Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 03.08.2010, Blaðsíða 34
18 3. ágúst 2010 ÞRIÐJUDAGUR ■ Pondus Eftir Frode Øverli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Barnalán Eftir Jerry Scott & Rick Kirkman Jæja, Eyþór minn. Hérna eru svefnlyfin þín! Hvað erum við með í ísskápnum í dag? Namm ... súrar gúrk- ur og makríll í tómat! Frábær blanda! Ég fæ alltaf meira popp ef ég hjálpa pabba við að telja fitumagnið. Þetta ert þú: „Duhh! Duhh! Duhh!“ Jæja! Þetta ert þú! „Dúppeee. Dúppeee. dúpp!“ Þú ert svona: „Gah! Gah! Gah!“ Hérna ert þú: „Glúú! Glúú! Glaa!“ Getið þið ekki spjallað saman venjulega án þess að stríða og móðga? Hann er bróðir minn, stríðni og móðganir eru venjulega leiðin okkar til að spjalla! Solla! Hannes! Vinningar afhendir í ELKO Lindum. 149 kr/skeytið. Með því að taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. MÖGNUÐ STÓRMYND FRÁ LEIKSTJÓRA HARRY POTTER KOMINN Á DVD! SENDU SMS SKEYTIÐ ESL PJL Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ EINTAK! FULLT AF AUKAVINNINGUM TÖLVULEIKIR • DVD MYNDIR • PEPSI MAX OG MARGT FLEIRA! 10. HVERVINNUR! Helgi eyjanna BAKÞANKAR Mörtu Maríu Friðriksdóttur Verslunarmannahelgin með öllu því sem henni fylgir er nú yfirstaðin. Á þess- ari mestu ferðahelgi ársins fór ég og dvaldi á fagurri eyju. Reyndar ekki þeirri sem allir virtust vera að fara til og allt stefndi í metfjölda á. Heldur annarri eyju, í öðrum landshluta. Þar var líf og fjör alla helgina þannig að rætt var um að eyjur væru „inn“ um verslunarmannahelgina. FERÐINNI var heitið til Flateyjar á Breiða- firði. Það er svolítið erfitt að lýsa stemn- ingunni þarna, þetta er svolítið eins og að ferðast aftur í tíma. Allt er svo rólegt og vinalegt. Þegar komið er í land er farang- urinn fluttur á gömlum traktor upp á tjald- svæði þar sem auðvitað sést ekki einn ein- asti tjaldvagn eða fellihýsi. Túnið er fullt af litlum kúlutjöldum og fólk unir sátt við sitt. UM kvöldið var svo haldið á ball með hinum ástsælu Spöðum í Samkomu- húsinu. Dansleiksfólk, sem skemmti sér við fjöruga tóna, var á öllum aldri og á tímabili var fjöldinn svo mikill að dansað var inn í nóttina fyrir utan og allt í kringum Samkomuhúsið. Hljómsveitin átti í erfiðleikum með að hætta því hún var klöppuð upp aftur og aftur. MORGUNINN eftir kitluðu heitir sólar- geislarnir nef tjaldbúa og garg kríunnar og hanagal dró þá á lappir. Reyndar ekki lengra en svo að lagst var til svefns fyrir utan tjaldið þannig að tjaldstæðisbrekka Flateyjar var full af tómum kúlutjöld- um en sofandi fólki í sólbaði. Sólin baðaði eyju, gesti og gangandi. AÐRA sögu var víst að segja um ástand- ið í Reykjavík en þegar heim var komið minnti höfuðborgin eyjafara óþægilega mikið á að haustið er á næsta leiti. Þar var skýjað og vindurinn feykti upp bíl- hurðinni og ýtti þeim inn á heimilið. Eina rauða laufblaðið sem dinglað hafði ein- mana fyrir utan stofugluggann minn fyrr í vikunni hafði fjölgað sér og fengið til liðs við sig nokkur gul og reyniberin voru á góðri leið með að verða rauð. Haustið er svo sannarlega á næsta leiti. Lok verslun- armannahelgarinnar, veðrið og náttúran bera þess glöggt vitni. EFTIR lok verslunarmannahelgar finnst mér alltaf sem haustið sé að koma. Og þá er líka svo stutt í jólin. Tíminn líður reyndar svo hratt að mér finnst þau hafa verið svona í fyrradag og þess vegna getur vel verið að stutt sé í næstu verslun- armannahelgi. Helgi eyjanna.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.