn óútskýrt. Efni málsins Að þessu virtu sýnast deilurnar alls ekki snú-ast um auðlindayfirráð. Þær virðast í raun réttri endurspegla andstöðu við erlenda fjárfestingu og átök um völd. Opinber eignarréttur á orku- lindum hefur ekki verið VG heil- agur. Sveitarfélagið Árborg átti lítinn hlut í Hitaveitu Suðurnesja. VG stóð að því að selja þann hlut til einkafyrirtækis. Á þessum tíma töldu ríkið og nokkur sveitarfélög betra að binda peninga skattborgaranna í félagslegum verkefnum en orku- framleiðslu til stóriðju. Gallinn var sá að þá voru menn einnig að selja hlut í orkulindinni. Nú snýst málið bara um framleiðslu- hlutann. Vatnsréttindi vegna virkjana í neðri hluta Þjórsár eru að hluta í eigu einstaklinga. Engir hafa gengið fram af meiri vaskleik til að verja þann einkaeignarrétt á auðlindum en einmitt þingmenn VG. Þegar einkaeignarrétturinn stendur í vegi fyrir virkjunum og erlendri fjárfestingu ver flokk- urinn einkaeignarréttinn á þessu sviði af meira kappi en aðrir. Þessi mótsagnakenndi málflutn- ingur bendir til þess að vinstri armur VG kyndi undir þessari umræðu í átökum um völdin í flokknum. Talsmenn Heimssýn- ar telja aftur móti að nái vinstri armurinn undirtökum í VG styrki þeir sjálfir stöðu sína í Evrópu- andstöðunni. Þegar svo stendur á víkja málefnaleg rök. Um leið og Ögmundur Jónas- son verður gerður að ráðherra á ný mun draga úr upphlaupum af þessu tagi. Það gæti verið ódýrari lausn fyrir þjóðina. Hví að bíða með hana? Ódýrari lausn Þú færð Fréttablaðið á kostnaðarverði á 90 stöðum um land allt. Nánari upplýsingar á visir.is/dreifing Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU V erslunarmannahelgin er nú gengin í garð með þeim ferðalögum og skemmtanahaldi sem þessari helgi heyra til, helginni þegar þorri þjóðarinnar á sameiginlegt þriggja daga frí sem er kærkomið þegar farið er að síga á seinni hluta sumars. Veðurhorfur eru góðar um allt land í ár. Útlit er því fyrir að bæði ferðafólk og þeir sem heima sitja muni geta átt góða daga fram á mánudag. Tvennt er það sem alltaf vekur nokkurn kvíða þegar þessi ferða- og skemmtihelgi nálgast. Annars vegar gangur mála í umferðinni og hins vegar áfengis- og vímuefnaneysla á hátíðum og óskemmti- legir og stundum óhugnanlegir fylgifiskar hennar. Sjaldan eru fleiri á ferðinni á vegum landsins en um verslunar- mannahelgi. Bílstjórar þurfa því að sýna ýtrustu varkárni og þolin- mæði. Lögreglan hefur mikinn viðbúnað og er með stóraukið eftir- lit á vegum. Reynslan hefur sýnt að þessi viðbúnaður skilar sér í greiðari og farsælli umferð. Svo verður vonandi að þessu sinni. Þar sem fjöldi manna kemur saman eins og gerist víða núna um helgina geta auðveldlega orðið óhöpp og núningur komið upp. Þegar við bætist að margir eru undir áhrifum sýnir reynslan að það er eins og olía á eld. Því miður koma alltaf upp ofbeldismál í tengslum við hátíðir um versl- unarmannahelgar sem þó eiga að vera, og eru þegar allt gengur vel, skemmtun. Á sama hátt og lögreglan hefur aukinn viðbúnað í umferðinni er styrkur hennar aukinn þar sem hátíðir standa. Ljóst er þó að það dugar ekki til. Þeir sem standa fyrir hátíðum þurfa einnig að gæta þess að sinna gæslu. Öryggisgæsla verður að vera veruleg þar sem saman eru komnar þúsundir við þær í raun furðulegu aðstæður að áfengisneysla er viðurkennt athæfi allan sólarhringinn. Ofbeldi og nauðganir hafa því miður verið hvimleiður fylgifisk- ur hátíðahalda um verslunarmannahelgi og er þá undantekning- arlítið tengt áfengisneyslu. Það er leitt að svo virðist sem erfitt sé að halda slíkar hátíðir án þess að beitt sé ofbeldi. Þegar er orðið ljóst að helgin verður ekki líkamsárásalaus því strax í gærkvöld komu fréttir af líkamsárásum í Vestmannaeyjum. Furðulegt verður þó að telja að lögreglan kvað hátíðahöld hafa gengið vel. Það kann að vera að einhverjum finnist nokkrar „léttar“ lík- amsárásir ásættanlegar og að hátíðahöld geti talist ganga vel ef enginn hlýtur óbætanlegan skaða af völdum ofbeldis, líkamlegs eða kynferðislegs. En getur ein líkamsárás, létt eða þung, verið ásættanleg? Að ekki sé talað um nauðgun! Svarið er vitanlega, nei. Það á aldrei að fallast á ofbeldi sem nauðsynlegan fórnarkostnað við samkomuhald eins og um versl- unarmannahelgi. Vonandi rís sá dagur að hægt verði að ná sam- komulagi um það. Hvað þýðir að hátíðahöld gangi vel? Uppá palli, inní tjaldi ... SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.