Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 14
14 9. ágúst 2010 MÁNUDAGUR FRÁ DEGI TIL DAGS greinar@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík SÍMI: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is og Höskuldur Daði Magnússon (dægurmál) hdm@frettabladid.is HELGAREFNI: Anna Margrét Björnsson amb@frettabladid.is og Sigríður Björg Tómasdóttir sigridur@frettabladid.is ALLT OG SÉRBLÖÐ: Roald Eyvindsson roald@frettabladid.is og Sólveig Gísladóttir solveig@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR: Henry Birgir Gunnarsson henry@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRI: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Issn 1670-3871 Þ egar HIV-veiran og alnæmið varð fyrst þekkt meðal almennings undir miðjan níunda áratuginn greip um sig hræðsla, ekki síst meðal ungs fólks. Frá frjálsræð- isbyltingunni í kynlífsmálum í kringum 1970 og fram að því að HIV-veiran varð þekkt hafði margt ungt fólk iðkað kynlíf sem fráleitt gat talist ábyrgt eftir að HIV-veiran varð þekkt. Áróður næstu ára á eftir beindist að því að fræða fólk, einkum ungt fólk, um það hvernig koma mætti í veg fyrir smit. Sú fræðsla skilaði árangri. Í það minnsta er flestum nú ljóst hvernig HIV smitast og sömuleiðis hvernig það smitast ekki. Þekkingarleysi er þannig ekki um að kenna að þeim fjölgar nú sem greinast HIV-smitaðir. Í ljós kom að veiran fór ekki alveg eins hratt og óttast hafði verið í upphafi. Auk þess varð hröð þróun í lyfjum sem gefin voru HIV-jákvæðum. Þetta hefur trúlega leitt til þess að óttinn við sjúkdóminn minnkaði en nú er svo komið að fjöldi HIV-grein- inga hefur ekki verið meiri síðan 1985. Sama þróun á sér stað í nágrannalöndum okkar. Svavar G. Jónsson, varaformaður HIV Ísland, hefur áhyggjur af vaxandi kæruleysi gagnvart sjúkdómnum. Í frétt í blaðinu í dag segir hann að sárlega vanti hér aukna fræðslu og umræðu um sjúkdóminn. Hann telur kæruleysið stafa af því að fólk þekki hversu öflug lyfin eru sem gefin eru HIV-smituðum en bendir á að þótt fólk lifi með þessum lyfjum þá sé HIV-smit háalvarlegt mál. „Þetta er ekki eins og að skera sig á fingri – það er engin lækning,“ segir hann og bendir á að lyfin séu svo dýr að fyrir árlegan lyfja- kostnað eins einstaklings mætti reka forvarnastarf í heilt ár. Sérstök ástæða er til að gefa því gaum að þótt hommar hafi í upphafi verið sá hópur þar sem flest fórnarlömb sjúkdómsins var að finna þá er það löngu liðin tíð. Að tengja HIV sérstaklega við samkynhneigða karlmenn er þannig algerlega villandi. Það er því ánægjulegt til þess að vita að Álfheiður Ingadóttir heilbrigðisráð- herra hyggst skoða hvort ekki sé kominn tími til að endurskoða reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karlmanna sem stöðvaðar voru á sínum tíma. Kynmök eru eftir sem áður sú smitleið HIV sem algengust er þrátt fyrir að sprautufíklar séu vissulega stór áhættuhópur. Síð- ustu tíu ár eru flestir sem greinast HIV-smitaðir gagnkynhneigt fólk sem smitast við kynmök. Það er því ekki síst í þessum hópi sem auka þarf árveknina fyrir HIV-smithættunni. Þrátt fyrir að þekkingin á smitleiðunum og því hvernig koma má í veg fyrir smit sé áreiðanlega fyrir hendi þá þarf greinilega að auka umræðuna. Svo virðist sem við höfum sofnað á verðinum gagnvart HIV og séum að vakna upp við þann vonda draum að hættan á smiti er raunveruleg og hún er fyrir hendi hjá öllum sem ekki gæta að sér. Góðu fréttirnar eru þó þær að það er einfalt að verjast veirunni með því einu að lifa ábyrgu kynlífi. HALLDÓR SKOÐUN Steinunn Stefánsdóttir steinunn@frettabladid.is Kjarnorku- árásir Árni Svanur Daníelsson og Kristín Þórunn Tómasdóttir prestar Aldrei aftur Þegar við vorum að skríða inn í ungl-ingsárin á síðustu öld hélt angistin