Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 12
12 31. júlí 2010 LAUGARDAGUR Ó mar Ragnarsson tók um síðustu helgi við tæpum þrett- án milljónum króna sem söfnuðust meðal almennings í átaki sem hafði það að markmiði að gera hann skuldlausan. Það tókst og gott betur. Ómar hefur undanfar- in misseri unnið að gerð heimild- armyndar um jarðhitasvæðið við Leirhnjúk og Gjástykki þar sem eldsumbrotin sem nefnd hafa verið Kröflueldar voru á árunum 1975 til 1984. Heimildarmyndin mun bera nafnið Sköpun jarðar og ferðin til Mars og gaf Ómar Fréttablaðinu forskot á sæluna. Einstakur staður „Þegar þú gengur upp á Hreindýra- hól núna þá sérðu umbrotasvæð- ið frá 1975 til 1984 ósnortið. Eftir að búið er að virkja þarna eins og nú stendur til þá er útsýnið ónýtt. Þess vegna vil ég draga víglínuna aðeins til vinstri miðað við núver- andi svæði,“ segir Ómar um svæðið sem hann ætlar að fjalla um. „Upp- haflega átti myndin að vera 25 mín- útur en hún hefur vaxið upp í það að vera bíómynd í fullri lengd. Það er ekki hægt að gera þetta öðru- vísi,“ segir Ómar. Ómar segir að myndin muni bera nafnið Sköpun jarðar og ferðin til Mars og vonast til þess að geta frumsýnt hana í febrúar á næsta ári. Svæðið sé það eina í heimin- um þar sem hægt er að komast nálægt því að upplifa þessa tvo hluti. Ómar útskýrir að í Kröflu- eldum hafi náðst einstæðar mynd- ir af því þegar meginlandsflek- ar Ameríku og Evrópu gliðnuðu í sundur og upp komu jarðeldar í gjám á flekaskilunum. Um þessar gjár sé nú hægt að ganga og þá séu álfurnar á sitt hvora hönd. „Ekki nóg með það, heldur stendurðu þá á nýju hrauni, nýju Íslandi og upplif- ir þannig sköpun Íslands og jarðar- innar,“ segir Ómar og bætir svo við að í Gjástykki hafi Alþjóðasamtök um ferðir til Mars valið sér æfinga- svæði fyrir Marsfara líkt og Askja var valin sem svæði fyrir tunglfara árið 1967. Mat Íslendinga á verðmætum einkennilegt Svandís Svavarsdóttir umhverfis- ráðherra lýsti því yfir í vor að und- irbúningur væri hafinn að frið- un Gjástykkis. Ómar segist ekki hafa trú á því að svæðið verði látið í friði. „Svandís er bara einn ráðherra af tólf. Loforð eru ekki mikils virði í dag. Skömmu fyrir kosningarnar 2007 kynntu Jón- ína Bjartmarz og Jón Sigurðsson, þáverandi umhverfis- og iðnaðar- ráðherra, kort yfir staði sem ekki mátti snerta við nema eftir ítarleg- ar rannsóknir og sérstaka atkvæða- greiðslu á Alþingi. Tveimur dögum fyrir kosningar gaf Jón Sigurðsson svo út leyfi til Landsvirkjunar um að fara inn á svæðið við Gjástykki og Leirhnjúk sem var inni á þessu korti,“ segir Ómar og er augljós- lega mikið niðri fyrir. „Það er alltaf talað fagurlega um að friða hitt og þetta en það er bara ekki gert. Mat okkar Íslendinga á verðmætum er ákaflega mikið öðruvísi en ann- arra þjóða í krafti reynslu þeirra á þessu sviði.“ Ómar hefur margt við það að athuga hvernig staðið er að virkj- unarframkvæmdum á Íslandi. „Mér finnst til dæmis undarlegt hvernig alltaf er talað um þessar framkvæmdir. Fólk heldur að það sé verið að stækka Kröfluvirkjun og þannig er alltaf talað um þær. Í raun og veru er hins vegar verið að fara inn á Leirhnjúk. Kröflusvæðið er teygt eftir hentisemi af virkjun- araðilum til að afvegaleiða umræð- una,“ segir Ómar. Hann bætir því svo við að búið sé að loka svæðinu með keðju þannig að almenning- ur geti ekki ferðast um það. Þess vegna þekki ekki nokkur maður svæðið og þar með sé greið leið fyrir virkjunaraðila að gera hvað sem er þarna. „Núna á að fara í tilraunaboranir þarna en það er auðvitað bara byrj- unin á virkjunarframkvæmdum. Landsvirkjun hendir ekki 400 millj- ónum króna í boranir nema til þess að geta sagt eftir á að búið sé að eyða 400 milljónum í verkefnið og því sé ekki hægt að snúa við,“ segir Ómar. „Sagt var á sínum tíma að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af því að ímynd svæðisins yrði skemmd þar sem farið yrði í skáborun. Það hefur hins vegar ekki staðist heldur bora þeir alveg við tjörnina hjá Víti og þarna eru núna fjórar eða fimm borholur sem síðan á eftir að leggja leiðslur úr.