Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.08.2010, Blaðsíða 16
16 9. ágúst 2010 MÁNUDAGUR Viðarhöfða 6 - Reykjavík www.sindri.is / sími 575 0000 PI PA R\ TB W A S ÍA 1 01 9 29 Stærð: 3600 x 3600mm BxH Litur á panel: Ral 9002 Þær uppfylla hinn nýja og stranga EU-framleiðslustaðal EN 13241-1. Iðnaðarhurðir á sérstöku tilboði Af sérstökum ástæðum getum við boðið 9 einangraðar iðnaðarhurðir frá Loading Systems. 250.000 kr. stk. á aðeins TILB OÐ Nokkuð óvenjuleg grein birt-ist í Fréttablaðinu sl. laugar- dag. Hún er eftir varaþingmann Samfylkingarinnar, Önnu Mar- gréti Guðjónsdóttur, og fjallar um skrif mín í Morgunblaðinu sem ekki eru skýrð en harðlega fordæmd, sagt er að þau séu ekki málefnaleg og „kalli því ekki á málefnaleg viðbrögð“! Skrif mín lýsi „undarlegum“ viðhorfum og veki „ónotatilfinningu“ sem hafi „trúlega verið markmiðið“. Anna Margrét er sjálfri sér samkvæm um að bregðast ekki við mál- efnalega og skilur hún lesendur, sem ekki þekkja skrif mín, eftir í lausu lofti en með þá tilfinningu að ég hafi sagt eitthvað sem ekki megi segja. Ég ætla í fullri hógværð að leyfa mér að halda því fram að skrif mín hafi verið málefnaleg og leyfi ég mér að óska eftir við- brögðum á slíkum nótum. Málavextir eru í grófum drátt- um þessir: Síðastliðinn fimmtu- dag birtist eftir mig grein í Morg- unblaðinu þar sem ég fjallaði um Ísland og Evrópusambandið. Lagði ég út af grein eftir Her- man Van Rompuy, forseta fram- kvæmdastjórnar ESB, sem birst hafði í sama blaði. Þótti mér grein forsetans endurspegla framtíðar- sýn sem minnti óþægilega á stór- veldisóra nýlendutímans þegar Evrópuríki ráku harðsvíraða eiginhagsmunastefnu gagnvart öðrum heimshlutum, brutu heil- ar heimsálfur undir sig um leið og þeir dásömuðu eigið ágæti. Þessi saga er nú ekki alveg liðin tíð eins og ég kem að síðar. Áhrif í húfi Van Rompuy dró í grein sinni upp mynd af stórveldi með hálfan milljarð íbúa „sem deildu fortíð og framtíð“ á svæði sem spannaði „frá Finnlandi til Portúgals og Írlandi til Rúmeníu“. Í greininni var höfðað til sérstöðu Evrópu- manna vegna velsældar þeirra. „Leyfið mér að minna ykkur á hvað við erum að verja. Evrópu- búar njóta forréttinda í heimin- um. Við erum mesta viðskipta- veldi heims. Þetta er árangur, sem vert er að vera stoltur af. Hann sýnir einstaka getu okkar til að þróast og tryggja um leið arfleifð okkar. Við höfum enn get- una til þess. Í breytilegum heimi eru hins vegar önnur svæði tilbú- in til að gera betur en við efna- hagslega. Störf okkar og áhrif eru í húfi.“ Hér er talað skýrt og tæpitungulaust. Það gerði ég líka í minni grein og sagði m.a. að menn gætu haft „hvaða skoðun sem þeir vilja á Evrópusamband- inu og hvort við eigum heima þar innandyra eða utan. En ég frábið hins vegar framvegis að við sem leyfum okkur að vísa til sam- eiginlegra hagsmuna Íslendinga þegar auðlindir og nýting þeirra er annars vegar eða veltum því fyrir okkur hvaða fyrirkomulag sé líklegast til að tryggja bein lýðræðisleg áhrif þjóðarinnar, séum sökuð um að vera haldin einhverri annarlegri rembu á sama tíma og svona boðskapur er básúnaður. Kannski það fari að renna upp fyrir einhverjum að raunveruleg ástæða er til að íhuga í alvöru hvernig við best verjum auðlindir okkar og lýð- ræðið gegn