Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 18
Sumarskóli TBR hefur notið vinsælda en síðasta námskeiðið hefst í dag. Sund, ratleikir og badminton er á meðal þess sem boðið er upp á hjá Sumarskóla TBR 2010, sem er ætlaður börnum á aldrinum sex til þrettán ára. Síðasta námskeið- ið hefst í dag og eru enn nokkur pláss laus. Badmintoníþróttin skipar veg- legan sess í starfi skólans, enda er hún aðalíþrótt TBR og gefst þátt- takendum á námskeiðum skólans færi á að kynnast grunnatriðum hennar, svo sem gripi, uppgjöf og háhöggi og fer kennsla fram bæði í formi leikja og tækniæfinga. Heils- og hálfsdagsvistun verður í boði, frá klukkan 9–13 og 9–16. Hægt er að fá gæslu frá klukkan 8–9 og frá klukkan 16–17. Þá er boðið upp á léttan hádegisverð fyrir þau börn sem eru í heilsdagsvistun. Nánar á www.tbr.is. - rve Útivist og hreyfing Undirstöðuatriði í badminton er á meðal þess sem kennt verður á námskeiði Sum- arskóla TBR. ÚTILEIKIR sameina heilbrigða hreyfingu, skemmtun og útiveru. Víða á Netinu er að finna upplýsingar um útileiki, meðal annars á leikjavefurinn.is. Taktur - Fyrir 16-25 ára. Atvinnuleitin, listahópar og margt fleira. Kl. 9 -16 Briddsklúbbur kl. 14 -16 Gönguhópur kl. 13 -14 Vinnum saman (Býflugurnar) kl. 14 -16 Borgartúni 25 | Reykjavík | Sími 570 4000 | raudakrosshusid@redcross.is www.raudakrosshusid.is | Opið mánudaga til föstudaga kl. 13-16 Dagskrá vikunnar Rauðakrosshúsið Vikan 2. - 6. ágúst Mánudagur 2. ágúst Lokað! Frídagur verslunarmanna Þriðjudagur 3. ágúst Miðvikudagur 4. ágúst Miðvikudagar eru dagar unga fólksins í Rauðakrosshúsinu Fimmtudagur 5. ágúst Tölvuaðstoð kl. 13:30-15:30 Jóga kl. 15 -16 Útileikfimi í Nauthólsvík - Fyrir alla sem vilja. Útileikfimi og sjósund. Mæting í Nauthólsvík. Umsjón: Heilsuhópur Takts og Gönguhópurinn Njótandi og þjótandi. Kl. 10 Mexíkósk matargerð - Lærðu að útbúa góðan, en ódýran, mexíkóskan rétt og fáðu smakk í lokin. Umsjón: César og Janet Rodriguez. Kl.13.30-14.30 Hláturjóga - Viltu losa um spennu og fylla lífið af hlátri og gleði? Kl.15-16 Föstudagur 6. ágúst Gönguhópurinn Njótandi og þjótandi - Gengið um höfuðborgarsvæðið tvisvar í viku (mán. kl. 13 og mið. kl.10) og margvíslegir staðir skoðaðir. Upplýsingar um upphafsstaði hverju sinni á raudakrosshusid@gmail.com. Taktur - Fyrir 16-25 ára. Atvinnuleitin, listahópar og margt fleira. Kl. 9 -12 Prjónahópur - Prjónahópurinn er alla jafna á mánudögum. Við prjónum úti ef veður leyfir. Kl. 13 -15 Bowen tækni - Kynntu þér tækni sem getur lagað kvilla og bætt líðan. 20 mín. prufutímar fyrir einstaklinga. Skráning nauðsynleg. Kl.13.30-15.30 Sáttamiðlun - Í mörgum löndum er sáttamiðlun algeng aðferð til lausnar deilumála, en út á hvað gengur hún og fyrir hverja er hún? Umsjón: Silja Ingólfsdóttir, sáttamaður. Kl.14-15 Taktur - Fyrir 16-25 ára. Atvinnuleitin, listahópar og margt fleira. Kl. 9 -12 Heilsuhópur - Umræður um betri líðan. Hvað hefur þú til málanna að leggja? Viltu fá hvatningu til að hreyfa þig meira? Kl. 14-15 Jóga - Léttar æfingar og teygjur. Komdu