Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 36
20 6. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR folk@frettabladid.is David Beckham hyggst fara út í barrekstur á næst- unni og skoðar nú að opna barinn The Queen Vic í Los Angeles. Barinn á að vera í breskum stíl og nafnið er vísun í eiginkonu Beckams, hina snoppu- fríðu Victoriu. Beckham er ekki einn á ferð því sjónvarps- kokkurinn sturlaði Gordon Ramsay er með í ráðum. Honum hefur reyndar gengið illa undanfarið og margir af veitingastöðum hans hafa farið á hausinn. Þá er skemmst að minnast þess að hann þurfti að selja sport- bíl úr safni sínu til að geta sett hlutafé inn í fyrirtækið sitt. Óvíst er hvenær hugmyndin verður að veruleika, en íbúar Hollywood bíða væntan- lega spenntir eftir volgum lager frá Beckham. Beckham og Ramsay opna bar OPNAR BAR David Beckham hyggst opna bar ásamt Gordon Ramsay í Hollywood. Við bjóðum frábærar skólavörur í úrvali. Skólatöskurnar í Eymundsson eru t.d. svo þægilegar að þær eru eins og hluti af líkamanum. Ótrúlegt! VIÐ ERUM TILBÚIN MEÐ ALLT FYRIR SKÓLANN Stórdansleikur með hljómsveitinni Sixties um helgina Sjáumst. Draggkóngar og -drottn- ing Íslands voru krýnd í Íslensku óperunni í gær. Keppnin var gríðarlega spennandi, en á endanum stóðu Freðinn og Tvist- geir uppi sem sigurvegarar ásamt dónalegri nunnu. Draggkeppni Íslands fór fram í gærkvöldi og var það Guðrún Móbus Bernharðs, ásamt kærustu sinni, Valgerði Evu Þorvaldsdótt- ur, sem fékk titilinn draggkóngur Íslands. Parið skipar dúettinn Freð- inn og Tvistgeir og unnu þær með sinni túlkun á lagi Steinda Jr., Mér finnst þú alveg geðveikt fínn gaur. „Við erum báðir ógeðslega sátt- ir með titilinn. Dagurinn í dag var alveg fínn þangað til Georg hringdi í mig og titlaði mig sem Kóng Ísland og það fór sæluhrollur um mig. Þetta var æðislegt,“ segir Guðrún. Guðrún segist hafa verið búin að mana sjálfa sig í nokkur ár upp í að taka þátt en fannst alltaf vanta eitthvað upp á þangað til Valgerður slóst í för með henni og fullkomn- aði atriðið. Magnús Jónsson var titlaður draggdrottning Íslands í annað skipti. Karakterinn hans er dóna- lega nunnan Mary Fary og tók hún lagið Do-re-mí úr Sound of Music. „Þetta kom mér mjög á óvart. Ég tók ákvörðun á síðustu stundu og bjóst engan veginn við þessu,“ segir Magnús ánægður með titilinn. Hefðin er sú að draggkóngur og -drottning Íslands keyri saman niður Laugaveginn í Gay Pride- göngunni í bíl Ómars Ragnarsson- ar. Magnús þarf þó að velja á milli atriða í göngunni þar sem hann er eigandi Herra hinsegin á Íslandi og ætlaði að ganga með nýkrýnd- um Herra hinsegin. „Ég vel þó draggkónginn og keyri með bílnum niður Laugaveginn,“ segir Magnús að lokum. linda@frettabladid.is Draggkóngar og -drottningar krýnd í Íslensku Óperunni DRAGGKÓNGAR ÍSLANDS 2010 Freðinn og Tvistgeir tóku lagið Mér finnst þú alveg geðveikt fínn gaur. DRAGGDROTTNING ÍSLANDS 2010 Dónalega nunnan Mary Fary tók lagið Do-re-mí úr Sound of Music. MYNDIR/BRJÁNN BALDURSSON LOUISE DIPAOLI MICHAEL Keppendur voru allir glæsilegir. Á morgun fer fram hið árlega Gay Pride-ball Páls Óskars í tilefni af Hins- egin dögum. Palli hefur haldið ball á Gay Pride frá því að hátíðin hófst 1999 og troðfyllt húsið í hvert einasta sinn. Síðustu ár hafa húsin stækkað með hátíðinni og hefur ballið verið í þónokk- urn tíma á Nasa. Þar þeytir Palli skíf- um ásamt því að syngja öll sín bestu lög og virðist ekkert lát vera á vinsældum ballsins. Palli hefur haft það að hefð að bjóða gestum til að fagna með sér á sviði og í ár kynnir hann stoltur fríð- ann flokk með sér á sviðið. Það eru ekki minni nöfn en Friðrik Ómar, Haffi Haff, Erpur Eyvindarson og Sigga Beinteins. Sigga býst við miklu fjöri. „Ég hef ekki tekið þátt í þessum degi áður því að ég er oftast ekki á landinu á þess- um tíma. En nú er ég heima og ákvað að vera með þegar Palli hringdi í mig,“ segir hún spennt fyrir fyrstu hátíðinni sinni. „Ég verð ekki með atriði í göng- unni en ætla þó að labba með niður Laugaveginn áður en ég stíg á svið á Arnarhóli,“ segir Sigga. Um nóttina syngur hún síðan nokkur lög fyrir gesti ballsins ásamt því að hún og Palli taka eitt lag saman. Húsið er skreytt hátt og lágt og sam- kvæmt Palla er tónlistin allt frá því að vera nýtt og nýjasta yfir í að stikla á stóru í tónlistarsögu samkynhneigðra í gegnum tíðina. „Erpur kemur síðan um nóttina og ætlum við að taka saman lagið Viltu Dick? Við tókum það saman um verslun- armannahelgina á Akureyri og það varð allt truflað!“ segir Páll Óskar. - ls Sigga Beinteins syngur með Páli Óskari PALLI OG SIGGA Hefð er fyrir því að gestir mæti með Palla á ballið og í ár ætlar Sigga að koma og gleðja gesti. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA > SAMAN Á NÝ Ashley Judd og Morgan Freeman hafa verið sameinuð á ný, en þau leika saman í myndinni Dolphin Tales. Þau voru áður vinsælt tvíeyki og léku saman í myndunum Kiss The Girls og High Crimes við góðan orðstír.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.