Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 16
16 6. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR timamot@frettabladid.is DAGUR SIGURÐARSON (1937- 1994) FÆDDIST ÞENNAN DAG Ég elska þig, ég elska þig og drulluhjallinn, Dísa. Að dúsa hér í ljósleysi er unaðslegt með þér þótt hitinn af sé tekinn og tuggin öll vor ýsa. Ég tileinka þér kvæðisstúf sem betri er en smér. Dagur Sigurðarson var íslenskt skáld, þýðandi og myndlistarmaður. MERKISATBURÐIR 1806 Hið heilaga rómverska ríki er formlega leyst upp þegar síðasti keisarinn, Frans 2., segir af sér. Aust- urríska keisaradæmið og Þýska bandalagið taka við. 1809 Í Klúbbnum í Reykjavík (þar sem nú er hús Hjálp- ræðishersins) efnir kon- ungurinn, Jörgen Jörgen- sen, til dansleiks. 1960 Steingrímsstöð, 26 Mw virkjun í Soginu, er tekin í notkun. 1965 Hljómplata Bítlanna, Help!, kemur út í Bret- landi. 1983 Friðarganga á vegum her- stöðvarandstæðinga er gengin frá hliði herstöðv- arinnar til Reykjavíkur. Á þessum degi árið 1933 stormaði hópur manna að bústað vararæðis- manns Þjóðverja, Sófusar Blöndal, á Siglufirði og skar þar niður merki þýskra nasista, þjóðfána Þýskalands, hakakross í hvítum hring á rauðum fleti. Mennirnir rifu fánann, hentu honum í poll og stöppuðu á honum. Þeir vildu með verknaði sínum mót- mæla kúgun þýskra nasista. Athæfi þeirra var strax tilkynnt bæjarfógeta. Fimm voru handteknir en einn þeirra var Steinn Steinarr skáld. Atburðurinn vakti mikla athygli um allt land og fjölmiðlar fjölluðu um málið. Verkalýðs- blað kommúnistaflokksins hrósaði fánamönnum fyrir hreystiverkið en Morgunblaðið skrifaði að það væri „ekki ný bóla að Siglufjörður sé um síldveiðitím- ann vettvangur þeirra manna, sem á lægsta menningarstigi standa í þjóðfélagi voru …“ Meira en ár leið þangað til bæjarfógetinn á Siglufirði kvað upp dóm í máli fimmmenninganna. Þrír mannanna, þar á meðal Steinn, voru dæmdir í þriggja mánaða óskilorðs- bundið fangelsi, hinir tveir í tveggja mánaða fangelsi. Framhald málsins var það að því var vísað til Hæstaréttar sem í febrúar 1935 stað- festi fyrri dóm undirréttar í öllum meginatriðum. Dómunum var þó aldrei fullnægt. ÞETTA GERÐIST: 6. ÁGÚST 1933 Nasistafáninn skorinn niður „Áður en ég flutti hingað á Höfn hafði ég lítið kynnst jöklum og ekki verið mikið á ferðinni yfir vetrartímann. Í tengslum við starf mitt sem forstöðu- maður Fræðasetursins á Hornafirði ferðast ég hins vegar mikið allan árs- ins hring og fór þá að sjá að svæðið hér býr yfir miklum töfrum bæði á sumr- in og veturna,“ segir Þorvarður Árna- son en bókaútgáfan Opna gaf nýverið út fyrstu ljósmyndabók hans, Jökulsár- lón – árið um kring. Þegar Þorvarður flutti austur fyrir fjórum árum fékk hann sér nýja mynda- vél og fór að taka myndir. Áhugamál- ið vatt hratt upp á sig og fljótlega var fátt annað sem komst að um helgar en að mynda. „Fyrir rúmu ári fékk ég þá flugu í kollinn að gaman væri að fylgjast með sama staðnum yfir heilt ár,“ segir Þorvarður sem fór að Jök- ulsárlóni einu sinni til fimm sinnum í mánuði. „Ég uppgötvaði hvað lónið er gríðarlega fjölbreytt. Það er svo mikil hreyfing á öllu og það er aldrei eins. Það er því alltaf upplifun að koma að lóninu sem er umkringt svörtum sandi með fjallaumgjörð á eina hlið og ver- aldarhafið á hina. Þetta skapar sam- spil sem er einstakt á heimsvísu,“ segir Þorvarður heillaður. Hann bendir einn- ig á að birta og breytileg veðurskilyrði hafi áhrif á hverja upplifun. Í bók Þorvarðar eru því myndir frá öllum árstímum og segir hann mikinn mun vera á lóninu eftir því á hvaða tíma er komið að því. „Yfir sumarið eru jöklarnir tiltölulega hrjúfir og hvítir og mikið líf er í lóninu, mikið af fugl- um og selum. Þegar veturinn gengur í garð breytast jakarnir og verða sléttari og tærari eins og ísmolar. Fyrir vikið koma litirnir sterkar fram í þeim og í samspili við sólina sér maður liti sem maður sér ekki um sumarið,“ útskýr- ir Þorvarður en einn tilgangur bókar- innar er að vekja athygli á fegurð lóns- ins á öðrum tímum en hásumri. „Það er sama hvenær þú kemur að lóninu, það er alltaf eitthvað stórkostlegt að sjá.