Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 8
8 3. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S L 5 07 28 0 6/ 10 SÉRHÆFING Í VIÐHALDI GÓLFA Við sérhæfum okkur í slípun og olíuburði á sólpöllum, gerum gamla pallinn flottari en nýjan. Fjalirnar verða rennisléttar og timbrið nær aftur sínum náttúrulega lit. GERUM SÓLPALLINN EINS OG NÝJAN info@golfthjonustan.is | golfthjonustan.is S: 897 2225 Fíkniefni til sölu Lögreglan í Borgarfirði og Dölum stöðvaði ökumann á norðurleið með 300 grömm af hassi, sem ætlað var til sölu um helgina. Nokkrir ökumenn að auki voru stöðvaðir og hald lagt á 200 g af kannabisefnum til viðbótar. LÖGREGLUMÁL Manni bjargað úr jökulá Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar björguðu manni úr jökulá fyrir norðan Jökulheima í gær. Mildi þykir að ekki fór verr, en maður- inn ók á fjórhjóli sínu út í ána og sat þar fastur í þrjár klukkustundir. Hann sakaði ekki. BJÖRGUNARSTÖRF BJÖRGUN Skipverji á rússnesk- um togara veiktist alvarlega á sunnudagskvöld. Þyrla Land- helgisgæslunnar, TF-LÍF, sótti manninn um borð í togara sem staddur var 160 sjómílur suð- vestur af Reykjanesi. Landhelgisgæslan fékk til- kynningu um klukkan sjö á sunnudagskvöldið eftir að lækn- ir hafði talað við skipverja um borð. Taldi hann bráðnauðsyn- legt að senda þyrluna til skips- ins. Maðurinn var lagður inn á hjartadeild Landspítalans við Hringbraut. - sv TF Líf flaug 160 sjómílur: Veiktist mikið um borð í skipi 1. Hvað kostaði það Orkuveitu Reykjavíkur að bjóða borgar- fulltrúum í laxveiði? 2. Hver er nýr yfirmaður íþróttamála hjá þýska stórlið- inu Rhein-Neckar Löwen? 3. Hvaða leikari þurfti að lita á sér hárið í tíu ár sökum starfsins? SVÖRIN ERU Á SÍÐU 30 VESTMANNAEYJAR Hátíðahöld í Vest- mannaeyjum fóru almennt vel fram að mati lögreglunnar í Vest- mannaeyjum. Þjóðhátíðarnefnd telur að um sextán þúsund manns hafi verið á Þjóðhátíð. „Aðsóknar- met var slegið þriðja árið í röð. Það setur sérstakan blæ á hátíðina að hún er svona fjölmenn,“ segir Páll Scheving, formaður Þjóðhátíðar- nefndar. „Þetta var nú allt saman frá- bært,“ segir Páll og bætir við að veðurblíða hafi gert hátíðahöld- in einfaldari. „Þjóðhátíðargestir fengu skvettu framan í sig í morg- un. Þá opnuðust himnarnir en þetta var ágætis ræs fyrir fólk.“ Talsverður erill var þó hjá lög- reglunni en yfir helgina voru sam- tals tólf líkamsárásir kærðar í Vestmannaeyjum en engin þeirra var alvarleg samkvæmt upplýsing- um frá lögreglu. Nokkur fíkniefnamál komu upp og í gær voru þau orðin um fjöru- tíu talsins. Lagt var hald á um þrjú hundruð grömm og var helmingur þess amfetamín en einnig nokkurt magn af kókaíni. Eitt af stærstu fíkniefnamálunum í Vestmanna- eyjum um helgina kom upp við leit á manni á þrítugsaldri. Hann var á leið inn í Herjólfsdal þegar á honum fundust 42 grömm af amf- etamíni. Hann var handtekinn og viðurkenndi við skýrslutöku að hafa ætlað að selja amfetamínið. Þá voru tveir teknir fyrir akstur undir áhrifum fíkniefna. Páll segir þegar byrjað að huga að næstu Þjóðhátíð. „Við erum mjög hugsi yfir þessum mann- fjölda. Við veltum fyrir okkur hvort við eigum að setja fjölda- takmarkanir.