Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 21
FASTEIGNIR.IS 3. ÁGÚST 201031. TBL. Fasteignamarkaðurinn hefur til sölu glæsilegt 218 fm ein- býlishús á tveimur hæðum á eignarlóð, sjávarlóð á sunnan- verðu Seltjarnarnesi. L óðin, „ásamt fjörunni fram af lóðinni og sjávarrjettind-um“ eins og segir í afsali, er tæpir 1000 fm. með stóru bílastæði norðan megin við húsið. Innbyggð- ur bílskúr. Húsið er teiknað af Hauki Viktors syni arkitekt, steinsteypt og efri hæð klædd svartri skífu. Álþak er á húsinu. Á móti norðri er húsið nokkuð lokað en opið á móti sjónum í suður. Á neðri hæð er for- stofa, innri forstofa, sjónvarpsher- bergi/svefnherbergi, fataherbergi, bað með innfelldu, flísalögðu bað- keri og þvottahús. Gólf á neðri hæð eru flísalögð (Buchtal). Úr innri forstofu er gengið út á pall með heitum potti. Opinn stigi er á milli hæða. Á efri hæð er mikil lofthæð. Þar er hol, borðstofa, eldhús, stofa með bókalofti, svefnherbergi og bað. Öll gólf eru þar parketlögð nema flísar á baði. Úr holi er gengið út á stórar flísalagðar suðursvalir með útsýni yfir fjöllin í suðri, Skerja- fjörð, Álftanes og Reykjanes allt vestur á Garðskaga, sama útsýni er úr öllum herbergjum. Sjávarlóð á Seltjarnarnesi Fallegt útsýni er úr húsinu sem stendur á sjávarlóð á sunnanverðu Seltjarnarnesi. heimili@heimili.is Sími 530 6500 Sumarfrí! Nú stendur yfir sumarfrístími starfsmanna og biðjum viðskipta- menn okkar um að sýna biðlund, nái þeir ekki sambandi við skrif- stofuna símleiðis. Við viljum hvetja ykkur til að nota netföng og talhólf varðandi fyrirspurnir. Þeim verður svarað eins fljótt og unnt er Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.