Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 6. ágúst 2010 11 Nánari upplýsingar á www.landsvirkjun.is Verið velkomin til okkar í sumar: Blanda í Húnavatnssýslu: Dimmir hratt á draugaslóð – málverkasýning Baska Búrfell í Þjórsárdal: Gengið að verki – ljósmyndasýning Jakobs Jakobssonar Andlit Þjórsdæla – líf í Þjórsárdal í 1100 ár Þjóðveldisbærinn – Lifandi vitni um húsakynni á þjóðveldisöld Krafla í Mývatnssveit: Kröflueldar – kvikmynd og fræðsla um orku í iðrum jarðar Laxá í Aðaldal: Hvað er með Ásum? – goðafræði og höggmyndir Hallsteins Sigurðssonar Ljósifoss við Sog: Náttúran í hönnun – samstarfsverkefni með Hönnunarmiðstöð Íslands Végarður í Fljótsdal: Framkvæmdin við Kárahnjúka í máli og myndum. Ferðir inn í Fljótsdalsstöð Allar stöðvar: Raunveruleikatékk – hringferð um landið í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík Landsvirkjun býður alla velkomna í stöðvar sínar í sumar. Fjölmargir hafa heimsótt okkur umhverfis landið, kynnt sér orkuvinnslu úr vatnsafli og jarðvarma og um leið notið sýninga af ýmsum toga, meðal annars í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík og Hönnunarmiðstöð. Komdu í heimsókn Við tökum vel á móti þér Opið alla eftirmiðdaga. Aðgangur ókeypis. PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 01 51 7 PI PA R\ TB W A • SÍ A • 10 19 24 Þúsundir hafa heimsótt Landsvirkjun í sumar STJÓRNMÁL Ásta Stefánsdótt- ir, bæjarritari Árborgar, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri sveitarfélagsins en nýlega var bæjarstjórastöðu sveitarfélags- ins breytt í stöðu framkvæmda- stjóra. Alls sóttu 44 einstaklingar um starfið en meðal umsækjenda voru Gunnar I. Birgisson, fyrrum bæjarstjóri í Kópavogi, og Inga Jóna Þórðardóttir, fyrrum borg- arfulltrúi í Reykjavík. Ásta hefur embættispróf í lög- fræði frá Háskóla Íslands og hefur starfað sem bæjarritari frá árinu 2006 og jafnframt verið staðgengill bæjarstjóra. - mþl Framkvæmdastjóri Árborgar: Ásta fram- kvæmdastjóri DANMÖRK Dani var í gær úrskurð- aður í 13 daga gæsluvarðhald fyrir morðhótanir sem hann sendi Lars Løkke Rasmussen, forsætisráð- herra Dana. Maðurinn sem er 43 ára hefur í tvígang sent forsætisráðherranum bréf þar sem hann hótar honum og fjölskyldu hans lífláti verði dansk- ar hersveitir ekki kallaðar heim frá Afganistan fyrir 27. september næstkomandi. Maðurinn kveðst vera mótfall- inn stríði en hvorki eiga ættingja eða vini sem sendir hafa verið til Afganistans. Maðurinn hefur ekki viljað svara því hvort fleiri séu í vitorði með honum. Hann getur átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsi verði hann fundinn sekur. - ss Hótaði forsætisráðherranum: Vill Dani heim frá Afganistan IÐNAÐUR Ástralska jarðefna- rannsóknafyrirtækið Platina Resources, sem hefur sótt um rannsóknarleyfi til að kanna hvort gull og aðrir góðmálmar séu í vinnanlegu magni á Aust- urlandi, hefur nú svarað öllum athugasemdum við áform þess. Orkustofnun hefur haft umsókn fyrirtækisins til athug- unar en rúmlega 30 landeig- endur á svæðinu skiluðu inn athugasemdum við leyfisgjöfina. Fyrirtækið hefur nú svarað þeim athugasemdum og eru svörin á leið í pósti til landeigenda. Landeigendur munu fá tvær vikur til að bregðast við svörun- um og að þeim tíma loknum mun Orkustofnun ákvarða hvort leyfið verði gefið út. - mþl Gullleit á Austurlandi: Hafa svarað athugasemdum RÚSSLAND, AP Rússnesk stjórnvöld hafa bannað allan útflutning á korni til ársloka. Ástæðan er sú að tuttugu prósent af hveitiuppskeru landsins eyðilögðust í skógareld- um. Bannið gæti framlengst telji stjórnvöld það nauðsynlegt. Heimsmarkaðsverð á hveiti hækkaði nokkuð við þessi tíðindi, en það hafði þá þegar hækkað um 70 prósent nú í sumar. Sérfróðir segja verðhækkunina bitna meira á íbúum Mið-Austurlanda, Afríku- ríkja og sumra Asíuríkja heldur en íbúum Evrópu og Ameríku. Eldarnir í Rússlandi hafa nú orðið fimmtíu manns að bana og eyðilagt yfir tvö þúsund heimili. Þeir hafa geisað vikum saman í mið- og vesturhluta landsins en sumarið er það heitasta sem mælst hefur frá því skráningar hófust. Eldar loguðu í gær á 600 stöð- um og unnu tíu þúsund slökkviliðs- menn að því að halda þeim í skefj- um. Stjórnvöld telja að fleiri þurfi að leggja hönd á plóg. Vladimír Pútín forsætisráðherra hefur lofað því að ný hús verði byggð fyrir veturinn handa þeim sem misstu heimili sín. - gb Skógareldarnir í Rússlandi hafa orðið fimmtíu að bana: Stjórnvöld banna útflutning á hveiti BARIST VIÐ ELDANA Tuttugu prósent af hveitiuppskeru Rússlands hafa eyðilagst í skógareldunum. NORDICPHOTOS/AFP KÍNA, AP Óður maður með hníf réðst inn í leikskóla í Kína á mið- vikudaginn og myrti þrjú börn og einn leikskólakennara. Árásin er sú síðasta í röð viðlíka atburða. Yfirvöld hafa neitað að gefa nánari upplýsingar af ótta við eftirhermuglæpi. Á árinu hafa nokkrar svona árásir verið gerð- ar. Árásin í gær átti sér stað síð- degis þegar foreldrar voru að sækja börn sín í úthverfi Zibo, í Shandong-héraði. Um 20 börn og starfsmenn eru sögð slösuð, tvö börn alvarlega. - óká Enn eitt voðaverkið í Kína: Hnífamaður réðist á börn Stækka þarf tjaldstæði Bæjartæknifræðinguinn á Ísafirði segir í bréfi til bæjarráðs að nauð- synlegt sé að tjaldsvæði bæjarins í Tungudal verði stækkað og aðgengi að rafmagni aukið. Líka þurfi úrbætur í rafmagnsmálum á tjaldsvæðinu á Þingeyri. ÍSAFJÖRÐUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.