Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 46
34 31. júlí 2010 LAUGARDAGUR „Það hefur tvisvar verið haft samband við mig vegna þessar- ar myndar en í bæði skiptin var það eftir að búið var að ákveða að gera hana. Það hefði kannski verið eðlilegra að heyra í manni hljóðið áður en lagt var af stað en greini- lega hefur maður lítið að segja um þetta,“ segir Guðlaugur Frið- þórsson í samtali við héraðsblaðið Fréttir frá Vestmannaeyjum. Guðlaugur er mjög ósáttur við að nafn sitt skuli vera tengt myndinni Djúpið sem Baltasar Kormákur leikstýrir. Hann segir myndina byggða á leikriti en ekki raunverulegum atburðum. Tökur á myndinni hófust í Reykjavík í vikunni og halda áfram í Vest- mannaeyjum í ágúst. Djúpið fjall- ar um harmleikinn við Heimaey árið 1984 þegar báturinn Hellisey VE sökk með þeim afleiðingum að fjórir létust. Guðlaugur vann það afrek að synda fimm kílómetra til Eyja sem varð honum til lífs. „Atburðirnir sem gerðust kvöld- ið 11. mars 1984 eru í mínum huga ekki leikrit heldur ískaldur raun- veruleikinn,“ segir Guðlaugur. „Frá mínum bæjardyrum séð er búið að skrifa nóg um þennan atburð og við skulum ekki gleyma því að þarna fórust fjórir ungir menn á aldrinum 18 til 25 ára og ég efast um að það sé búið að hafa samband við ættingja þeirra.“ Baltasar Kormákur segist skilja Guðlaug mjög vel. „Hann veit nátt- úrulega ekki hvernig þetta verður höndlað og auðvitað er það mjög óþægilegt.“ segir hann. „Ég hafði reynt að hafa samband við hann frá því í febrúar og fékk þau skila- boð að hann vildi ekki tjá sig um þetta, en hefði jafnframt ekkert á móti þessu. Þannig að það kom mér á óvart að sjá viðtalið.“ Baltasar segir ekki rétt að hann hafi ekki haft samband við aðstandendur og segist hafa talað við einhvern aðstandenda allra sem fórust í slysinu. „Ég gerði það og lét þau fá símanúmerið mitt ef einhverjir aðrir í fjölskyldunni vildu tala við mig og fá skýring- ar,“ segir hann. Baltasar segir handrit mynd- arinnar fyrst og fremst fylgja því sem kemur fram í opinberum gögnum og skýrsluum slysið. Þrátt fyrir það verður hvorki nafn Guð- laugs né þeirra sem létust notað í myndinni að sögn Baltasars og eðli málsins samkvæmt verða persónur og samtöl skáldskapur. „Margar af mögnuðustu kvikmyndum sögunn- ar voru byggðar á harmleikjum og yfirleitt á sönnum atburðum,“ segir hann. „Það eru alltaf erfið og viðkvæm mál, en ég reyni að vera eins trúverðugur og sannur gagn- vart efninu eins og ég get. Ég er ekki að reyna að sverta minningu eins né neins, nema síður sé. Ef Íslendingar ætla að verða fullorðins í kvikmyndagerð, þá verðum við að þora að taka á svona hlutum. Ég lít svo á að ég sé að byggja þeim sem létust minnis- varða miklu frekar en að róta upp sárum.“ atlifannar@frettabladid.is 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 PERSÓNAN LÁRÉTT 2. íþrótt, 6. ógrynni, 8. sönghús, 9. umrót, 11. hljóta, 12. snjókoma, 14. dvaldist, 16. skóli, 17. hrópa, 18. flana, 20. í röð, 21. glufa. LÓÐRÉTT 1. líkami, 3. klafi, 4. hand- arlínulist, 5. af, 7. flúðir, 10. sigti, 13. útsæði, 15. bannhelgi, 16. stúlka, 19. frá. LAUSN LÁRÉTT: 2. golf, 6. of, 8. kór, 9. los, 11. fá, 12. drífa, 14. varst, 16. ma, 17. æpa, 18. æða, 20. áb, 21. rifa. LÓÐRÉTT: 1. hold, 3. ok, 4. lófaspá, 5. frá, 7. forvaði, 10. sía, 13. fræ, 15. tabú, 16. mær, 19. af. VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á síðu 8. 