Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 18
18 31. júlí 2010 LAUGARDAGUR Fjölskyldan rennir fyrir fisk Fiskveiðar eru Íslendingum í blóð bornar og á sumardögum er gaman að pakka fjölskyldunni inn í bíl og halda að einhverju hinna fjölmörgu skemmtilegu veiðisvæða sem landið hefur upp á að bjóða. Fréttablaðið valdi nokkur hentug vötn. Yfir háannaferðatímann í sumar birtir helgarblað Fréttablaðsins Íslandskort með upplýsingum fyrir ferðalanga. Um síðustu helgi var það veg- vísir að sveitamörkuðum um allt land og í dag leiðarvísir að hentugum veiðivötnum fyrir fjölskyldur. Á næstu vikum má svo búast við svipuðum vísum að ýmsum perlum sem vert er að muna eftir á ferðalaginu. Safnaðu síðunum! ■ Veiðikortið 2010 veitir nær ótakmarkaðan aðgang að öllum þeim vötnum sem hér eru talin upp, auk tuttugu annarra vatna víðs vegar um landið. Veiðikortið kostar 6.000 krónur og fylgir handbók hverju seldu korti, þar sem finna má leiðbeiningar og reglur. Hægt er að festa kaup á Veiðikortinu 2010 á vefnum veidikortid.is, á bensínstöðvum N1, hjá Íslandspósti eða í veiðivöruverslunum um land allt. ■ Meðal annarra vatna sem mæla má með fyrir veiðitúr fjölskyldunnar eru Hvaleyrarvatn í Hafnarfirði, Reynisvatn í Reykjavík, Laugarvatn og Apavatn í Árnessýslu, Eiðavatn á Austurlandi og mörg fleiri. Heillavænlegast er að kanna hvernig málum er háttað með veiðileyfi, gistiaðstöðu og annað áður en lagt er af stað. Upplýsingar um slíkt má meðal annars finna á vefsíðunum veidikortid. is, nat.is, votnogveidi.is og ýmsum öðrum. ■ Þá er gráupplagt að rölta niður að höfnum landsins og dorga þar í ró og næði. Til að mynda hefur frést af fjölskyldum sem mokað hafa upp makríl í höfn- inni í Keflavík nýlega og svipað er eflaust upp á teningnum á mörgum öðrum stöðum. ■ Algengt er að börn undir fjórtán ára aldri veiði frítt í fylgd fullorðinna með Veiðikort, en það er þó ekki algilt. Eins er algengt að handhafar Veiðikortsins tjaldi sér að kostnaðarlausu í námunda við vötnin. Nokkrir hlutir sem gott er að hafa í huga þegar fjölskyldan heldur í veiðiferð 5 1 SKAGAFJÖRÐUR Ölversvatn Skagafjörðurinn og Húna- vatnssýslur eru rómuð veiði- lönd. Ölversvatn á Skaga er stærsta vatnið á vatnasvæði Selár, en einnig má veiða í fleiri vötnum á svæðinu. Svæðið er um fjörutíu kíló- metra frá Sauðárkróki og er afleggjarinn frá Hvals- nesi einungis fær jeppum og fjórhjóladrifnum fólksbílum. Bleikja og urriði eru mál mál- anna á svæðinu. Mögulegt er að leigja veiðihús með eldun- araðstöðu, auk svefnpoka- pláss á bænum Hvalsnesi þar sem einnig er hægt að elda aflann og láta reykja hann. 2 ÞINGVALLASVEIT Þingvallavatn - Þjóðgarður Ekki þarf að spyrja að nátt- úrufegurðinni hjá einu vin- sælasta veiðivatni landsins, með sínum fjórum tegund- um af bleikju og stórmerki- legum og nánast goðsagna- kenndum urriðastofni, en mestu líkurnar á að fanga þar silung mun vera seint á kvöldin. Öll aðstaða fyrir veiðimenn er til fyrir- myndar í þjóðgarðinum. 3 KIRKJUBÆJAR- KLAUSTUR Víkurflóð Eftir um sjö mínútna akstur frá Kirkjubæj- arklaustri (fjóra kíló- metra í suður) koma veiðimenn að þessu notalega vatni sem geymir sjóbirtinga, bleikjur og urrðiða allt frá smáfiski og upp í fimm til sex punda stykki. Góð aðstaða til fluguveiða og hægt að leigja smáhýsi og hótelgistingu á staðnum. Einnig kjörið fyrir þá sem gista í tjaldi á Kirkju- bæjarklaustri og mörgum er eflaust akkur í því að golf- völlur er á staðnum. 