“ Að síðustu segir Ómar sér þyki mjög undarlegt hvernig staðið sé að mati á umhverfisáhrifum í framkvæmdum á borð við þess- ar. „Þarna er það metið sem svo að vegna þess að hraunið sé svo nýrunnið þá sé það lítils virði. Það finnst mér mjög skrítið.“ Söfnunin Ómari mikilsverð Ómari voru afhentar tæpar þrettán milljónir króna síðasta laugardag en þar var um að ræða afrakstur söfnunar sem Friðrik Weisshappel setti af stað með það að markmiði að gera Ómar skuldlausan. Ómar skuldaði fyrir söfnunina um fimm milljónir og hann segir að mikill tími og orka hafi farið í að greiða úr skuldunum. Ómar segir söfnun- ina skipta hann miklu máli. „Þetta er sérkennilegt. Ég átti aldrei von á því að neitt þessu líkt gæti gerst. Ég hefði aldrei getað látið mér detta í hug að einhver sem ég þekki ekki neitt gæti komið þessu af stað. Þetta var ekki gert að mér forspurðum heldur var bara skyndilega farið af stað og fyrr en varði hafði nóg safnast til að greiða niður skuldirnar og gott betur,“ segir Ómar. Spurður hvernig honum líði við að fá slíka viðurkenningu á störfum sínum frá almenningi segir Ómar: „Þetta er allavega viðurkenning á því að maður hafi ekki verið að gera tóma vitleysu öll þessi ár. Þessi söfnun er mér mjög mikilsverð og ég er þakk- látur fyrir að geta haldið áfram með verkefnin.“ Átta heimildarmyndir í gerð Ómar Ragnarsson segir pening- ana hafa þá þýðingu fyrir sig að í stað þess að gríðarleg orka fari í að sinna skuldunum þá geti hann nú farið að vinna aftur að fullum krafti við þær átta heimildarmynd- ir sem hann hefur í bígerð. „Þess- ar heimildarmyndir urðu nán- ast allar þannig til að það átti að fara að virkja einhvers staðar og ég þurfti að hafa hraðar hendur,“ segir Ómar. „Árið 2004 átti að virkja í Torfa- jökli og þá byrjaði ég á mikilli vinnu, ferðalögum og peninga- eyðslu í að gera heimildarmynd um svæðið áður en það hyrfi. Síðan var framkvæmdunum frestað en þá kom Kárahnjúkavirkjun upp. Þá fór maður að fylgjast með því svæði því ég vil kynna þjóðina fyrir svæðinu sem fór undir vatn og leir,“ segir Ómar og bætir við að síðan hafi hvert málið komið upp á fætur öðru. „Það stendur enn til að reisa olíuhreinsistöð á Vestfjörðum. Ekk- ert annað Evrópuríki hefur áhuga á að gera slíkt. Svo er það Gjástykki en þar er þegar búið að valda rösk- un við Leirhnjúk.” Búinn að byggja flugvöll fyrir eina myndina Það er þó ekki þannig að öll verk- efni Ómars fjalli um virkjunar- framkvæmdir. Hefur hann einnig unnið að heimildarmynd sem velta á upp þeirri spurningu hvað hefði gerst ef Þjóðverjar hefðu í seinni heimsstyrjöldinni fengið veður af svæði norðan við Brúarjökul sem var og er fullkomlega nothæft sem flugvöllur. „Ég hélt að þessi mynd yrði kannski auðseljanlegust. Svo kemur í ljós að hún verður svo dýr að ég klára hana varla. Ég ætla samt sem áður að reyna það. Ég er kominn svo langt með hana að ég get ekki hætt núna. Ég er meira að segja búinn að reisa flugvöll fyrir mynd- ina,“ segir Ómar. Heimildarmyndin mun bera nafnið Brúarjökull og innrásirn- ar í Ísland og Ómar segir að helst þyrfti nokkur hundruð milljónir til að klára hana. „Myndin snýst um flugvallarstæði sem var uppgötv- að af Agnari Koefoed Hansen og Bergi Gíslasyni árið 1939. Ég hef reist þar flugvöll sem hefur fengið starfsleyfi og er svipaður að stærð og Reykjavíkurflugvöllur,“ segir Ómar. „Í myndinni velti ég því fyrir mér hvað hefði gerst ef Þjóð- verjar hefðu fengið upplýsingar um svæðið en mér þykir líklegt að þeir hefðu nýtt sér þær.