Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 32
20 31. júlí 2010 LAUGARDAGUR U m leið og ég kom út úr skápnum ákvað ég að mér skyldi verða alveg sama um það hvað öðrum fyndist. Svona er ég bara og ef fólk tekur því illa þá er það bara þess mál og ég kæri mig kollóttan um það,“ segir Steindór Sigurjónsson, varnarmaður í 3. deildarliði Sindra frá Hornafirði. Steindór kom út úr skápnum fyrir tæplega ári og er, að því best er vitað, fyrsti leikmaður Íslands- mótsins í knattspyrnu sem stíg- ur það skref, í það minnsta sá eini sem komið hefur út úr skápn- um meðan hann er enn að spila í deildinni. Flestir tekið fréttunum vel Steindór er 24 ára gamall og hefur síðustu fimm sumur starf- að hjá bakaríinu Hornabrauði á Höfn í Hornafirði. Á veturna stundar hann nám á félagsfræði- braut í Framhaldsskóla Austur- Skaftafellssýslu, auk þess að leika knattspyrnu með Sindra. Steindór segir það hafa gengið mjög þægilega fyrir sig að koma út úr skápnum. „Það leið varla mánuður frá því að ég áttaði mig á því að ég væri samkynhneigður og þar til ég kom opinberlega út,“ segir hann. „Ég hef alltaf verið ákveðinn og lítið fyrir að tví- nóna við hlutina og þegar ég var búinn að finna mig þótti mér best að drífa bara í þessu. Ég átti ekki í neinni innri baráttu með þetta. Erfiðasti hlutinn var að koma út fyrir strákunum í fótboltan- um því við erum 25 einstakling- ar, allir Hornfirðingar og þekkj- umst mjög vel. En ég byrjaði á því að segja bestu vinum mínum frá þessu og svo létu þeir hina í hópnum vita.“ Spurður um viðbrögðin við fregnunum segist Steindór varla hafa vitað við hverju hann ætti að búast. „Það er hommafótboltalið í Reykjavík, Knattspyrnufélag- ið Styrmir, en þeir hafa aldrei spilað í deildinni og ég renndi dálítið blint í sjóinn með þetta. En það breyttist ekki neitt. Allir hér í kring hafa tekið þessu mjög vel, enda breyttist ekkert í mínu fari við að koma út úr skápnum. Í einum leik á undirbúningstíma- bilinu í vor heyrði ég reyndar einn leikmann hins liðsins kalla „ekki láta þennan homma komast fram hjá þér,“ en ég hafði bara gaman af því og fannst það fynd- ið,“ segir Steindór. Samfélagið er að átta sig Hann segir viðhorf samfélags- ins gagnvart samkynhneigðu fólki hafa breyst mjög mikið á síðustu árum. „Til dæmis hafa nokkrir strákar frá Höfn komið út úr skápnum og enginn þeirra býr hérna lengur, sem segir sitt, en samfélagið er greinilega að átta sig á hlutunum. Það getur vel verið að það virki hvetjandi á aðra sem eru í svipuðum sporum að ég hafi komið út, en ég hugsa lítið um það. Það kæmi mér þó ekki á óvart ef fleiri opinberlega samkynhneigðir leikmenn myndu bætast við deildina næstu árin.“ Markmiðið gæti náðst Hornafjarðarliðið á ágætis mögu- leika á að komast í úrslitakeppni þriðju deildar, en Sindri situr sem stendur í öðru sæti A-riðils og á meðal annars eftir að etja kappi við Árborg, efsta liðið í deild- inni. „Markmiðið var allan tím- ann að komast í úrslitin. Svo er bara bónus ef við komumst upp um deild,“ segir Steindór. Hann hefur að sögn lítið hugsað út í hvað taki við eftir að náminu lýkur, enda hafi fótboltinn ávallt verið númer eitt, tvö og þrjú á forgangslistanum. Steindór veit þó upp á hár hvar hann verður um næstu helgi, en þá fer Gay Pride-hátíðin fram í Reykjavík. „Ég hef heyrt af því að strákarn- ir í Reykjavík séu dálítið að tala um mig og þeir eru víst ánægðir með þetta. Það er reyndar leikur hjá Sindra gegn KFG þessa helgi en ég bað um að fá frí fyrir mörg- um mánuðum vegna Gay Pride og þjálfarinn, Óli Stefán Flóvents- son, samþykkti það. Ég verð á Höfn að vinna meðan hinir strák- arnir skemmta sér um verslunar- mannahelgina og þeir vildu leyfa mér að skemmta mér smávegis líka,“ segir Steindór að lokum. Fær frí í leik vegna Gay Pride Steindór Sigurjónsson, varnarmaður í Sindra í Hornafirði, er líklega fyrsti virki leikmaður Íslandsmótsins í knattspyrnu sem kemur út úr skápnum. Kjartan Guðmundsson ræddi við frumkvöðulinn um boltann, viðbrögðin og hátíðina um næstu helgi. FÓTBOLTINN Í FYRSTA SÆTI Steindór er harður stuðningsmaður Manchester United og í efstu deild á Íslandi fylgir hann KR að málum, sjálfur borinn og barnfæddur Hornfirðingurinn. „Ég veit að það hljómar ótrúlega, en það er vegna þess að frænka mín heldur með KR. Ég kemst hins vegar sjaldan á leiki,“ segir Steindór. MYND/HAFÞÓR BOGI REYNISSON Hafðu samband

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.