Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 4
4 6. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR MENNING Skemmdir sem uppgötvast hafa í stál- virki glerhjúps á suðurhlið tónlistar- og ráð- stefnuhússins Hörpu valda því að húsið verður ekki að fullu tilbúið við opnun þess næsta vor. „Húsið verður ekki alveg tilbúið en allir sal- irnir og anddyri verða til reiðu. Það er einungis hluti glerhjúpsins á suðurhlið hússins sem verð- ur ekki tilbúinn en þetta á ekki að hafa áhrif á notkun hússins,“ segir Sigurður Ragnarsson, framkvæmdastjóri verkefnisins hjá Íslenskum aðalverktökum (ÍAV). Skemmdirnar eru á hornum sexstrendinga sem mynda stálvirki glerhjúpsins á suðurhlið hússins. Sigurður segir að framkvæmdum verði að fullu lokið um mitt næsta sumar. Hafist verður handa við að taka niður gallaða stálvirk- ið í nóvember en búist er við nýju stálvirki hing- að til lands í desember. Stálvirkið var smíðað af kínverska verktaka- fyrirtækinu Lingyun sem hefur að sögn ÍAV fallist á að taka á sig tjónið sem af þessu hlýst en það hleypur á hundruðum milljóna. Spurð- ur hvort einhver kostnaður falli á þá innlendu aðila sem að verkefninu standa segir Sigurður: „Við erum að vonast til þess að allt tjónið verði bætt af kínverska fyrirtækinu. Það er eðlilegt að þeir sem valda tjóninu beri ábyrgð á því.“ Að sögn Sigurðar er búið að ganga úr skugga um það að aðrir hlutar stálvirkis hússins séu í lagi. „Hornin sem eru meginorsök þessa vanda eru einungis á suðurhlið hússins þar sem sex- strendingarnir eru.“ - mþl Skemmdirnar í glerhjúpi Hörpu hægja á framkvæmdum: Harpa verður ekki alveg tilbúin við opnun HARPA Taka þarf niður stálvirkið á suðurhlið hússins sem snýr að Seðlabankanum. Nýtt stálvirki kemur til landsins í desember. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BYGGÐAMÁL Það þarf ekki nema örlitla hálku á veginum til þess að steypast ofan í,“ segir Ástríður Sigvaldadóttir, íbúi í Gerplustræti í Helgafellslandi í Mosfellsbæ, um risastóran húsgrunn í nágrenni heimili hennar. Við Gerplustræti stendur eitt fjölbýlis- hús með 24 íbúðum þar sem 15 standa auðar. Húsið var byggt árið 2008 og hafa flestir íbúar búið þar í ár eða lengur. Engin lýsing er fyrir framan húsið og ókláraðir húsgrunnar umkringja svæðið. Einn slíkur stendur í vest- urátt, fyrir neðan hringtorg og er um 6 metra djúpur. „Þetta er lífshættulegt, bæði fyrir börn og fullorðna,“ segir Ástríður sem kveðst ítrekað hafa séð fólk stela öllu steini léttara úr hús- grunnunum, sem áður voru fullir af timbri og rörum, en standa nú nær tómir. „Ég hringdi svo í lögregluna þegar ég sá krakka vera að leika sér ofan á leikskólanum,“ segir hún. „En þar sem engin lögregla er í Mosfellsbæ lengur tók það hana 33 mínútur að koma á staðinn.“ Áslaug segist dauðhrædd við að hleypa barnabörnum sínum út einum síns liðs og slysagildrur vera alls staðar. Hún hefur ítrek- að biðlað til bæjarins um úrbætur en fær þau viðbrögð að slíkt sé í höndum verktakanna. Jóhanna Björg Hansen, framkvæmdastjóri umhverfissviðs Mosfellsbæjar, segir bæinn hafa þrýst á Helgafellsbyggingar, verktaka sem standa að framkvæmdunum, að ljúka verkunum. Þeir hafi lofað að ljúka frágangi í sumar. „Samningar við fyrirtækið eru í uppnámi og það er í raun ekkert hægt að gera af hálfu bæjarins í þessu máli annað en að þrýsta á þá,“ segir Jóhanna. „En þetta er ekki eini stað- urinn þar sem svona er ástatt – víða er ástand- ið mun verra.