“ Bókin er gefin út á fjórum tungumál- um, íslensku, ensku, frönsku og þýsku. Þeim sem vilja kynna sér nánar mynd- ir úr smiðju Þorvarðar er bent á vefsíð- una www.thorri.is. solveig@frettabladid.is ÞORVARÐUR ÁRNASON: GEFUR ÚT FYRSTU LJÓSMYNDABÓK SÍNA Lónið er alltaf stórkostlegt BÖRN HEILLAST AF LÓNINU Jökulsárlónið heillar jafnt fullorðna sem unga. MYND/ÞORVARÐUR ÁRNASON LJÓSMYNDARINN Þorvarður fór allt að fjórum til fimm sinnum í mánuði að lóninu á einu ári. Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Helgi Felixson húsasmiður, Andrésbrunni 17, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi þriðju- daginn 3. ágúst. Útför fer fram frá Grafarvogskirkju fimmtudaginn 12. ágúst kl. 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á líknardeild Landspítalans í Kópavogi í síma 5431159. Fríða Freymóðsdóttir Erla Helgadóttir Tómas Guðmarsson barnabörn og barnabarnabörn. Minning Svava Guðrún Sigmundsdóttir Svava Guðrún Sigmundsdóttir fæddist í Reykjavík 18. desember 1930. Hún lést á Hjúkrunarheimilinu Grund 1.ágúst síðastliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Sigmundur Þórður Pálmason sjó- maður f. 3. maí 1900. d.18. ágúst 1965. og Margrét Gísladóttir hús- freyja f. 23. nóvember 1908. d.16. júlí 1964. Svava Guðrún ólst upp hjá foreldrum sínum í Viðey og Reykjavík. Hún var næst elst sjö systkina, en þau eru : Svanlaug Esther f. 24. júlí 1929. d.18. febrúar 1992. Gift Kristjáni Kristjánssyni f. 4. október 1918. d. 31. október 1991. Pálmar Gísli f. 9. janúar 1932. d. 14. júlí 1955. Jón Sigurvin f. 24. september 1934. Kvæntur Helgu Kristinsdóttur f. 6. ágúst 1939. Sigmundur Grétar f. 31. janúar 1942. d. 6. nóvember 1985. Eftirlifandi eig- inkona hans er Jónína Valgerður Björgvinsdóttir f. 10. ágúst 1943. Hörður f. 5. maí 1944. Tvíburabróðir hans, Reynir lést nokkra mánaða. Þann 18. júlí 1953 giftist Svava, Kristjáni Jóhannssyni bifreiðastjóra frá Syðra Lágafelli f. 28. september 1929. d. 20. febrúar 1999. Foreldrar hans voru hjónin Jóhann Magnús Kristjánsson f.6.september 1893 d. 29.ágúst 1965 og Borghildur Júlíana Þórðardóttir f.9.júlí 1897. d.5.janúar 1971 ábúendur á Syðra Lágafelli á Snæfellsnesi. Fyrstu búskaparár sín bjuggu þau í Reykjavík en síðan í Kópavogi. Börn Svövu og Kristjáns eru: 1). Jóhann Magnús f. 21.október 1953 kvæntur Unni Arnardóttur. Þeirra börn eru: a) Laufey f. 12. apríl 1973. Sambýlismaður hennar er Einar Sigurður Axelsson f. 2. september 1973. þeirra börn eru: Örn Haukur, Hrafn Már og Þröstur. b) Fanney f. 2.desember 1981 hennar drengur er Bjartur Snær Rúnarsson. Sambýlismaður hennar er Guðmundur Níels Erlingsson og þeirra börn eru: Erlingur og Unnur. c) Kristján f. 3. september 1987. 2) Margrét f. 3. maí 1957. hennar börn eru a) Kristján Yngvi f. 7. desember 1979. Sambýliskona hans er Birna Björk Níelsdóttir þeirra dóttir er Tanja Margrét og stjúpbörn hans eru Elísabet Rósa, Jóhanna Ósk, Tara Sól, Níels Þór. b) Svava Guðrún f. 26. júní 1984. 3) Borghildur Júlíana f. 23. maí 1964. dóttir hennar er Hafdísi Lind. Útför Svövu fer fram frá Digraneskirkju í dag 6. ágúst 2010 og hefst athöfnin kl. 15. BRIMBROT Oft gengur mikið á þegar stóra jaka ber upp á land í miklu brimróti. STÓRKOSTLEG BIRTA Jaki við sólsetur um miðjan nóvember.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.