ásælni miðstýrðra stórveldahagsmuna! Einhvers staðar sást í blaði nýlega að ráða- menn væru vongóðir um að verja mætti auðlindir Íslands í samn- ingum við ESB. En hvers vegna skyldum við yfirleitt vilja fórna auðlindum okkar og forræði yfir samfélagi okkar ef ávinning- ur er enginn sýnilegur annar en að fá að vera þátttakandi í nýju stórríki? Gamalkunnugt ráð, vel þekkt úr nýlendusögunni, er að draga upp mynd af glæstu stór- veldi þar sem „við sem erum saman“ stöndum keik gegn „öllum hinum“. Þetta er að mínu mati röng uppsetning. Spyrja þarf hvort sé vænlegra fyrir okkur – sem erum þrjú hundr- uð þúsund talsins – að taka þátt í alþjóðasamstarfi sem neytend- ur á evrópskum stórmarkaði með takmörkuð lýðræðisleg áhrif, eða efla okkur sem fullvalda ríki sem á í samskiptum við önnur ríki með beinni aðkomu að samn- ingum um öll okkar mikilvæg- ustu mál – þar á meðal ráðstöf- un sjávarauðlindarinnar, okkar dýrmætasta fjársjóðs? Hvers vegna ættum við að fórna þess- ari úrvalsstöðu? Ég hef skilning á því sjónarmiði að ósanngjarnt sé að eins lítið samfélag og okkar skuli njóta þeirra forréttinda sem við gerum. En mér er það hins vegar fullkomlega óskiljanlegt að það skulum vera við sjálf sem bjóðumst til að láta réttindin af hendi – ekki í anda réttlætis eða jafnaðarmennsku, heldur bara til að fá að vera með! Hverju barni er það nú aug- ljóst að Evrópusambandið sækir það fast að fá okkur inn enda augljósir hagsmunir í breyttri heimsmynd. Þá breyttu heims- mynd sjá Kínverjar líka greini- lega fyrir sér og er það engin til- viljun hve fyrirferðarmiklir þeir eru að verða hér á landi. Það sem við þurfum á að halda er að horfa ískalt á það hvernig hagsmunum okkar verður best borgið í ger- breyttum heimi. Ég er þeirrar skoðunar að það gerum við best með því að halda þétt utan um auðlindirnar og hafa síðan heim- inn allan undir sem markað og samstarfsvettvang í stað þess að múra okkur inni í enn einum evr- ópskum stórveldisdraumnum.“ Það sem fór fyrir brjóstið Það sem fór mest fyrir brjóstið á þeim sem gagnrýnt hafa grein mína, því Anna Margét Guðjóns- dóttir er ekki ein á báti, er eink- um tvennt. Í fyrsta lagi að ég notaði hugtakið lífsrými, í því samhengi að Evrópusamband- ið sæktist eftir því að stækka áhrifasvæði sitt og síðan hitt að ég varaði við því að Íslending- ar létu glepjast af fjárveitingum sem þegar hafa verið boðaðar til að liðka fyrir í „aðlögunarferl- inu“ sem nú á sér stað, áður en ákvörðun er tekin um aðild, nokk- uð sem ég hef gagnrýnt og varað við áður, meðal annars á síðum þessa blaðs. Sagan kennir að frá örófi alda hafa staðið átök um auðlindir heimsins og er augljóst dæmi um slíkt ekki fjær okkur í tím- anum en Íraksstríðið sem snýst um eignarhald og ráðstöfun á hinu svarta gulli Austurlanda, olíunni. Í þeim átökum komu við sögu á tíunda áratugnum og uppúr aldamótum, olíuhagsmun- ir, bandarískir, breskir, kínver- skir, franskir, japanskir og rúss- neskir. Allir áttu það sammerkt að vilja láta hið pólitíska vald rýma til fyrir hagsmunum sínum sem síðan var gert með innrás í þágu bandarískra og breskra olíu- hagsmuna. Þetta er veruleiki sem ég hef varið starfsævi minni í að grandskoða, sem sagnfræðingur, fréttamaður og stjórnmálamað- ur og er tilbúinn að ræða hvar og hvenær sem