“ Kvikmyndabransinn erfiður Ómar stefnir að því að frumsýna Sköpun jarðar og ferðina til Mars í febrúar. Hann segir framhald hinna myndanna svo ráðast af því hvernig þessari mynd svo gengur. „Ef þetta verður eins með þessa mynd og myndirnar Á meðan land byggir sem fékk Edduverðlaun og In memorian sem fékk verðlaun á alþjóðlegum kvikmyndahátíðum en sköpuðu aldrei neina peninga þá er ekki víst hvernig fer fyrir hinum myndunum. Það lifir enginn á Edduverðlaunum,“ segir Ómar. Hann bætir því svo við að hann ýki kannski þegar hann segir að engir peningar hafi komið inn. „Það komu einhverjir peningar seint og síðar meir sem ollu því að ég gat hafist handa við myndina um Örkina og Kárahnjúkavirkjun,“ segir Ómar. Hann telur að sú mynd ætti að öllu eðlilegu að kosta 60 til 70 milljónir og segist ekki sjá fram á að hún verði sýnd fyrr en að honum látnum. „Ég er svo sem ekki að flýta mér með hana heldur. Land- ið er núna farið undir vatn og það er kannski best að núverandi kyn- slóð horfi ekki upp á það sem hún hefur gert.“ Sköpun jarðar og ferðin til Mars Ómar Ragnarsson vinnur um þessar mundir að gerð heimildarmyndar um jarðhitasvæðið við Leirhnjúk og Gjástykki. Kvik- myndagerðin hafði steypt Ómari í skuldir en söfnun meðal almennings hefur nú gert hann skuldlausan. Magnús Þorlákur Lúð- víksson ræddi við Ómar sem er síður en svo aðgerðarlaus þrátt fyrir að verða sjötugur í september. TILRAUNABORANIR VIÐ VÍTI Mynd sem Ómar tók af tilraunaborunum sem verið er að gera við Víti við Gjástykki og Leirhnjúk. Ómar óttast að farið verði illa með þetta merka svæði. SAUÐÁRFLUGVÖLLUR Ómar Ragnarsson hefur byggt heilan flugvöll fyrir eina af kvik- myndum sínum. Sauðárflugvöllur er að sögn Ómars þriðji stærsti flugvöllur landsins. ÓMAR RAGNARSSON Sjónvarpsstjarnan, skemmtikrafturinn, náttúruverndarsinninn en umfram allt Íslendingurinn Ómar Ragnarsson fékk rausnarlega gjöf frá lands- mönnum nýverið þegar tæpar þrettán milljónir króna söfnuðust handa honum í stuttu söfnunarátaki. Ómar vinnur um þessar mundir baki brotnu að átta heimildar- myndum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM ■ Sköpun jarðar og ferðin til Mars Mynd sem ætlað er að fjalla um mismunandi möguleika á nýtingu svæðisins sem kennt er við Leirhnjúk og Gjástykki norður af Kröflu. ■ Örkin Myndin dregur nafn af samnefndum báti sem Ómar notaði til siglinga á lónum Kárahnjúkavirkjunar jafjnóðum og þau mynduðust. Í henni mun þjóðin í fyrsta sinn kynnast að einhverju marki því svæði sem fór undir vatn og leir og öðrum afleiðingum fram- kvæmdanna. ■ Brúarjökull og innrásirnar í Ísland Heimildarmynd með leiknum atriðum sem á, í gegnum söguna af þýsku jarðvísindakonunni Emmy Todmann, að fjalla um þá breytingu sem orðið hefði á gengi heimsstyrj- aldarinnar síðari og heimssögunni ef Þjóðverjar hefðu vitað af og nýtt sér nothæft lendingarsvæði fyrir flugvélar fyrir norðan Brúarjökul til að ná landinu af Bretum haustið 1940. ■ Karlmannatíska í stáli Mynd um langdýrasta tísku- fyrirbrigði síðustu 80 ára, bílatískuna. ■ One of the Wonders of the World Stutt heimildar- mynd á ensku og íslensku um orku- og virkjanastefnu Íslendinga og áhrif hennar á náttúru landsins. ■ Katla og Grímsvötn kallast á Mynd um svæðið á milli Vatnajökuls og suðurjökla, Mýrdalsjökuls og Eyjafjallajökuls, og mismunandi möguleika á nýtingu þess. ■ Olíuhreinsistöðvar – þjóðráð eða óráð? Mynd um hugmyndir og undirbúning að byggingu olíuhreinsi- stöðva á Íslandi, einkum þá stöð sem til stendur að reisa í Hvestudal í Arnarfirði. ■ Reykjavíkurljóð Kynningarmyndband um Reykjavík sem gert var á árunum 2006-2009 að beiðni borgar- stjóra Reykjavíkur árið 2006. Átta heimildarmyndir í burðarliðnum

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.