Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 8
8 6. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR BANDARÍKIN, AP Vaughn Walker, dómari í Kali- forníu, felldi úr gildi bann við hjónaböndum samkynhneigðra í Kaliforníuríki. Walker taldi bannið, sem samþykkt var í atkvæða- greiðslu fyrir tveimur árum, brjóta í bága við stjórnarskrá Bandaríkjanna. Samkynhneigðir og stuðningsmenn hjóna- bands þeirra fögnuðu dómnum ákaft, en að öllum líkindum verður málinu áfrýjað, fyrst til áfrýjunardómstóls og síðan til Hæstarétt- ar Bandaríkjanna. Hjónabönd samkynhneigðra verða því varla leyfð í Kaliforníu á ný fyrr en úrskurð- ur Hæstaréttar er fenginn, en töluverð bið getur orðið á því. Samkynhneigðir geta nú gengið í hjóna- band í sex ríkjum Bandaríkjanna: Massa- chusetts, Iowa, Connecticut, Vermont, New Hampshire og Washingtonborg. Hjónabönd samkynhneigðra urðu lögleg í Kaliforníu í júní 2008 eftir að hæstirétt- ur ríkisins leyfði þau, en bannið tók gildi 5. nóvember sama ár eftir að það var sam- þykkt í almennri atkvæðagreiðslu. - gb Dómari ógildir bann við hjónaböndum samkynhneigðra í Kaliforníu: Bann við giftingum brýtur í bága við stjórnarskrá ÚRSKURÐI FAGNAÐ Töluverð bið getur orðið á að end- anleg niðurstaða fáist úr bandaríska dómskerfinu. NORDICPHOTOS/AFP Topptitlar á botnverði Þúsundir Tónlist frá 299 kr. DVD myndir frá 399 kr. Bækur frá 599 kr. BÆKUR OPIÐ KL. 11 - 19 - ALLA DAGA VIKUNNAR í fullum gangi klassík - jazz - DVD tónlist Íslensk tónlist - erlend tónlist KJARAMÁL Eitthvað virðist vera að þokast í samkomulagsátt í kjara- deilum slökkviliðsmanna á Akur- eyri varðandi frítökurétt þeirra. Trúnaðarmenn slökkviliðsins áttu fund á þriðjudag með Þor- birni Haraldssyni slökkviliðs- stjóra, Höllu Margréti Tryggva- dóttur, starfsmannastjóra Akureyrarbæjar, og Karli Guð- mundssyni bæjarritara, þar sem ákveðið var að vinna í málinu á næstu dögum o g v i k u m . Menn myndu fá frítökurétt sinn birtan á launa- seðlum sínum framvegis. Nú er í fyrsta sinn kominn nýr dálkur á vinnuskýrslu slökkviliðs- manna undir nafninu Frítöku- réttur. Ólafur Stefánsson, annar trún- aðarmaður slökkviliðsmanna á Akureyri, segir að menn séu meðvitaðir um að á fundinum hafi í raun ekki verið gert sam- komulag um eitt né neitt. „Þetta var þó í fyrsta skipti sem þau mótmæltu því ekki að menn ættu rétt á frítökurétti aftur í tímann,“ segir Ólafur. „Og við létum í ljós enn og aftur að við værum ekki að semja um neitt annað en það sem stendur í kjarasamningum. Enginn samn- ingur eða samkomulag af neinu tagi var gert. En málin eru að þokast.“ Valdimar Leó Friðriksson, framkvæmdastjóri Landssam- bands slökkviliðs- og sjúkra- flutningamanna (LSS), segir Akureyrarbæ enn skulda slökkvi- liðsmönnum á Akureyri frítöku- rétt þrettán ár aftur í tímann. „Þessi lög voru sett árið 1997,“ segir Valdimar. „Og það er mitt hlutverk að endurheimta frítöku- réttinn aftur í tímann, með vöxt- um og dráttarvöxtum.