Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 22
2 föstudagur 6. ágúst núna ✽ dragðu lærdóm af öllu augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Hallgrímsdóttir sigridurh@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 „Ég lærði grunninn að arkitektúr á Englandi og vann við það fyrst eftir að ég kom til Íslands. Eftir hrunið var þó lítið um vinnu og ég ákvað því að fara út í það að hanna skyrt- ur og aðra fylgihluti. Kærastan mín er fatahönnuður og hún hefur verið mér innan handar og aðstoð- að mig við ýmislegt,“ útskýrir Aron Bullion. Hann hannar fallegar karl- mannsskyrtur, axlabönd, töskur og aðra fylgihluti undir nafninu A.C. Bullion. Hönnun sína selur hann á PopUp markaðinum vinsæla og hefur Aron varla undan að fram- leiða vörur sínar. „Ég byrjaði að hanna skyrturn- ar vegna þess að ég átti erfitt með að finna skyrtur sem hent- uðu mér og voru á viðráðan- legu verði, nú er ég að hanna gleraugnaumgjarðir af sömu ástæðu. Ég er sem sagt gjarn á að hanna hluti sem ég vil sjálfur eiga,“ segir Aron og hlær. Töskurn- ar sem hann býr til hafa fallið sér- staklega vel í kramið hjá fólki, en töskurnar eru búnar til úr leðri og tweed-efni og eru ætlaðar bæði körlum og konum. Aðspurður segist Aron hafa fengið nokkur tilboð frá verslun- um bæði hér á landi og erlendis sem hafa áhuga á að taka hönnun hans í umboðssölu. „Ég hef ákveðið að taka því rólega svona fyrst um sinn. Eins og er næ ég ekki að anna eftirspurn þar sem ég er einn í allri framleiðslu og finnst því betra að einbeita mér að smásölunni núna,“ segir Aron að lokum. -sm Aron Bullion hannar skemmtilega fylgihluti fyrir karla og konur: KÆRASTAN HJÁLPAR TIL Slær í gegn Aron segist vera hrifinn af persónulegri framleiðslu og hannar meðal annars fallegar karlmannsskyrtur, axlabönd og töskur á bæði kynin undir nafninu A.C. Bullion. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Fallegar töskur Aron hannar skemmtilegar töskur úr leðri og skosku tweed efni. Töskurnar eru ætlaðar báðum kynjum. SVÖRT Í SÓLINNI Kelly Osbourne, sem hætti nýverið með unnusta sínum, sást við innkaup í vikunni. Þótt stúlkan sé dökkklædd virðist hún lítið sakna kauða. Plastguðir kveðja Gítarleikari og trommari dunrokks- sveitarinnar Plastic Gods flytja af landi brott innan skamms og í til- efni af því verður efnt til sérstakra tónleika á Faktorý í kvöld. Þetta verða síðustu tónleikar hljómsveit- arinnar, í þeirri mynd sem hún er í dag, á næstunni og því um stórvið- burð að ræða. Tónleikarnir hefjast stundvíslega fimmtán mínútum eftir miðnætti og er mikilli stemningu lofað. Til hamingju með afmælið Verslunin Spúútnik fagnar tut- tugu og fimm ára afmæli sínu þessa dagana og af því til- efni eiga allir aðdáendur nýju að- dáendasíðu verslunarinnar á Face- book séns á að vinna kíló af fötum. Það eina sem menn þurfa að gera er að benda minnst tíu vinum á þessa nýju síðu, dregið er úr að- dáendapottinum á hverjum degi næstu dagana. Kílómarkaður- inn er einnig hafinn og því geta tísku- unnend- ur gert góð kaup næstu daga. Á skemmtistaðnum Venue verð- ur haldið sérstakt skemmtikvöld í tilefni Hinsegin daga. Skemmtun- in fer fram annað kvöld og meðal þeirra sem stíga á svið er sænska plötusnúðatvíeykið North Beach og íslensku plötusnúðarnir Impulze og Bensole, sem þeytti skífum á skemmtistaðnum Space á Ibiza fyrir stuttu. Skipuleggjandi kvöldsins er tón- listarmaðurinn og plötusnúðurinn Guðni Einarsson og lofar hann mik- illi stemningu þetta kvöld. „Þeir fé- lagar eru í fríi hér á landi og við fréttum af því og ákváðum að reyna að plata þá til að spila á meðan þeir eru hér. Þeir tóku mjög vel í þetta og fannst gaman að fá tækifæri til að spila á Íslandi,“ segir Guðni. North Beach spilar að sögn Guðna house tónlist og eru þeir afskaplega vin- sælir í heimalandi sínu. Aðgangseyrir er enginn og hefst skemmtunin klukkan 23.00 á Venue. Nánari upplýsingar má finna á vefnum www.rvkunderground.com. -sm Sænskt plötusnúðatvíeyki spilar á Venue: Þeyta skífum í fríi þetta HELST Sumar og sól á Venue Guðni Einarsson lofar góðri stemningu á skemmtistaðnum Venue annað kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Verðhrun í stórum stöfum Í minni stöfum minnst 60% afsláttur Þú getur alltaf lesið Fréttablaðið frítt á Vísi eða fengið sendan daglegan tölvupóst með blaði dagsins. Nánari upplýsingar á: visir.is/dreifing FRÉTTABLAÐIÐ Á NETINU IÐUNN MARÍA GUÐJÓNSDÓTTIR, LAGANEMI OG RÍKISSTARFSMAÐUR Á föstudagskvöldið er mér boðið í gourmet-matarboð hjá góðum vinum sem mun sennilega enda í borðadansi. Á laugardaginn verð ég með fatamarkað í garðinum við Laugaveg 52 í tilefni af gay pride. Sunnudagurinn fer svo í hangs og ef til vill eina sundstund. helgin MÍN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.