er á málefnalegum forsendum. Egill Helgason, fjölmiðlamað- ur, skrifar pistil á Eyjuna sem hann nefnir Reductio ad Hitler- um en þar sakar hann mig um að reyna að beina umræðunni inn í þann farveg að Evrópusam- bandið sé eins konar framhand- leggur á nasismanum þar sem ég hafi notað hugtakið lífsrými sem nasistum hafi verið tamt að gera! Þetta er útí hött en Agli vil ég óska til hamingju með að ná nokkrum árangri við að gera einmitt það sem hann ranglega sakar mig um: Að beina umræð- unni að Adólf Hitler og nasima. Umræðu um hagsmunayfirgang stórvelda og auðvalds er drepið á dreif en við látnir hanga í einni spyrðu, Adólf og undirritaður. Annars er það mín tilfinning að mest hafi farið fyrir brjóstið á áköfum fylgjendum ESB-aðild- ar að ég skuli í skrifum mínum hafa minnt á hlutskipti indíána Norður-Ameríku sem létu sumir hverjir glepjast af „góðum gjöf- um“ sem þegar upp var staðið reyndust gagnslausar eftir að þeir höfðu glatað forræði yfir samfélagi sínu og auðlindum. Að lokum þetta: Ræðum ESB- aðild, sem annað, tæpitungulaust en málefnalega. Þá verður líka að virða þá lágmarkskröfu að þegar fjallað er um þriðja aðila gengur ekki að lesandinn fái ekkert að vita um málsrök hans, aðeins sagt að þau hafi valdið „ónotatilfinn- ingu“! Þetta gerði Anna Margrét Guðjónsdóttir hér í blaðinu sem fyrr segir. Hún dylgjaði um skrif sem margir lesendur Fréttablaðs- ins þekktu ekki af öðru en ein- kunnagjöf hennar. Svolítið ónota- legt. Dylgjað um hið óséða Hinn 30. júlí sl. ritar Súsanna Margrét Gestsdóttir grein í Fréttablaðið þar sem hún ræðir þá gagnrýni sem fram hefur komið á nýjar innritunarreglur í framhaldsskólana. Kjarninn í máli hennar virðist mér vera sá að nýju reglurnar tryggi að í hverjum skóla verði nemend- ur með sem fjölbreytilegast- an bakgrunn og mikilvægt sé að ýta undir slíka fjölbreytni, þannig sé hægt að vinna gegn fordómum og auka hæfni fólks til að vinna saman í fjölmenn- ingarsamfélagi. Hún nefnir sér- staklega nemendur með annað móðurmál en íslensku og telur það mikilvægt uppeldisatriði að aðrir nemendur starfi við hlið- ina á þeim sem tala íslensku með erlendum hreim. Hér er sitthvað sem orkar tví- mælis. Fyrir það fyrsta er mér til efs að þetta sé skilvirk aðferð til að vinna gegn fordómum og fá fólk af ólíkum uppruna til að vinna saman. Markviss fræðsla og áróður virðist í fljótu bragði mun líklegri til árangurs. Í öðru lagi verður ekki betur séð en hug- myndafræði sú sem nýju regl- urnar byggja á leiði til einsleitni framhaldsskólanna og vinni því gegn tilgangi framhaldsskólalag- anna. Til að allir skólarnir geti tekið á móti svipuðum nemenda- hópum þurfa þeir að hafa sam- bærilega uppbyggingu svo sem almenna braut sem tekur við nemendum með skerta náms- getu og námsbraut sem tekur við nemendum af erlendum upp- runa. Einnig hlýtur að vera gert ráð fyrir að þeim nemendum sem hyggja á langskólanám sé sinnt með viðunandi hætti og jafn- framt bjóði allir skólarnir upp á styttri starfstengdar námsbraut- ir fyrir þá sem slíkt nám hentar. Þá hlýtur einnig að vera gert ráð fyrir að boðið sé upp á listnám í öllum framhaldsskólunum sem og iðnmenntun. Nú er rétt að rifja upp það sem lá til grundvallar þeim innritun- arreglum sem kastað var fyrir borð á síðasta ári. Markmið