yfir mögulegu kjarnorkustríði fyrir okkur vöku. Listrænar útfærslur á hörmung- um kjarnorkuvetrar og afleiðingum hans fyrir mannfólkið rötuðu iðulega á sjón- varpsskjáinn. Fréttir af ísköldu vopna- kapphlaupi stórveldanna voru daglegt brauð í fjölmiðlum. Sextíu og fimm ár eru liðin síðan kjarn- orkusprengjum var varpað á borgirnar Hiroshima og Nagasaki í Japan, við lok heimsstyrjaldarinnar síðari. Við þessi tímamót er þess virði að nema staðar og íhuga sársaukann sem fylgir þeim. Það er sársaukinn yfir fórnarlömbum árásarinnar, þeim sem dóu og þeim sem þjáðust og þjást enn þann dag í dag vegna afleiðinga sprengjunnar á líkama og nátt- úru. Það er sársaukinn yfir því að enn þá lifir heimurinn við kjarnorkuvá sem ógnar friði og stöðugleika. Það er sársauk- inn yfir því að frá því sprengjan féll árið 1945, skiptist heimurinn í ríki sem hafa tekið sér rétt til að að framleiða og eiga þessi gjöreyðingarvopn, og mikinn meiri- hluta ríkja sem eiga þau ekki. Við tökum undir með þeim sem hafna því að ójafnvægi og klofningur á borð við þetta sé afsprengi menningar okkar. Heil- ræði Biblíunnar til manneskjunnar er að velja lífið svo að allir fái lifað. Í þeim anda berjumst við gegn kjarnorkuvopnum. Það er ekkert pláss fyrir vopn sem ógna lífi manneskjunnar og jarðarinnar, eins og kjarnorkusprengjan gerir. Kalda stríðið og kjarnorkuváin held- ur ekki vöku fyrir unglingunum okkar í dag. En það er full ástæða til að minn- ast fórnarlamba sprengjunnar í Hiros- hima og Nagasaki 6. og 9. ágúst og snúa huga okkar og hjarta til þeirra sem þar þjáðust. Við erum þakklát fyrir fram- tak opinberra aðila og almennra borgara sem hafa látið sitt af mörkum til að velja lífið. Aldrei aftur Hiroshima. Aldrei aftur Nagasaki. Aldrei aftur Hir- oshima. Aldrei aftur Nagasaki. Fæst í heilsubúðum, og matvöruverslunum • Lífrænt ræktað hráefni • Án viðbætts sykurs • Engin rotvarnarefni Heil eða hálf sameining Lilja Mósesdóttir tilheyrir órólegu deildinni innan þingflokks VG sem telur VG hafa orðið undir í ríkisstjórn- arsamstarfinu. Orðrómur hefur verið uppi um að Lilja og jafnvel fleiri hafi áhuga á því að yfirgefa VG og ganga til liðs við Hreyfinguna. Lilja var á laug- ardag spurð að því hvort slíkt stæði til og svaraði að algjörlega ótíma- bært væri að tala um hvort hún sameinaðist Hreyfing- unni að einhverju leyti. Ekki er þetta svar til þess fallið að draga úr orðrómnum en nú velta menn líka fyrir sér hvort Lilja hyggi á heila eða hálfa sameiningu. Hinn frjálsi markaður Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, birti grein í Morgunblaðinu á laugardag þar sem hann bregst við gagnrýni sem komið hefur fram á nýtt frumvarp til búvöru- laga. Þar segir hann bændur fúsa til endurskoðunar á núverandi landbún- aðarkerfi en bætir því síðan við að landbúnaður sé ekki atvinnugrein sem geti staðið undir öllum duttlungum hins frjálsa markaðar. Það sem Haraldur á við er að bændur eru semsagt tilbúnir til að breyta kerfinu en þó án þess að auka samkeppni sem er einmitt kjarninn í gagnrýn- inni á núverandi kerfi. Hvað segir Morrinn? Ummæli Jóns Gnarr um að Múmín- pabbi segi lífið í Múmíndal vera betra eftir að Finnar gengu í ESB hafa vakið athygli. Sumum hefur þó þótt þetta full einhliða umfjöllun um skoðanir íbúa Múmíndals því eins og aðdáend- ur þekkja er ekki eintóm samstaða í dalnum. Þar býr nefnilega líka Morrinn sem hefur oft valdið usla í dalnum. Heyrst hefur að Morrinn hafi ekki riðið feitum hesti frá inn- göngu Finna í ESB og finni sambandinu flest til foráttu. Skoðanir íbúa Múmíndals eru því jafn skiptar um ESB og skoðanir annarra. magnusl@frettabladid.is Fjölgun nýsmitaðra af HIV er áhyggjuefni. Kæruleysið verður að uppræta

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.