“ Leikskólinn á svæðinu stendur nú auður. Mosfellsbær lét fjarlægja tvö af fimm timbur- húsum sem hýstu stofnunina í júlí. Ekki hefur verið gengið frá svæðinu undir húsunum og liggja þar brotin rör og rafmagnsvírar við hliðina á leiktækjum ætluðum börnum. Svæð- ið er ekki girt af. Frágangur við leikskólann er alfarið í höndum bæjarins og ekkert hefur verið aðhafst fram að þessu. sunna@frettabladid.i1s Slysagildrur í nýju hverfi Við Gerplustræti í Mosfellsbæ stendur fjölbýlishús með 24 íbúðum en 15 af þeim standa auðar. Íbúi segir slysagildrur umkringja húsið. Yfirvöld segja verktaka sjá um málið. Leiktæki eru við hlið rafmagnsvíra. GERPLUSTRÆTI Í MOSFELLSBÆ Ástríður Sigvaldadóttir og Lilja Friðvinsdóttir, íbúar í Gerplustræti 25, við einn ókláraðan húsgrunninn. MYND/ARNÞÓR LEIKSKÓLINN Búið er að fjarlægja tvö hús af svæðinu og rör og rafmagnsvírar skildir eftir hjá leiktækjunum. MYND/ARNÞÓR SKURÐUR VIÐ VEGINN Um sex metra djúpur skurður liggur upp við veg og hringtorg. Girðing liggur við jörðu. MYND/ARNÞÓR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 29° 21° 23° 23° 23° 18° 23° 23° 23° 21° 30° 31° 34° 18° 25° 15° 22° Á MORGUN Víðast 3-8 m/s. SUNNUDAGUR Stíf NA-átt suðaustast, annars hægur vindur. 13 13 13 11 15 14 14 14 14 16 16 6 7 6 3 2 5 2 5 2 7 4 14 14 13 16 15 13 15 16 1414 REGNHLÍF MEÐ Í GLEÐIGÖNGU Það verður blautt á vesturhelmingi landsins í dag og í nótt má bú- ast við talsverðri vætu sunnan- og suðaustanlands. Það verða skúrir í höfuðborginni fyrri partinn á morgun en styttir smám saman upp og verður vonandi orðið þurrt annað kvöld. Elísabet Margeirsdóttir veður- fréttamaður FÉLAGSMÁL Barnaverndarstofa og Götusmiðjan hafa náð samkomu- lagi um að Götusmiðjan hætti rekstri meðferðarheimilisins. Barnaverndarstofa og Götusmiðj- an eru sammála um að þrátt fyrir að Götusmiðjan hafi unnið gott starf í þágu barna og ungmenna á undanförnum árum sé tímabært að ljúka samstarfi aðila. Í yfirlýsingu sem Guðmund- ur Týr Þórarinsson, fyrrverandi forstöðumaður Götusmiðjunnar, og Bragi Guðbrandsson, forstöðu- maður Barnaverndastofu, skrif- uðu undir hinn 1. ágúst síðast- liðinn segir að samkomulagið sé gert í góðri sátt og feli í sér far- sælar málalyktir fyrir alla aðila. - jhh Hætta rekstri heimilis: Sættir í máli Götusmiðju KENÍA, AP Íbúar í Keníu sam- þykktu með yfirgnæfandi meiri- hluta nýja stjórnarskrá sem dregur mjög úr völdum forseta landsins. And- stæðingar nýju stjórnarskrár- innar segjast ætla að sætta sig við niður- stöðuna. Samkvæmt bráðabirgða- talningu sam- þykktu 70 prósent kjósenda stjórnarskrána, sem kemur í staðinn fyrir stjórnarskrá sem samin var á lokadögum nýlendu- stjórnar Breta fyrir nærri hálfri öld. Óeirðir brutust út í kjöl- far forsetakosninga árið 2007 og kostuðu þær meira en þúsund manns lífið. - gb Ný stjórnarskrá samþykkt: Andstæðingar fallast á úrslitin RAILA ODINGA AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Hendrik Sigurðsson hendrik@frettabladid.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Henný Árnadóttir henny@365.is, Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynurs@365.is, Bjarni Þór Sigurðsson bthor@365.is, Benedikt Freyr Jónsson benediktj@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is, Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is GENGIÐ 05.08.2010 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 210,9248 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 118,33 118,89 188,04 188,96 156,29 157,17 20,974 21,096 19,811 19,927 16,645 16,743 1,3732 1,3812 181,04 182,12 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.