Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 06.08.2010, Blaðsíða 42
26 6. ágúst 2010 FÖSTUDAGUR FÓTBOLTI FH-ingar eru komnir á ný inn í baráttuna um Íslands- meistaratitilinn eftir 3-1 sigur á Eyjamönnum í gær. FH-ingar komust í 2-0 í fyrri hálfleik og unnu að lokum öruggan sigur. „Ég er sáttur við leikinn fyrir utan fyrsta korterið þegar þeir settu mikla pressu á okkur og voru að senda boltann bakvið vörnina hjá okkur en eftir það fannst mér við spila virkilega vel og óðum í færum og úrlitin sann- gjörn,“ sagði Heimir Guðjóns- son, þjálfari FH og bætti við: „Ef við hefðum tapað þessum leik þá hefði þetta verið erfitt, 10 stigum á eftir ÍBV og 8 umferðir eftir. Þá hefðum við þurft að treysta á aðra og það væri einfaldlega of mikill munur,“ sagði Heimir. Eyjamenn mættu grimmari til leiks og voru að skapa sér nokk- ur hættuleg færi á fyrsta korteri leiksins. Tryggvi Guðmundsson fékk þar besta færið þegar hann tók við sendingu frá Þórarni Inga en Tryggvi skaut boltanum fram- hjá markinu af stuttu færi. FH-ingarnir vöknuðu þó fljótt og náðu að koma sér vel inní leik- inn og það skilaði sér á 26. mín- útu þegar Atli Guðnason komst með boltann upp vinstri kantinn, átti gott skot sem Albert Sævars- son í marki Eyjamanna sá seint en varði boltann beint út í teig þar sem Freyr Bjarnason átti ekki í nokkrum erfiðleikum með að leggja boltann í netið. Bjarki Gunnlaugsson meiddist á 21. mínútu en inná í hans stað kom Gunnar Már Guðmunds- son sem átti stórleik á miðjunni. Gunnar Már skoraði á 42. mínútu þegar hann tók boltann vel utan teigs og hamraði honum upp í hægra hornið, stórkoslegt mark. Tryggvi Guðmundsson, gamli FH-ingurinn, náði svo að minnka muninn þegar hann komst upp vinstri kantinn, framhjá Guð- mundi Sævarssyni, Gunnleif- ur Vignir, markmaður FH-inga, varði þó boltann í samherja sinn, þaðan fór hann í stöngina en Tryggvi fylgdi vel á eftir. Þá virtist þetta vera að stefna í spennandi leik en aðeins fimm mínútum síðar skoraði FH sitt þriðja mark. En Ásgeir Aron varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net þegar hann reyndi að renna sér fyrir sendingu frá Atla Guðna, Ásgeir sem hafði komið inná sem varamaður aðeins mín- útu áður náði aðeins að setja tána í boltann og potaði honum því í eigið mark. Heimir Hallgrímsson reyndi svo að berja lífi í sína menn og sendi menn framar á völlinn, það opnaði vörn Eyjamanna mikið en þótt bæði lið hafi fengið nokkur dauðafæri náðu þau ekki að nýta sér þau og lokatölur því 1-3. Eyjamenn höfðu aðeins fengið á sig 10 mörk fyrir leikinn en fengu svo 3 í einum og sama leiknum, spurning hvort þeir ættu að leita af forminu sínu í Herjólfsdal? „Það voru bara margir að spila undir getu í dag, það voru brota- lamir á mörgum stöðum. Áttum í erfiðleikum með þá á mörgum stöðum á vellinum,” sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV sem viðurkenndi að liðið hafði saknað mikið Matt Garner í gær. „Það myndu öll lið sakna Matt Garner ef hann er ekki að spila með þeim, það kemur svosem ekkert á óvart. Annars hefðum við getað komið okkur í mjög þægilega stöðu en einhvers stað- ar verður maður að búast við því að það komi tap og það kom bara í dag,“ sagði Heimir að lokum. - vsh Grindavíkurvöllur, áhorf.: 773 Grindavík Fram TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–6 (6–1) Varin skot Óskar 1 – Hannes 3 Horn 5–4 Aukaspyrnur fengnar 10–15 Rangstöður 4–1 FRAM 4–3–3 Hannes Þór Halld. 5 Kristinn Ingi Halld. 6 (78. Tómas Leifsson -) Hlynur Atli Magnúss. 6 Jón Orri Ólafsson 4 Daði Guðmundsson 4 Halldór Hermann 6 Jón Gunnar Eyst. 5 Almarr Ormarsson 4 Ívar Björnsson 4 Guðmundur Magn. 4 (72. Alexander Veigar -) Joseph Edward Tillen 4 *Maður leiksins GRINDAV. 