4 AUSTUR- SKAFTA- FELLSSÝSLA Þveit Í Nesjahreppi, skammt norð- an Hafnar í Hornafirði, er þetta grunna vatn sem skart- ar margbreytilegu fuglalífi í fallegu umhverfi. Vatnið er við þjóðveg 1 og aðgangur því afar greiður. Í vatninu finnst bleikja, urriði, sjóbirt- ingur og sjóbleikja og víða er að finna gistiaðstöðu í nágrenninu. Til eru sagnir um að nykur hafi sést við vatnið á myrkum haustkvöld- um. 5 MELRAKKA- SLÉTTA Hraunhafnarvatn Hraunhafnarvatn, í tíu kílómatra fjarlægð frá Raufarhöfn, er stærsta vatnið á Melrakka- sléttu en einnig er hægt að veiða í Æðarvatni og Arnar- vatni sem eru mun smærri. Þjóðvegur 85 liggur með- fram norðanverðu vatninu og aðgengi því nokkuð gott. Svæðið er þekkt fyrir feg- urð, ekki síst þegar mið- nætursólin gyllir hafflöt- inn á kyrrum kvöldum. Bleikju má fá um allt vatnið en urriðinn heldur sig syðst í vatninu. 6 VESTUR-BARÐA- STRANDARSÝSLA Sauðlauksdalsvatn Sauðlauksdalsvatn, eitt skemmtilegasta veiðivatnið á Vestfjarðakjálkanum, er í 28 kílómetra fjarlægð frá Patreksfirði og um 380 kíló- metra frá Reykjavík. Með því að taka ferjuna Bald- ur yfir Breiðafjörð er hægt að stytta vegalengdina um 150 kílómetra eða svo. Gott aðgengi er að vatninu en hafa verður í huga að einungis er leyfilegt að aka eftir merkt- um slóðum. Bleikju og hina vænstu urriða er að finna í vatninu. 7 REYKJANESSKAGI Kleifarvatn Kleifarvatn er stærsta vatn- ið á Reykjanesskaganum og eitt dýpsta vatn landsins, eða rúmlega níutíu metra djúpt. Eldbrunnið umhverf- ið er hrjóstrugt en þó fal- legt um leið. Silungsseiði af bleikjustofni voru sett í vatnið á sjötta áratugnum og hafa þau dafnað vel, og fleiri seiðum hefur verið sleppt í vatnið síðan svo veiðin í vatninu er oft ágæt. Aðgengi að vatninu er gott ef ekin er Krýsuvíkurleið. 8 SUÐUR-ÞINGEYJAR- SÝSLA Kringluvatn Kringluvatn, í tæplega fjörutíu kílómetra fjar- lægð frá Húsa- vík, þykir með barnvænni vötn- um landsins. Mjög góð dorgveiði er í vatn- inu allt árið og þar má rífa upp talsvert af vænum urriða. Tjald- svæði er við vatnið og einn- ig má fá gistingu hjá Ferða- þjónustunni Heiðarbæ sem er í um tíu til fimmtán kíló- metra fjarlægð norðan við vatnið. 9 EGILSSTAÐIR Urriðavatn Vatnið er í um fimm kíló- metra fjarlægð frá Egils- stöðum, við þjóðveg 1 og 925 og því greiðfært fyrir alla bíla að vatninu. Uppistaða veiðinnar er eins punds bleikja en þó geta stærri fiskar slæðst með. Afar gott berjaland er í nágrenni Urriðavatns sem ætti að gera heimsókn þangað að fyrir- taks skemmtun fyrir alla fjölskylduna. 10 SNÆFELLS- NES Hraunsfjörður Hraunsfjörður þykir afburðaskemmti- legt veiðisvæði, en um er að ræða lón fyrir innan stíflu við Hraunsfjörð á víðáttumiklu svæði. Prýð- is aðstaða er fyrir bæði tjöld og húsbíla við vatnið og júlí og ágúst eru tald- ir bestu mánuðirnir fyrir veiði á þessum slóðum. Ekki skemmir fyrir að far- símasamband við vatnið mun vera fremur slæmt, sem ætti að gefa fjölskyld- unni frið frá endlausu símamali. 11 KJÓSARHREPPUR Meðalfellsvatn Frá Hvalfirði er ekið um veg 461 sem liggur að Með- alfellsvatni, sem er tilval- ið vatn fyrir alla fjölskyld- una að skjótast í og veiða. Sérlega mikið er um smá- bleikju í vatninu, sem hent- ar afar vel fyrir ungviðið. Hægt er að nálgast gistingu í nágrenninu, meðal annars hjá Ferðaþjónustunni Hjalla og Eyrarkoti, en besti veiði- tíminn er fram í miðjan ágúst. 12 BOLUNGARVÍK Syðridalsvatn Í Bolungarvík við Ísafjarð- ardjúp er Syðridalsvatn, mjög gott veiðivatn sem er um einn ferkílómetri að stærð. Hægt er að leigja bát á bænum Hanhóli til notk- unar á vatninu og einnig er fjölbreytt fuglalíf á svæð- inu og möguleiki á að líta augum sjaldgæfa fugla á borð við gráhegra og him- brima. 1 2 3 4 7 6 8 9 11 10 12

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.