“ Páll segir áhættu að taka á móti svo miklum mannfjölda. „Auðvitað þarf að velja. Svona fjölmenn hátíð reynir á þolinmæði og umburðar- lyndi fólks. Íbúafjöldi Vestmanna- eyja var fjórfaldaður um helgina og ef ég færi það yfir á Reykja- vík væri það eins og þar þyrfti að koma fyrir 400.000 manns á tjald- stæðum og veita grunnþjónustu. Þetta reynir á þolrifin en hátíðin skilar verulegum ábata fyrir sam- félagið og yfir helgina er hundruð milljóna króna velta í Vestmanna- eyjum,“ segir Páll sem mun leita lausna með íbúum Eyja varðandi fjöldatakmarkanir. martaf@frettabladid.is Fjöldatakmarkanir ræddar Hátíðahöld fóru almennt vel fram í Vestmannaeyjum um helgina að mati lögreglunnar í Vestmannaeyj- um. Talið er að um sextán þúsund manns hafi verið á Þjóðhátíð. Páll Scheving, formaður Þjóðhátíðar- nefndar, segir nefndina hugsi yfir þessum mannfjölda og rætt er um að takmarka gestafjöldann að ári. VEÐRIÐ LÉK VIÐ GESTI Að sögn Páls Schevings gerði veðurblíða hátíðahöldin einfald- ari. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON BÆTTAR SAMGÖNGUR Herjólfur fór átta ferðir á sólarhring. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON LEITAÐ LAUSNA Þjóðhátíðarnefnd býst við að um sextán þús- und hafi verið á Þjóðhátíð. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON REYNIR Á ÞOLINMÆÐI Nokkur erill var hjá lögreglu um helgina. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON METIÐ SLEGIÐ Aðsóknarmet á Þjóðhátíð var slegið þriðja árið í röð. MYND/ÓSKAR P. FRIÐRIKSSON DUBAI, AP Yfirvöld í furstadæm- unum Dubaí og Abú-Dabí ætla að loka fyrir netnotkun í BlackBerry- síma frá og með 11. október. Yfirvöld segjast gera þetta af öryggisástæðum, þar sem gögn úr símunum fari í tölvur erlendis og erfitt sé fyrir yfirvöld að fylgjast með því sem þar fer fram. Bannið mun einnig gilda um ferðamenn, en um 100 þúsund manns fara um flugvöllinn í Dubaí á hverjum degi. Fólk sem á BlackBerry-síma mun áfram geta notað þá til þess að hringja úr þeim. - þeb Yfirvöld í furstadæmunum: Banna notkun BlackBerry-síma SVÍÞJÓÐ Þrjár þýskar konur týnd- ust í skógi í suðurhluta Svíþjóðar á sunnudag. Konurnar voru nakt- ar þegar þær villtust, en þær voru í hópi striplinga sem voru í fríi á svæðinu. Konurnar eru á aldrinum 40 til 56 ára og fóru naktar í göngu- ferð í skógi utan við Karlshamn um fjögurleytið í gær. Þegar þær komu ekki aftur í hóp vina sinna var kallaður út leitarhópur með þyrlu og leitarhunda. Konurnar komust þó sjálfar í kofa sinn seint í gærkvöldi og var þá hætt við leit- ina. Þær höfðu þá verið án klæða í skóginum í um það bil sjö klukku- stundir. Konurnar sögðu lögreglunni að þær hefðu villst fljótlega eftir að þær lögðu af stað frá kofa sínum. Þegar orðið var dimmt þurftu þær að þreifa sig áfram í myrkinu og komust með þeim hætti aftur í kofann. Þær voru þreyttar og óró- legar að sögn lögreglu og þeim var nokkuð kalt. Að öðru leyti amaði ekkert að þeim. - þeb Þrjár þýskar konur sem voru í fríi í suðurhluta Svíþjóðar með hópi striplinga: Villtust naktar í skógarferð STRIPLINGAR Striplingarnir voru í fríi í suðurhluta Svíþjóðar þegar konurnar villtust. VEISTU SVARIÐ?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.