“ Akureyrarbær er eina sveit- arfélag landsins sem greið- ir slökkviliðsmönnum ekki frí- tökurétt, hvorki í formi fría né launa, eins og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku. Sam- kvæmt lögum og kjarasamning- um á frítökuréttur að koma fram á launaseðlum starfsmanna eftir hvern mánuð og fyrnist aldrei. Hann hefur aldrei komið fram hjá slökkviliðsmönnum á Akur- eyri. Samkomulag var undirrit- að í apríl 2008 af Sverri Birni Björnssyni, formanni LSS, og starfsmannastjóra Akureyrar- bæjar um að vinna ætti í málinu og ítrekað hefur verið reynt að semja við bæinn af hálfu slökkvi- liðsmanna síðan þá. Ekkert hefur þokast í málinu fyrr en nú. sunna@frettabladid.is Bærinn skal borga réttinn 13 ár aftur Kominn er dálkur í vinnuskýrslu slökkviliðsmanna á Akureyri sem tilgreinir frítökurétt. Ekki búið að ná formlegu samkomulagi, segir trúnaðarmaður. Mun rukka réttinn þrettán ár aftur í tímann, segir framkvæmdastjóri LSS. ÓLAFUR STEFÁNSSON SLÖKKVILIÐIÐ Á AKUREYRI VIÐ STÖRF Slökkviliðsmenn munu nú hugsanlega fá frítökurétt sinn birtan í fyrsta sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/AUÐUNN SAMGÖNGUR Þorlákshafnarbær krefst þess að fá áfram sömu hafn- ar- og þjónustugjöld og áður fyrir afnot af höfninni í Þorlákshöfn fyrir Herjólf. Höfnin er nú vara- höfn fyrir skipið en var áður aðal- höfn þess. Um er að ræða rúmlega 1,7 milljónir króna á mánuði. Vegagerðin hefur hafnað þess- ari kröfu Þorlákshafnarbæjar og rennur samningur um afnot af höfninni í Þorlákshöfn út um næstu mánaðamót. Þorlákshafnar- bær segir viðhaldskostnað hafnar- innar svo mikinn að nauðsynlegt sé að fá áfram þessa upphæð. - mþl Hafnargjöld í Þorlákshöfn: Vilja sama gjaldið áfram HERJÓLFUR Ferjan kemur ekki lengur að landi í Þorlákshöfn eftir opnun Land- eyjahafnar í lok síðasta mánaðar. FÉLAGSMÁL Mannréttindaskrif- stofa Reykjavíkur hefur gert samning við Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða um að veita ráðgjöf til íbúa Reykjavíkur af erlendum uppruna. „Markmið með samningnum er að veita innflytjendum í Reykja- vík sérhæfðan stuðning til virkr- ar þátttöku í íslensku samfélagi. Í því felst bæði almenn ráðgjöf sem og lögfræðiráðgjöf,“ segir í til- kynningu. Tveir starfsmenn munu sjá um ráðgjöfina. - óká Samið um ráðgjöf: Borgin styður fólk af erlend- um uppruna UMHVERFISMÁL Fyrirtækið Græn framtíð hefur ýtt úr vör endur- nýtingaráætlun fyrir fjarskipta- félagið Tele Greenland. Til stend- ur að endurnýta gamla, ónýta og gallaða farsíma frá viðskipta- vinum á Grænlandi auk annarra smáraftækja. Tekið verður við raftækjum til endurnýtingar í rúmlega 20 verslunum og þjónustustöðvum Tele Greenland, að því er segir í tilkynningu. Auk þess að stuðla að endurnýtingu og endurvinnslu vill Tele Greenland fylgja eftir WEEE tilskipun Evrópusam- bandsins (Waste Electrical and Electronic Equipment) um rétta meðhöndlun á rafeindaúrgangi. - óká Endurnýtingarátak hafið: Vilja fylgja til- skipun frá ESB ÍTALÍA, AP Silvio Berlusconi, for- sætisráðherra Ítalíu, tryggði stöðu sína á þinginu að minnsta kosti fram á haustið þegar stjórnarþing- menn felldu þingsályktunartillögu gegn aðstoð- arráðherra í dómsmálaráðu- neytinu, sem er flæktur í spill- ingarmál. Berlus- coni hafði lagt mikla áherslu á að ályktun- in yrði felld, en óvíst var hvort stjórnin hefði meirihluta til þess eftir að Gianfranco Fini, forseti fulltrúadeildar þingsins, sagði skilið við stjórnina eftir langvar- andi deilur við Berlusconi. Stuðningsmenn Finis, 33 að tölu, skiluðu auðu í atkvæða- greiðslunni. - gb Berlusconi stendur tæpt: Tryggði stöðu sína til hausts SILVIO BERLUSCONI VEISTU SVARIÐ? 1. Hvað heitir nýr umboðsmað- ur skuldara? 2. Hvað er áætlað að áform- aðar umbætur á íslenskum jarðgöngum muni kosta? 3. Flak hvaða skips ætlar auð- kýfingurinn Paul Allen að skoða hér við land? SJÁ SVÖR Á SÍÐU 30

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.