og prófaðu. Kl. 15 -16 teg. 42026 - stækkar þig um heilt númer, fæst í BC skálum á kr. 4.350,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Laugavegi 178 - Sími: 551 2070 Sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10-18, Lokað á laugardögum í sumar Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf. www.misty.is TVEIR FLOTTIR teg. 7217- mjúkur og yndislegur í CDE skálum á kr. 4.350,- buxur í stíl á kr. 1.990,- Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is sími 512 5447 Miðvikudaga „Við studdum vel við bakið á umsókn Styrmis og með stuðningi og áhuga Sundsambands Íslands getur þetta orðið viðburður sem verður lengi í minnum hafður hjá þjóð með opinn hug og hjörtu, Íslendingum,“ segir Lars Vestergaard, formaður IGLA, alþjóðlegs sundsambands homma og lesbía. IGLA hefur samþykkt umsókn Íslands um að halda alþjóðlegt hins- egin sundíþróttamót árið 2012 en það er árlegt mót. „Þetta er stærsta alþjóðlega sundmótið sem haldið hefur verið á Íslandi. Við fengum það í gegn um helgina að í maí 2012 verður hér keppt í sundi, dýfingum, samhæfðu sundi og sundknattleik,“ segja Bjarni Snæbjörnsson og Jón Þór Þorleifsson, sem eru í undir- búningsnefnd mótsins. Þeir búast við rúmlega þúsund keppendum. „Hugmyndin kom frá Lars á síð- asta ári og við erum búin að vera í því ferli að sækja um að fá að halda mótið hér á Íslandi,“ segja Bjarni og Jón Þór. Lars útskýrir það nánar: „Ég fann fyrir gríðarlegum áhuga frá Íþróttafélaginu Styrmi þegar ég hitti sundliðið þeirra í fyrsta sinn á Outgames í Kaupmannahöfn á síðasta ári og nú ári síðar munu Íslendingar halda alþjóðlegt hinseg- in sundíþróttamót árið 2012.“ Áætlað er að mótið fari fram í Laugardalslaug, Sundhöll Reykja- víkur og í Nauthólsvík. „Við undir- búninginn höfum við verið í góðu sambandi við marga aðila,“ segja Bjarni og Jón Þór. „Til dæmis styð- ur Sundsamband Íslands hundrað prósent við bakið á okkur og líka Reykjavíkurborg. Það eru margir góðir aðilar sem koma þarna að.“ Mótið er þekkt erlendis að sögn þeirra Jóns Þórs og Bjarna og mun vekja jákvæða athygli á Íslandi. „Íslendingar verða kynntir fyrir samhæfðu sundi og dýfingum sem hefur ekki verið stundað neitt að ráði hér. Og ég tala nú ekki um að fá sundknattleikslið til að keppa við þessi fáu lið sem eru hérna núna. Svo er það bara gleðin sem fylg- ir því að halda hinsegin fögnuð af hvaða tagi sem það er.“ martaf@frettabladid.is Hinsegin gleði árið 2012 Stærsta alþjóðlega sundíþróttamótið sem haldið hefur verið á Íslandi mun fara fram árið 2012. Umsókn Íþróttafélagsins Styrmis um að halda alþjóðlegt hinsegin sundíþróttamót var samþykkt um helgina. Liði Styrmis á Gaygames í Köln gengur vel og hefur nú þegar fengið fjögur gull, eitt silfur og brons eftir einn keppnisdag. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Jón Þór Þorleifsson og Bjarni Snæ- björnsson eru í undirbúningsnefnd mótsins ásamt Hafdísi Erlu Hafsteins- dóttur, Hannesi Páli Pálssyni og Pétri Óla Gíslasyni. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.