4–4–2 Óskar Pétursson 5 Loic Mbang Ondo 6 Auðunn Helgason 7 Ólafur Örn Bjarnas. 6 Jósef Kristinn Jósefs. 6 Scott Ramsay 6 Jóhann Helgason 5 Orri Freyr Hjaltalín 7 Hafþór Ægir Vilhjá. 6 (74. Óli Baldur Bjar. -) *Gilles Mbang Ondo 7 Grétar Ólafur Hjart. 6 (63. Ray Anthony 5) 1-0 Giles Mbang Ondo (18.) 2-0 Hafþór Ægir Vilhjálmsson (20.) 3-0 Giles Mbang Ondo (90.+2) 3-0 Valgeir Valgeirsson (7) KR-völlur, áhorf.: 1455 KR Stjarnan TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 19–8 (8–2) Varin skot Lars 1 – Bjarni 6 Horn 8–3 Aukaspyrnur fengnar 7–8 Rangstöður 4–1 STJARNAN 4–4–2 Bjarni Þórður Halld. 7 Bjarki Páll Eysteinss. 6 Tryggvi Bjarnason 5 Daníel Laxdal 6 Jóhann Laxdal 5 Dennis Danry 4 (77., Ólafur Karl -) Björn Pálsson 5 Atli Jóhannsson 5 Þorvaldur Árnason 6 Víðir Þorvarðarson 5 (80., Arnar Már Björ. -) Ellert Hreinsson 4 *Maður leiksins KR 4–4–2 Lars Ivar Moldskred 7 Guðmundur Reynir 6 Grétar Sigfinnur Sig. 7 Mark Rutgers 5 Skúli Jón Friðgeirss. 6 Óskar Örn Hauksson 6 (77., Viktor Bjarki -) *Bjarni Guðjónsson 8 Baldur Sigurðsson 7 Kjartan Henry Finnb. 7 Björgólfur Takefusa 7 (77., Jordao Diogo -) Guðjón Baldvinsson 6 0-1 Þorvaldur Árnason (13.) 1-1 Kjartan Henry Finnbogason (33.) 2-1 Björgólfur Takefusa (59.) 3-1 Guðmundur Reynir Gunn. (80.) 3-1 Guðmundur Ársæll Guðm. (6) ÍBV 1-3 FH 0-1 Freyr Bjarnason (26.) 0-2 Gunnar Már Guðmundsson (42.) 1-2 Tryggvi Guðmundsson (50.) 1-3 sjálfsmark (55.) Hásteinsvöllur, áhorf.: 848 Dómari: Þóroddur Hjaltalín (6) TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 13–16 (5–12) Varin skot Albert 9 – Gunnleifur 4 Horn 8–1 Aukaspyrnur fengnar 13–10 Rangstöður 6–4 ÍBV 4–4–2 Albert Sævarsson 7 - Arnór Eyvar Ólafsson 4 (54. Ásgeir Aron Ásgeirsson 4), Eiður Aron Sigurbjörns- son 6, Rasmus Christiansen 6, Tony Mawejje 4 (45. Denis Sytnik 4) - Andri Ólafsson 6, Yngvi Magnús Borgþórsson 5, Þórarinn Ingi Valdimarsson 6 - Tryggvi Guðmundsson 6, Danien Justin Warlem 5 (75. Eyþór Helgi Birgisson -). FH 4–3–3 Gunnleifur Gunnleifsson 6 - Hjörtur Logi Valgarðsson 5, (75. Hafþór Þrastarsson 6), Freyr Bjarnason 7, Björn Daniel Sverrisson 6, Pétur Viðarsson 6, Guðmundur Sævarsson 4 - Matthías Vilhjálmsson 6, Bjarki Gunnlaugsson 5 (21. *Gunnar Már Guðmunds- son 8) - Ólafur Páll Snorrason 8, Atli Guðnason 7, Atli Viðar Björnsson 6. FÓTBOLTI Liverpool komst áfram í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær eftir 2-0 sigur á makedón- íska liðinu Rabotnicki á Anfield. Liverpool vann 4-0 samanlagt. David Ngog skoraði bæði mörk- in í fyrri leiknum og kom Liver- pool í 1-0 þegar hann skallaði inn frábæra sendingu frá Joe Cole á 22. mínútu. Ngog átti einnig þátt í seinna markinu þegar hann fisk- aði vítaspyrnu sem Steven Gerr- ard nýtti á 40. mínútu. -óój Evrópudeildin í fótbolta: Liverpool vann FÓTBOLTI Blikastúlkur byrjuðu Evr- ópukeppnina vel með sannfærandi 8-1 sigri á eistneska liðinu Levad- ia Tallin í gærkvöldi. Riðill Blika- liðsins í forkeppni Meistaradeild- arinnar fer allur fram í Kópavogi og liðið á eftir að spila við franska liðið Juvisy Essonne og rúmenska liðið Targu Mures. Juvisy vann 5-1 sigur í leik þeirra liða í gær. Leikurinn var einstefna Blika- stúlkna frá upphafi en þeim gekk illa að nýta sér yfirburðina og ná inn fyrsta markinu. Fyrsta markið kom á 25. mínútu og á endanum urðu þau alls átta. Sandra Sif Magnúsdóttir braut ísinn með marki úr aukaspyrnu og lagði síðan upp annað markið fyrir Gretu Mjöll Samúelsdóttur. Sara Björk Gunnarsdóttir og Jóna Kristín Hauksdóttir komu Blikum í 4-0 fyrir hálfleik og í seinni hálf- leik bætti Jóna við öðru marki sínu auk þess sem Harpa Þorsteinsdótt- ir skoraði þrennu. „Þetta var svo sannarlega góð byrjun. Það er búinn