Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 19
„Til að skapa mér sérstöðu á mark- aðnum fékk ég Kjöthöllina til að útbúa fyrir mig 300 gramma buff sem ég nota í hamborgara og sumir hafa komið um langan veg til að seðja hungrið með þeim. Sósan með hamborgurunum þykir líka sérstök enda er uppskriftin hern- aðarleyndarmál en ég get fullyrt að eina sósan sem ekki er búin til í húsinu er tómatsósa,“ segir Arn- björn Kristjánsson sem opnaði 73 um miðjan júní. Hvað kom til að hann hellti sér út í veitingarekst- ur? „Ég er búinn að vera þar með annan fótinn lengi. Þó ég hafi verið kerfisstjóri hjá Skýrr í þrjú ár þá hef ég alltaf unnið á veitingahús- um á kvöldin og um helgar svo ég ákvað að gera það að aðalvinnunni. Fólk er alltaf þakklátt fyrir að fá góðan mat en því þykir bara sjálf- sagt að fá gert við tölvukerfin!“ Stór garður er á bak við húsið á Laugavegi 73 og þar segir Arn- björn fólk njóta þess að sitja í sól- inni, án þess þó að vera með oln- bogann í umferðinni. „Kannski vill það ekkert að ég sé að segja frá þessu því mörgum finnst svo gott að vera aðeins útaf fyrir sig og slappa af hér á bak við,“ segir hann hlæjandi. Hann er líka með stórt tjald á baklóðinni sem hann hefur leigt út fyrir afmæli og fleiri samkomur. 73 er alltaf opið frá ellefu til ell- efu en Arnbjörn kveðst hafa leyfi til að hafa opið fram til 3 og eiga eftir að fastsetja lokunartímann. gun@frettabladid.is Fólk er alltaf þakklátt fyrir að fá góðan mat 73 er nafn á nýlegum veitingastað á Laugavegi 73 sem meðal annars býður upp á 300 gramma borgara en líka pasta, steikur, kaffi og kökur – meira að segja pönnukökur. Arnbjörn Kristjánsson er vertinn. Stéttin bak við húsið er úrvals sólbaðsstaður og þar er líka stórt tjald sem leigt er út fyrir afmæli og fleiri samkomur. 73 er á Laugavegi 73 – hvað annað? Arnbjörn var að enda við að baka svell- andi súkkulaðiköku eins og hann kveðst uppalinn á. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI 2¼ bolli hveiti 1½ bolli sykur 1 tsk. lyftiduft 1 tsk. natron ½ tsk. salt 1 bolli kakó 1½ bolli smjör eða smjörlíki ½ bolli vatn (heitt) 3 egg tvöfaldur espressó eða ½ bolli sterkt kaffi. Passar í þrjú hringlaga mót og er bakað í ofni við 190° C þar til kakan er búin að lyfta sér aðeins.Gott er að reka prjón í hana og ef hann kemur hreinn út er hún tilbúin. Kremið 4 plötur síríussúkkulaði brætt yfir vatnsbaði 1½ bolli flórsykur tvöfaldur espressó Sjóðandi vatn og/eða smjör þar til þykkt- in sem maður vill hafa á krem- inu er komin. SÚKKULAÐIKAKAN HENNAR MÖMMU Sundhöllin í Reykjavík verður lokuð til laugar- dagsins 7. ágúst vegna viðhalds. Annars er hún opin á virkum dögum frá 6.30 til 21.30 og um helgar frá 8 til 19. www.rvk.is Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU Full búð af nýjum vörum Velkomin á Laugaveginn Laugavegur 25 • Sími 533-5500 Opið Mán - Fös frá 11.00 - 18.00 Lau frá 10.00 - 16.00 Stærðir 0–12 ára Í FULLUM GANGI ÚTSALAN MOMO MENN – ný búð á Laugavegi 45, beint á móti Momo konur. Opið langan laugardag til kl. 18. NÝJAR HAUSTVÖRUR Skólaföt • Sængurgjafir Útsöluhorn 50–70% afsláttur

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.