Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 25
6. ágúst föstudagur 5 ✽ b ak v ið tj öl di n að það sé skemmtilegast í saln- um. Það er alls ekki satt, það er langskemmtilegast baksviðs og þar getur gengið á ýmsu.“ Keppnin í ár hefur yfirskrift- ina You wanna be on top og er kynnir hennar engin önnur en Tæra Bænks sem Georg sjálfur leikur. „Það fer mikill tími í bún- ingaskipti og maður þarf að hafa hraðar hendur. Ég kem fyrst fram sem Evíta, fer næst yfir í Lady Gaga og breyti mér svo í Tæru,“ segir hann og bætir við að erfitt geti reynst að ná rétta litaraftinu á svo skömmum tíma. „Best væri auðvitað að fara í „spray-tan“ eða hanga í ljósum en annars virkar dökkt púður eða sokkabuxna- sprey ágætlega.“ FORRÉTTINDI AÐ BÚA HÉR Keppnin hefur stækkað í snið- um frá því hún var haldin fyrst og hefur almenningur sýnt henni mikinn áhuga síðustu ár. Að sögn Georgs hefur áhorfendahópurinn breikkað og sýna gagnkynhneigð- ir þessu jafn mikinn áhuga og samkynhneigðir og komast færri áhorfendur að en vilja. Almenn- ingur hefur þó ekki alltaf verið svo fordómalaus og segist Georg muna tímana tvenna. „Árið sem ég vann keppnina varð ég oft fyrir aðkasti og þurfti jafnvel að slá frá mér, en þetta hefur sem betur fer batnað mikið og í dag verður fólk ekki fyrir að- kasti fyrir að klæðast draggi. For- dómar eru auðvitað bara þekking- arleysi, eða heimska, og með auk- inni þekkingu minnka fordómar. Fjölmiðlar hafa verið duglegir við að kynna þennan kúltúr í jákvæðu ljósi og það hjálpar auðvitað líka,“ segir Georg og bætir við að Hins- egin dagar í Reykjavík hafi einnig gert mikið fyrir samfélag samkyn- heigðra. Þetta er í tólfta sinn sem Hinsegin dagar eru haldnir há- tíðlegir og líkt og fyrri ár er boðið upp á fjölbreytta og skemmtilega hátíðardagsskrá fyrir alla. „Það segir mikið að Gay Pride er nú orðin ein stærsta fjölskylduhá- tíð landsins og það mætti segja að það séu forréttindi að vera sam- kynhneigður á Íslandi. Erlendir ferðamenn sem koma hingað á Gay Pride eru hissa á því hversu friðsamlega hátíðin fer fram og hversu fjölskylduvæn hún er. Það sem gerir okkar Gay Pride svo ein- stakt er að það taka allir þátt, í fyrra voru fleiri sem tóku þátt í Gay Pride-göngunni en 17. júní- hátíðahöldunum og það er svo- lítið magnað. Það er okkur auð- vitað líka mjög mikilvægt að fá þennan stuðning frá almenningi,“ segir Georg. Hann telur að dragg- keppnin muni halda áfram að stækka og dafna á komandi árum og útilokar ekki að á tuttugu ára afmæli keppninnar fari hún fram í Hörpunni. „Keppnin fer þá fram í stóra salnum í Hörpunni,“ segir hann að lokum glaður í bragði. TINDI KYN- SLANDI Uppáhaldstónlistar- maður? Uppáhaldið sem ég fer alltaf á tónleika með er Madonna, elska hana í tætlur. Ég held líka mikið upp á Placebo. Uppáhaldsmatur? Kjúklingur, just love it. Besti tími dags? Þegar ég kem heim úr vinnunni og átta mig á því að ég þarf að halda áfram að vinna. Alltaf nóg að gera hjá mér. Uppáhaldsstaður- inn? Finnst æði að vera í London eða París. En síðan er alltaf gaman í vinnunni á Kofa Tómasar frænda þegar ég er að spila. Stjörnumerki? Steingeit.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.