að vera fiðr- ingur í manni fyrir Evrópukeppn- inni nánast allt þetta ár eða síðan að við komumst þangað. Það sást svolítið á fyrstu mínútunum að við vorum allar yfirspenntar og stress- aðar. Þegar þetta kom þá var ekki aftur snúið,“ sagði Harpa Þorsteins- dóttir eftir leikinn. „Við áttum að vera betri og viss- um það en það var ánægjulegt að klára þetta svona,“ segir Harpa en hún var að leika sinn fyrsta Evr- ópuleik og þurfti að bíða aðeins eftir fyrsta marki sínu í leiknum. . „Það er ekki hægt að kvarta yfir því að skora þrennu í fyrsta leik í Evrópukeppni,“ sagði Harpa bros- andi. Næsti leikur Blika er á móti rúmenska liðinu Targu Mures á laugardaginn. - óój Blikastúlkur byrjuðu forkeppni Meistaradeildarinnar á 8-1 stórsigri á eistneska liðinu Levadia Tallin í gær: Harpa með þrennu í fyrsta Evrópuleiknum FÓTBOLTI Grindvíkingar unnu 3- 0 sigur á Fram í Grindavík í gær í fyrsta leiknum sem þjálfari þeirra Ólafur Örn Bjarnason var í byrjun- arliðinu. Gilles Mbang Ondo skor- aði tvö mörk í gær og hefur skorað 7 mörk í þeim 4 leikjum sem Ólafur Örn hefur stjórnað liðinu en Grinda- vík hefur náði í 10 af 12 mögulegum stigum í þeim. Sigur Grindvíkinga hefði verið stærri en þeir héldu í fyrsta sinn markinu hreinu í ár, varnarleikur- inn var afar öruggur og voru skyndi- sóknir þeirra hættulegar. „Ég er mjög ánægður með leikinn og stigin þrjú, það var mjög margt jákvætt í þessu. Við þurfum núna að halda út þessum dampi út mótið og þá hef ég engar áhyggjur að við föllum,“ sagði Ólafur Örn Bjarnason, spilandi þjálf- ari Grindavíkur, en hann byrjaði inn á í þessum leik, sínum fyrsta byrjun- arliðsleik síðan 2003. „Allt liðið lok- aði svæðunum sínum og spilaði mjög vel varnarlega séð” - kpt Ólafur Örn Bjarnason í byrjunarliðinu í sigri á Fram: Grindavíkursigur FÓTBOLTI KR-ingar unnu sann- færandi 3-1 sigur á Stjörnunni í 14.umferð Pepsi-deildar karla í gærkvöldi. Stjörnumenn byrjuðu betur og komust yfir þegar um stundarfjórð- ungur var liðinn af leiknum en þá mættu heimamenn til leiks og skor- uðu næstu þrjú mörk og kláruðu leikinn. KR-ingar réðu lofum og lögum nánast allan leikinn og því sigurinn virkilega sanngjarn. Það er allt annað að sjá til liðsins og Rúnar Kristinsson er greinilega á réttri leið með KR-ingana. „Ég er virkilega ánægður með leikinn hjá strákunum. Við héld- um áfram eftir að hafa lent undir og náðum að innbyrða sigur,“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR- inga, eftir sigurinn í gærkvöldi. Við náðum að halda boltanum vel innan liðsins og stjórnuðum leikn- um á okkur hraða. Eftir að við jöfn- um leikinn kemur ákveðin ró yfir liðið og það lá alltaf í loftinu að við myndum komast yfir. Hlutirnir eru líka að detta meira fyrir okkur, en það hefur vantað í allt sumar,“ sagði Rúnar. - sáp Rúnar Kristinsson stýrði KR-liðinu til sannfærandi 3-1 sigurs á Stjörnunni í gær: KR-ingar eru mættir til leiks FRÁBÆRT MARK Sara Björk Gunnars- dóttir fagnar hér flottasta markinu í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI FLOTT BYRJUN KR er búið að vinna þrjá leiki sína á Íslandi undir stjórn Rúnars Krist- inssonar með markatölunni 10-1. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL BYRJAR VEL Ólafur Örn Bjarnason er að hafa góð áhrif. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FH mætt í meistarabaráttuna FH-ingar blönduðu sér virkilega aftur í toppbaráttuna með því að vinna 3-1 sigur á ÍBV á Hásteinsvellinum í Vestmannaeyjum í gær. FH er nú aðeins fjórum stigum á eftir toppliðum Breiðabliks og ÍBV. MÆTTIR Í TOPPSLAGINN Gunnar Már Guðmundsson og félagar í FH-liðinu sóttu þrjú nauðsynleg stig til Vestmannaeyja í gærkvöldi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.