þeirra var að nemendur gætu farið í þann skóla sem félli best að þörfum þeirra og jafnframt ættu skólarnir að skapa sér sér- stöðu, sérhæfa námsframboð sitt með einhverjum hætti. Með þessu móti ættu sem flestir nem- endur kost á námi við sitt hæfi og á sínu áhugasviði. Gott dæmi um slíka sérstöðu er Borgarholtsskóli en þar starfar námsbraut sem sérhæfir sig í bílgreinum. Með gömlu innritunarreglunum hefði nemandi úr Kópavogi með áhuga á bílum getað sótt um skólavist í Borgarholtsskóla og stundað þar það nám sem hann hafði áhuga á. Nemendi úr Grafarvogi sem hefði hug á að fara í langskóla- nám að loknu stúdentspróf en teldi sér hæfa betur bekkjarkerfi en áfangakerfi gæti valið ein- hvern af bóknámsskólunum sem býður upp á bekkjarkerfi. Nú er hins vegar undir hælinn lagt hvort hægt sé að koma til móts við þessa nemendur. Gömlu inn- ritunarreglurnar buðu því upp á fjölbreytni í framhaldsskólun- um sem verður úr sögunni ef svo heldur fram sem horfir. Nú er það svo að ef skólar sér- hæfa sig þá er óhjákvæmilegt að í þá safnist nemendur með lík áhugamál. Þannig er næsta víst að í Borgarholtsskóla sé að finna óvenjuhátt hlutfall nemenda með bíladellu. Í Fjölbrautaskólanum í Ármúla er rekinn sérstakur Heilbrigðisskóli. Þangað sækja væntanlega þeir sem hafa hug á að mennta sig til starfa innan heilbrigðisgeirans. Jafnframt er líklegt að í þá skóla sem sérhæfa sig í að undirbúa unglinga undir langskólanám sæki þeir sem hafa slíkt nám í huga. Þetta virð- ist Margrét telja að viðhaldi eða jafnvel ýti undir fordóma. Und- irrituðum er fyrirmunað að sjá rökin fyrir því. Væri hægt að fá nánari skýringar? Tvenns konar fjöl- breytni Menntamál Guðmundur J. Guðmundsson framhaldsskóla- kennari Evrópumál Ögmundur Jónasson alþingismaður Sagan kennir að frá örófi alda hafa staðið átök um auðlindir heimsins og er augljóst dæmi um slíkt ekki fjær okkur í tímanum en Íraksstríðið sem snýst um eignarhald og ráðstöfun á hinu svarta gulli Austurlanda, olíunni. AF NETINU Útungunarvélar kapítalista enn við lýði? Ég nam viðskiptafræði þegar útrásin var í upptakti og bankastjórar voru fengnir til að halda fyrirlestra um að ekkert væri mikilvægara en að hámarka hagnað – þetta var sagt yfir fullum sal nemenda sem voru að bugast undan vaxtabyrðum yfirdráttarlána. Við lærðum að allt hefur verðmat, meira að segja mannslíf og við lærðum aðeins um hið kapítalíska hagkerfi. Þrátt fyrir það kennir sagan okkur að við munum sennilega vinna innan annarra hagkerfa og hugmyndafræði einhvern tímann á ferlinum. Í þjóðhagfræði lærðum við ekkert um áætl- anabúskap þó að hann hafi verið stundaður í mörgum löndum og meira að segja að hluta til hér á landi undir hægristjórninni – eða hvað á að kalla álversæðið sem hagkerfið byggði á akkurat á þessum tíma. Í viðskiptum á vinnumarkaði lærðum við nánast aðeins um hvernig megi fá sem allra mest út úr starfsfólki án þess að greiða þeim meira en nauðsynlegt er. Aldrei var talað um greiðslugetu heldur aðeins um greiðsluvilja neytenda. Siðfræði, saga eða kynjafræði var víðs fjarri allri kennsl- unni og þurftu nemendur að leita slíkra dekurfaga út fyrir skyldunámið og jafnvel í aðrar deildir innan háskólans. kaninka.net/drifa Drífa Snædal

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.