1 Runólfur Ágústsson. 2 Nautaat. 3 Frítökurétt. GUÐLAUGUR FRIÐÞÓRSSON: HEF GREINILEGA LÍTIÐ UM ÞETTA AÐ SEGJA Ósáttur við að nafn sitt sé tengt við mynd Baltasars BYGGIR MINNISVARÐA Baltasar Kormákur segist líta svo á að hann sé að byggja minnisvirða um þá sem létust þegar Hellisey VE sökk við strendur Heimaeyjar árið 1984 með kvikmyndinni Djúpið. Guðlaugur Friðþórsson komst einn lífs af í slysinu og komst í land með ótrúlegum hætti. Hann er ósáttur við að nafn sitt sé tengt við myndina. Hafsteinn Júlíusson vöruhönnuður Starf: Vöruhönnuður og eigandi merkisins HAF by Hafsteinn Júlíusson Aldur: 25 ára Fjölskylda: Unnustan Karitas Sveinsdóttir Búseta: Mílanó á Ítalíu Stjörnumerki: Bogmaður „Okkur vantar fullt af húsgögnum og biðjum því um aðstoð frá landsmönnum,“ segir Þórey Mjall- hvít Heiðar og Ómarsdóttir, talsmaður félags kvikmyndaunnenda en félagið stendur að opnun arthouse-kvikmyndahúss í gamla húsnæði Regn- bogans og vantar húsgögn. „Það kostar rosalega mikið að setja þetta upp og starfrækja kvikmyndahúsið. Þess vegna bregðum við á þetta ráð enda margir með stút- fullar geymslur og nenna ekki að fara í Sorpu,“ segir Þórey og biðla þau til almennings að fara í gegnum dótið sitt og athuga hvort ekki megi sjá af einhverjum húsgögnum til kvikmynda- setursins. „Ef við ætlum að opna á réttum tíma verðum við að fá einhver húsgögn í kaffihúsið, sem verð- ur starfrækt frammi í anddyrinu,“ segir Þórey en þau hafa fengið til liðs við sig arkitektinn Kára Eiríksson sem mun hafa yfirumsjón með útliti bíóteksins. „Okkur langar að gera þetta kaffihús flott með vínveitingum og þar sem fólk getur nálgast alls konar fræðiefni í sambandi við kvikmyndir,“ segir Þórey. Sparnaðaráðstafanir eru ekki eina ástæðan fyrir því að verið er að safna húsgögn- um. „Við viljum að þetta svokallaða listasafn kvikmyndanna verði eign okkar allra og með því að gefa okkur húsgögn getur fólk því tekið þátt í uppsetningu hússins með okkur,“ segir Þórey en þeir sem gefa húsgögn fá að búa til skilti með kveðju sem verður fest á mubluna. Þeir sem telja sig eiga eitthvað sem gæti hent- að í húsnæði gamla Regnbogans eru beðnir um að senda mynd af húsgagninu á póstfangið regn- boginn.kvikmyndasetur@gmail.com „Við biðjum fólk að mæta ekki með mubluna til okkar heldur senda fyrst mynd og svo höfum við samband,“ segir Þórey að lokum og bætir við að eins manns rusl sé annars manns fjársjóður. - áp Óska eftir húsgögnum í Regnbogann BIÐJA UM HÚSGÖGN Aðstandendur arthouse-kvik- myndaseturs í gamla Regnbogahúsnæðinu biðja almenning að sjá af húsgögnum til bíóhússins. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR „Okkur fannst vanta svona upplýsingasíðu og ákváð- um því að gera þetta með kirkjur á Íslandi,“ segir Andrés Andrésson sem ásamt Þórarni bróður sínum hefur sett á laggirnar vefsíðuna www.kirkjukort.net þar sem allar 360 kirkjur landsins eru merktar. „Þetta tengist ekki neinum sérstökum trúaráhuga hjá okkur bræðrunum en við höfum bara á ferð okkar um landið uppgötvað að það eru svo margar fallegar kirkjur sem fáir vita af,“ segir Andrés en á síðunni er kort af landinu sem bræðurnir settu upp í samstarfi við Google maps þar sem allar kirkjurn- ar eru staðsettar nákvæmlega ásamt því að lesand- inn getur fræðst um viðkomandi kirkju og skoðað myndir. Andrés segir að þeir hafi tekið nokkrar af myndunum sjálfir en síðan haft samband við kirkj- urnar og fengið sendar myndir „Það hafa allir sem við höfðum samband við tekið vel í verkefnið og viljað rétta okkur hjálparhönd við að koma réttum upplýsingum til skila,“ segir Andrés en þeir hafa nú þegar fengið mjög góð viðbrögð við síðunni. „Síðan fór í loftið fyrir tæpum mánuði og við erum nú þegar komnir með 130 notendur,“ segir Andrés en fólki gefst kostur á að hlaða sínum eigin myndum af kirkjum inn á síðuna. „Þegar lengra er liðið getur þetta orðið mjög skemmtilegur gagna- grunnur um kirkjur landsins með myndum frá alls konar tímum og samansafn af fróðleik og sögum kringum hverja og eina kirkju,“ segir Andrés en þær bræður ætla ekki að láta staðar numið með kirkjurnar og eru með fleiri upplýsingarsíður í svip- uðum dúr í burðarliðnum. - áp Kortlögðu kirkjur á Google KIRKJUKORTABRÆÐURNIR Andrés og Þórarinn Andréssynir hafa sett á laggirnar síðu sem sýnir hvar allar kirkjur landsins eru. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Hin góðkunna fjölmiðlakona Eva María Jónsdóttir er orðin léttari en hún eignaðist sína fjórðu stúlku í byrjun vik- unnar. Móður og barni ku heilsast vel og hefur stúlkan fengið nafnið Sigríður. Barnsfaðir Evu Maríu er læknirinn Sigurpáll Scheving og stúlkan er þeirra fyrsta barn. Þau eru þó bæði þrælvön foreldrahlutverkinu því samtals eiga þau sjö börn. Eva María á þrjár stelpur með Óskari Jónassyni kvik- myndagerðarmanni og Sigur páll á þrjú börn úr fyrra sambandi. Það er því óhætt að segja að það verður fjör á þessu stóra heimili í framtíðinni. Ein þeirra sem eru örugglega búnir að óska Evu Maríu til hamingju með barnsburðinn er sjónvarps- konan Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir, en ekki er langt síðan hún var í sömu sporum. Ragnhildur eignaðist sitt fyrsta barn með fót- boltamanninum Hauki Inga Guðna- syni í sumar og var það einnig stúlka. Hún sést oftar en ekki spígspora með vagninn á undan sér um stræti Reykjavíkurborgar og er það mál manna að Ragnhildur Steinunn líti einstaklega vel út sem nýbökuð móðir og taki sig vel út í nýju hlutverki. Upptökum á gaman- myndinni Gauragangi í leikstjórn Gunnars Björns Guðmundsson- ar, lýkur í dag en þær halda síðan áfram í október. Þrátt fyrir hitabylgj- una í júlí hafa tökurnar gengið vel. Sagan af Ormi og félögum gerist að vetri til og hafa leikarar því þurft að láta sig hafa það að leika í vetr- arklæðnaði innandyra í góðviðrinu. Sögusvið myndarinnar er árið 1979 og hafa leikarar því verið klæddir polyester peys- um og Álafossúlpum það sem af er sumri. Upptökur utandyra eru fyrirhugaðar í október og er áætluð frumsýning 26. desember. - áp / fb FRÉTTIR AF FÓLKI Lækjargata 2a 101 R. sími 511-5001 opið alla daga 9.00 - 22.00 Vikutilboð Skólatöskur frá 1.490,-

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.