Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 17
Sölufulltrúar Henný Árnadóttir henny@365.is 512 5427 Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is 512 5447 Veitingahúsið Perlan - Sími 562 0200 - Fax 562 0207 Netfang perlan@perlan.is - Heimasíða www.perlan.is 4ra rétta Góð tækifæ risgjöf! Kryddlegin bleikja með rússneskri pönnuköku, dillrjóma og piparrótarsósu Humarsúpa rjómalöguð, með Madeira og grilluðum humarhölum Fiskur dagsins það ferskasta hverju sinni; útfærður af matreiðslumönnum Perlunnar *** eða / Or *** Lambatvenna með steinseljurótarmauki, aspas, rófu, soðkartöflu og basil-myntu gljáa Kókoshnetu Tapioca með steiktu mangói og lychee sorbet Verð aðeins 7.290 kr. tilboðsseðill DRÁTTARVÉLADAGUR og töðugjöld verða haldin í Sauðfjársetrinu í Sævangi á morgun klukkan 14. Kaffihlað- borð verður í Kaffi Kind og sögusýningin Sauðfé í sögu þjóðar verður opin allan daginn. www.strandir.is Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is - sími 512 5473 Henný Árnadóttir henny@365.is - sími 512 5427 Þórdís Hermannsdóttir thordish@365.is - sími 512 5447 „Ég steiki nautalund á mjög heitri pönnu í tvær mínútur á hvorri hlið og læt svo liggja á pönnunni í svona tíu mínútur,“ segir Jóna Hlíf Halldórsdóttir myndlistar- kona. „Svo set ég salt og pipar og sker kjötið í þunnar sneiðar.“ Með þessu ber hún fram sósu gerða úr sojasósu, sesamfræjum og fersku kóriander. Jóna segist hafa borðað mikinn fisk í sumar. „Og þegar byrjar að hausta langar mig að fara að fá kjöt, en samt ekki alveg strax kjöt og kartöflur. Það er meira þegar kominn er vetur. Mér fannst til- valið að koma með haustrétt.“ Uppskriftina fékk Jóna frá bandarískum vini sínum sem hún bjó með í Glasgow þar sem hún stundaði myndlistarnám milli áranna 2005 til 2007. „Ég bjó með tveimur vinum mínum frá New York. Við höfðum öll áhuga á eldamennsku og elduðum frábær- an mat á hverju einasta kvöldi.“ Jóna hefur mikinn áhuga á eldamennsku og finnst gaman að Kjötið kemur með hausti Jóna Hlíf Halldórsdóttir telur að matur með réttri litablöndu fari vel ofan í maga. Á námsárum sínum bjó hún í Glasgow með tveimur vinum og skiptust þau á að elda því þau höfðu öll áhuga á eldamennsku. Jóna Hlíf Halldórsdóttir segir dóttur sína Rósku kunna vel að meta steiktu nautalundirnar. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA 500 g nautalund Steikið á háum hita í tvær mín- útur á hvorri hlið og skerið svo í þunnar sneiðar. Takið af hellunni og kryddið með salti og pipar og látið standa á pönnu með loki í tíu mínútur. Sósa 1 dl sojasósa 2 msk. sesamfræ Fullt af fersku kóríander Blandið öllu saman í skál. Grískt salat ½ gúrka 6 litlir tómatar ½ rauður laukur Ferskur mozzarella Ólífur Skerið grænmetið í teninga og setj- ið smá ólífuolíu, salt og pipar út á. HAUSTBOMBA JÓNU HLÍFAR og grískt salat fyrir tvo framreiða matinn fallega. „Það tengist mínum myndlistarbak- grunni. Mér finnst skipta mjög miklu máli að það sé grænt, rautt og hvítt. Ég held líka að með réttri litablöndu fari maturinn betur ofan í maga.“ martaf@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.